Mest er um fuglasöng á pörunartíma sem hér á landi er auðvitað á vorin. Í langflestum tilvikum eru það aðeins karlfuglarnir sem syngja og markmiðið er að laða til sín kvenfugla með kraftmikilli söngrödd sem á að gefa til kynna hæfni þeirra sem tilvonandi maka. Áður hafa karlarnir komið sér upp óðölum sem þeir verja af kappi fyrir öðrum ágjörnum keppinautum sömu tegundar. Þegar líður á varptímann eyða karlfuglar miklum tíma í að syngja til skiptis á nokkrum vel völdum og áberandi stöðum, til dæmis efst í trjám, þar sem þeir auglýsa yfirráð sín yfir óðalinu. Fuglafræðingar hafa einnig bent á annan hugsanlegan tilgang með söng karlfugla meðan kvenfuglarnir liggja á eggjunum. Hugsanlegt er að þeir syngi til þess að beina athygli rándýra og ránfugla frá hreiðrunum. Mynd: Bird pictures and trip reports
Af hverju syngja fuglar?
Mest er um fuglasöng á pörunartíma sem hér á landi er auðvitað á vorin. Í langflestum tilvikum eru það aðeins karlfuglarnir sem syngja og markmiðið er að laða til sín kvenfugla með kraftmikilli söngrödd sem á að gefa til kynna hæfni þeirra sem tilvonandi maka. Áður hafa karlarnir komið sér upp óðölum sem þeir verja af kappi fyrir öðrum ágjörnum keppinautum sömu tegundar. Þegar líður á varptímann eyða karlfuglar miklum tíma í að syngja til skiptis á nokkrum vel völdum og áberandi stöðum, til dæmis efst í trjám, þar sem þeir auglýsa yfirráð sín yfir óðalinu. Fuglafræðingar hafa einnig bent á annan hugsanlegan tilgang með söng karlfugla meðan kvenfuglarnir liggja á eggjunum. Hugsanlegt er að þeir syngi til þess að beina athygli rándýra og ránfugla frá hreiðrunum. Mynd: Bird pictures and trip reports
Útgáfudagur
4.6.2003
Spyrjandi
Inga Margrét, f. 1985
Tilvísun
Jón Már Halldórsson. „Af hverju syngja fuglar?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2003, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3478.
Jón Már Halldórsson. (2003, 4. júní). Af hverju syngja fuglar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3478
Jón Már Halldórsson. „Af hverju syngja fuglar?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2003. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3478>.