Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju syngja fuglar?

Jón Már Halldórsson

Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla?




Mest er um fuglasöng á pörunartíma sem hér á landi er auðvitað á vorin. Í langflestum tilvikum eru það aðeins karlfuglarnir sem syngja og markmiðið er að laða til sín kvenfugla með kraftmikilli söngrödd sem á að gefa til kynna hæfni þeirra sem tilvonandi maka. Áður hafa karlarnir komið sér upp óðölum sem þeir verja af kappi fyrir öðrum ágjörnum keppinautum sömu tegundar. Þegar líður á varptímann eyða karlfuglar miklum tíma í að syngja til skiptis á nokkrum vel völdum og áberandi stöðum, til dæmis efst í trjám, þar sem þeir auglýsa yfirráð sín yfir óðalinu.

Fuglafræðingar hafa einnig bent á annan hugsanlegan tilgang með söng karlfugla meðan kvenfuglarnir liggja á eggjunum. Hugsanlegt er að þeir syngi til þess að beina athygli rándýra og ránfugla frá hreiðrunum.

Mynd: Bird pictures and trip reports

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.6.2003

Spyrjandi

Inga Margrét, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Af hverju syngja fuglar?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2003, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3478.

Jón Már Halldórsson. (2003, 4. júní). Af hverju syngja fuglar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3478

Jón Már Halldórsson. „Af hverju syngja fuglar?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2003. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3478>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju syngja fuglar?
Á vorin vaknar náttúran hér á landi úr vetrardvala og í langflestum húsagörðum í Reykjavík ómar þá fuglasöngur. Á Suðvesturlandi eru fyrirferðamestu garðsöngvararnir skógarþrestir (Turdus iliacus) og starrar (Sturnus vulgaris). En hvað býr að baki áköfum söngvum þessara fugla?




Mest er um fuglasöng á pörunartíma sem hér á landi er auðvitað á vorin. Í langflestum tilvikum eru það aðeins karlfuglarnir sem syngja og markmiðið er að laða til sín kvenfugla með kraftmikilli söngrödd sem á að gefa til kynna hæfni þeirra sem tilvonandi maka. Áður hafa karlarnir komið sér upp óðölum sem þeir verja af kappi fyrir öðrum ágjörnum keppinautum sömu tegundar. Þegar líður á varptímann eyða karlfuglar miklum tíma í að syngja til skiptis á nokkrum vel völdum og áberandi stöðum, til dæmis efst í trjám, þar sem þeir auglýsa yfirráð sín yfir óðalinu.

Fuglafræðingar hafa einnig bent á annan hugsanlegan tilgang með söng karlfugla meðan kvenfuglarnir liggja á eggjunum. Hugsanlegt er að þeir syngi til þess að beina athygli rándýra og ránfugla frá hreiðrunum.

Mynd: Bird pictures and trip reports...