Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?

Jón Már Halldórsson

Rétt er það hjá spyrjandanum að ísbirnir (Ursus maritimus) eru af ætt bjarndýra (Ursidae) sem er ein af ellefu ættum innan ættbálks rándýra (Carnivora). Ættkvíslin er, eins og sést á fræðiheitinu hér að ofan, Ursus. Fimm aðrar tegundir bjarndýra tilheyra þessari sömu ættkvísl. Þær eru skógarbjörninn (Ursus arctos), ameríski svartbjörninn (Ursus americanus), asíski svartbjörninn (Ursus thibetanus), sólarbjörninn (Ursus malayanus) og varabjörninn (eða letibjörninn, Ursus ursinus).




Nokkrir aðskildir stofnar ísbjarna eru þekktir en líffræðingar hafa hingað til ekki haft neinar forsendur til að skipta tegundinni niður í deilitegundir. Sennilega eiga þessir aðskildu stofnar í tímans rás eftir að aðgreinast frekar í útliti svo að forsendur verði fyrir því að greina þá í sundur. Að stofnarnir séu ekki ólíkari en þetta er að öllum líkindum merki um það hversu ung tegund ísbjörninn er. Talið er að tegundin hafi komið fram fyrir minna en 100 þúsund árum síðan og þróast út frá skógarbjörnum sem aðlöguðust lífi á norðurheimskautinu.

Heimildir, lesefni og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.6.2003

Spyrjandi

Atli Freyr, f. 1987

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?“ Vísindavefurinn, 3. júní 2003, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3475.

Jón Már Halldórsson. (2003, 3. júní). Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3475

Jón Már Halldórsson. „Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?“ Vísindavefurinn. 3. jún. 2003. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3475>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Ísbirnir eru af bjarnarætt en hver er ættkvísl þeirra?
Rétt er það hjá spyrjandanum að ísbirnir (Ursus maritimus) eru af ætt bjarndýra (Ursidae) sem er ein af ellefu ættum innan ættbálks rándýra (Carnivora). Ættkvíslin er, eins og sést á fræðiheitinu hér að ofan, Ursus. Fimm aðrar tegundir bjarndýra tilheyra þessari sömu ættkvísl. Þær eru skógarbjörninn (Ursus arctos), ameríski svartbjörninn (Ursus americanus), asíski svartbjörninn (Ursus thibetanus), sólarbjörninn (Ursus malayanus) og varabjörninn (eða letibjörninn, Ursus ursinus).




Nokkrir aðskildir stofnar ísbjarna eru þekktir en líffræðingar hafa hingað til ekki haft neinar forsendur til að skipta tegundinni niður í deilitegundir. Sennilega eiga þessir aðskildu stofnar í tímans rás eftir að aðgreinast frekar í útliti svo að forsendur verði fyrir því að greina þá í sundur. Að stofnarnir séu ekki ólíkari en þetta er að öllum líkindum merki um það hversu ung tegund ísbjörninn er. Talið er að tegundin hafi komið fram fyrir minna en 100 þúsund árum síðan og þróast út frá skógarbjörnum sem aðlöguðust lífi á norðurheimskautinu.

Heimildir, lesefni og mynd:...