Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:25 • sest 16:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:08 • Síðdegis: 20:26 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:55 • Síðdegis: 14:30 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju gáfuð þið út bók?

Ritstjórn Vísindavefsins

Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt.

Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við töldum að þetta efni ætti fullt erindi við lesendur á bók, enda nálgast fólk bækur öðruvísi, eldri notendur eru ekki eins vanir að lesa á skjá og þeir yngri, sumum finnst óþægilegt að lesa langan texta á tölvuskjá og margir fara ekki með tölvuna upp í rúm á kvöldin. Við höldum að þetta sé góður kostur til að kynna vefinn og innihald hans almennt og myndefnið nýtur sín líka betur í vandaðri, litprentaðri bók en á vefnum.

Eitt af sérkennum Vísindavefsins er það að efni hans á rætur sínar í spurningum gesta. Ritstjórn eða höfundar hafa því ekki ráðið efnisvalinu alfarið heldur ræðst það að verulegu leyti af áhugamálum almennings. Í bókinni hefur verið reynt að halda þessu einkenni. Ritstjórar bókarinnar hafa afmarkað þau þekkingar- og efnissvið sem flestar spurningar hafa beinst að og raðað þeim síðan upp í klasana sem mynda bókina. Þannig má segja að þessi bók sé að einhverju leyti heimild um lesendurna sjálfa; um það sem Íslendingur nútímans vill fá svör við.

Efnisklasar bókarinnar eiga að geta gefið nokkurt yfirlit um tiltekin svið fræðanna og efnið snertir flestar megingreinar vísinda og fræða þannig að margir ættu að finna hér fróðleik við sitt hæfi. Jafnframt sýnir bókin vonandi þá breidd í efnisvali sem einkennir Vísindavefinn.

Smellið hér til að komast á vef Eddu. Þar er hægt að panta bókina, auk þess sem hún fæst í bókaverslunum.

Útgáfudagur

4.6.2003

Spyrjandi

Ragnar Sigurðarson, f. 1988

Efnisorð

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju gáfuð þið út bók?“ Vísindavefurinn, 4. júní 2003, sótt 5. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3479.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2003, 4. júní). Af hverju gáfuð þið út bók? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3479

Ritstjórn Vísindavefsins. „Af hverju gáfuð þið út bók?“ Vísindavefurinn. 4. jún. 2003. Vefsíða. 5. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3479>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju gáfuð þið út bók?
Allt frá upphafi hefur verið haft í huga að gefa mætti út svör af Vísindavefnum á bók. Í bókinni eru tekin saman svör við ýmsum algengum spurningum og þeim raðað upp þannig að hægt sé að lesa bókina á samfelldan hátt.

Svörin í bókinni eru 200 talsins og því ekki nema brot af því efni sem er til á vefnum. Við töldum að þetta efni ætti fullt erindi við lesendur á bók, enda nálgast fólk bækur öðruvísi, eldri notendur eru ekki eins vanir að lesa á skjá og þeir yngri, sumum finnst óþægilegt að lesa langan texta á tölvuskjá og margir fara ekki með tölvuna upp í rúm á kvöldin. Við höldum að þetta sé góður kostur til að kynna vefinn og innihald hans almennt og myndefnið nýtur sín líka betur í vandaðri, litprentaðri bók en á vefnum.

Eitt af sérkennum Vísindavefsins er það að efni hans á rætur sínar í spurningum gesta. Ritstjórn eða höfundar hafa því ekki ráðið efnisvalinu alfarið heldur ræðst það að verulegu leyti af áhugamálum almennings. Í bókinni hefur verið reynt að halda þessu einkenni. Ritstjórar bókarinnar hafa afmarkað þau þekkingar- og efnissvið sem flestar spurningar hafa beinst að og raðað þeim síðan upp í klasana sem mynda bókina. Þannig má segja að þessi bók sé að einhverju leyti heimild um lesendurna sjálfa; um það sem Íslendingur nútímans vill fá svör við.

Efnisklasar bókarinnar eiga að geta gefið nokkurt yfirlit um tiltekin svið fræðanna og efnið snertir flestar megingreinar vísinda og fræða þannig að margir ættu að finna hér fróðleik við sitt hæfi. Jafnframt sýnir bókin vonandi þá breidd í efnisvali sem einkennir Vísindavefinn.

Smellið hér til að komast á vef Eddu. Þar er hægt að panta bókina, auk þess sem hún fæst í bókaverslunum....