Sólin Sólin Rís 10:47 • sest 15:46 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:25 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:26 • Síðdegis: 21:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:05 • Síðdegis: 15:48 í Reykjavík

Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?

Jón Már Halldórsson

Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg.

Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að byggð skógarmarða er þéttust í þéttum laufskógum sem gefa nægt skjól. Þeir gera sér langoftast bæli í holum fallinna trjábola og sennilega er nafn þeirra þaðan komið. Á ensku nefnist skógarmörðurinn „pine marten“ sem þýða mætti „furumörður“, en algengast er einmitt að skógarmörðurinn finnist í furuskógum. Hann finnst þó í öðrum skógargerðum, svo sem í öðrum barrskógum, og jafnvel akurlendi ef ekkert annað er í boði.

Þrátt fyrir mikla klifurleikni veiða skógarmerðir oftast á jörðinni og í Evrópu eru íkornar algeng fæða. Á Bretlandseyjum er engjastúfan (Microtus agrestis) stór hluti af fæðu þeirra. Skógarmerðir eru þó miklir tækifærissinnar og leggja sér það til munns sem býðst eftir árstíma. Þeir éta nagdýr, bjöllur yfir sumartímann og fuglsegg og unga á vorin. Hræ og sveppi éta þeir líka í talsverðum mæli.

Skógarmerðir eru einfarar allt sitt líf nema á pörunartímanum. Þeir helga sér óðöl og eru þau misstór eftir því hversu gjöfult landið er, 5-25 km2 að stærð, og eru óðöl karldýra yfirleitt stærri en kvendýra. Óðalseigandinn fer daglega um svæðið sitt, skítur við óðalsmörkin og hefur auga með nágrönnum sínum.

Ungar skógarmarða fæðast mjög hjálparvana, hárlausir og blindir. Fjöldi í goti er oftast 1 til 5 ungar sem hírast hjá móður sinni í 6 vikur en fara þá á flakk út úr bælinu. Karldýrin koma ekki við sögu í uppeldi unganna. Rannsóknir á Bretlandseyjum hafa sýnt fram á að skógarmerðir verða vart eldri en 8 ára úti í náttúrunni en í haldi manna geta þeir lifað helmingi lengur.
Skógarmörðurinn hefur átt í vök að verjast undanfarnar aldir. Hann var mikið veiddur vegna feldsins og ofsóttur af bændum. Við bættist umfangsmikil eyðing búsvæða vegna skógarhöggs. Fyrir 200 árum lifði hann til dæmis um allt Bretland en árið 1926 var útbreiðsla hans aðeins bundin við smá svæði á norðausturhluta Skotlands. Nú er skógarmörðurinn víða friðaður og síðastliðna áratugi hefur hann á nýjan leik farið að setjast að á fornum veiðilendum sínum í Bretlandi. Auk friðunar hefur aukin skógrækt hjálpað skógarmerðinum til við að endurheimta gömul búsvæði.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

30.5.2003

Spyrjandi

Lára Þórðardóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?“ Vísindavefurinn, 30. maí 2003. Sótt 2. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3459.

Jón Már Halldórsson. (2003, 30. maí). Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3459

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?“ Vísindavefurinn. 30. maí. 2003. Vefsíða. 2. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3459>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sýnt mér og sagt frá skógarmerði?
Skógarmörðurinn (Martes martes) lifir eins og nafnið gefur til kynna í skóglendi og finnst víða í Evrópu og Mið-Asíu. Skógarmörðurinn er af vísluættinni og mælist 42-52 cm á lengd, með um 20 cm langa rófu. Hæð hans yfir herðakamb er um 15 cm og hann vegur yfirleitt um 1-2 kg.

Vistfræðirannsóknir hafa sýnt að byggð skógarmarða er þéttust í þéttum laufskógum sem gefa nægt skjól. Þeir gera sér langoftast bæli í holum fallinna trjábola og sennilega er nafn þeirra þaðan komið. Á ensku nefnist skógarmörðurinn „pine marten“ sem þýða mætti „furumörður“, en algengast er einmitt að skógarmörðurinn finnist í furuskógum. Hann finnst þó í öðrum skógargerðum, svo sem í öðrum barrskógum, og jafnvel akurlendi ef ekkert annað er í boði.

Þrátt fyrir mikla klifurleikni veiða skógarmerðir oftast á jörðinni og í Evrópu eru íkornar algeng fæða. Á Bretlandseyjum er engjastúfan (Microtus agrestis) stór hluti af fæðu þeirra. Skógarmerðir eru þó miklir tækifærissinnar og leggja sér það til munns sem býðst eftir árstíma. Þeir éta nagdýr, bjöllur yfir sumartímann og fuglsegg og unga á vorin. Hræ og sveppi éta þeir líka í talsverðum mæli.

Skógarmerðir eru einfarar allt sitt líf nema á pörunartímanum. Þeir helga sér óðöl og eru þau misstór eftir því hversu gjöfult landið er, 5-25 km2 að stærð, og eru óðöl karldýra yfirleitt stærri en kvendýra. Óðalseigandinn fer daglega um svæðið sitt, skítur við óðalsmörkin og hefur auga með nágrönnum sínum.

Ungar skógarmarða fæðast mjög hjálparvana, hárlausir og blindir. Fjöldi í goti er oftast 1 til 5 ungar sem hírast hjá móður sinni í 6 vikur en fara þá á flakk út úr bælinu. Karldýrin koma ekki við sögu í uppeldi unganna. Rannsóknir á Bretlandseyjum hafa sýnt fram á að skógarmerðir verða vart eldri en 8 ára úti í náttúrunni en í haldi manna geta þeir lifað helmingi lengur.
Skógarmörðurinn hefur átt í vök að verjast undanfarnar aldir. Hann var mikið veiddur vegna feldsins og ofsóttur af bændum. Við bættist umfangsmikil eyðing búsvæða vegna skógarhöggs. Fyrir 200 árum lifði hann til dæmis um allt Bretland en árið 1926 var útbreiðsla hans aðeins bundin við smá svæði á norðausturhluta Skotlands. Nú er skógarmörðurinn víða friðaður og síðastliðna áratugi hefur hann á nýjan leik farið að setjast að á fornum veiðilendum sínum í Bretlandi. Auk friðunar hefur aukin skógrækt hjálpað skógarmerðinum til við að endurheimta gömul búsvæði.

Heimildir og myndir:...