Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:57 • sest 15:40 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:11 • Sest 19:24 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:44 • Síðdegis: 21:10 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:24 • Síðdegis: 15:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?

EMB

Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás.

Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta gera konur sumstaðar í heiminum enn. Sem dæmi um það má nefna Uttar Pradesh á Indlandi þar sem tíðkast að konur sitji í fjósi meðan á blæðingum stendur og geti sig lítið hreyft. Einangrun kvenna meðan á blæðingum stendur virðist hafa tíðkast á ýmsum stöðum í heiminum, til dæmis mun hafa verið hefð fyrir því á Hawaii að þær hefðust við í sérstökum blæðingaskúr og eitthvað svipað mun hafa tíðkast í Súrínam.

Til eru frásagnir af einhvers konar tíðatöppum frá Egyptalandi um 1500 fyrir okkar tímatal. Einnig mun Grikkinn Hippókrates (um 460 - um 377 f. Kr.) hafa sagt frá tíðatöppum. Til eru lýsingar, bæði á grísku og hebresku á notkun einhvers konar tappa til getnaðarvarna og má kannski hugsa sér að tapparnir hafi líka verið notaðir til að stöðva tíðablóð. Eitthvað hefur verið um að svampar væru notaðir í þessu skyni, sem eins konar margnota tíðatappar.

Svo má ætla að konur hafi útbúið dömubindi úr því sem til féll, hvers konar tuskum og öðru, og þetta hefur að sjálfsögðu verið margnota. Yfirleitt hefur þurft að notast við belti til að halda bindunum á sínum stað enda mun notkun á nærbuxum, hvað þá af þröngu gerðinni sem tíðkast í dag, vera nútímafyrirbrigði.



Rétt er að nefna að til eru kenningar um að almennt hafi konur haft blæðingar mun sjaldnar fyrr á tímum en raunin er í dag. Bæði urðu stúlkur kynþroska mun síðar og tíðar barneignir og brjóstagjöf drógu úr tíðni blæðinga.

Heimild:

Mynd af tíðatappa frá Egyptalandi: Museum of Menstruation and Women's Health

Mynd af norskum dömubindum: Museum of Menstruation and Women's Health

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

10.6.2003

Spyrjandi

Dóra Haraldsdóttir

Tilvísun

EMB. „Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?“ Vísindavefurinn, 10. júní 2003, sótt 5. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3485.

EMB. (2003, 10. júní). Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3485

EMB. „Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?“ Vísindavefurinn. 10. jún. 2003. Vefsíða. 5. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3485>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað notuðu konur í staðinn fyrir dömubindi til dæmis fyrir 1000 árum?
Heimildir um þetta virðast ekki á hverju strái en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfum fundið er nokkuð mismunandi hvað konur með blæðingar hafa notað eða tekið til bragðs í tímans rás.

Talið er að nokkuð hafi verið um að þær notuðu ekkert sérstakt og hafi einfaldlega látið blóðið leka í fötin sín. Þetta gera konur sumstaðar í heiminum enn. Sem dæmi um það má nefna Uttar Pradesh á Indlandi þar sem tíðkast að konur sitji í fjósi meðan á blæðingum stendur og geti sig lítið hreyft. Einangrun kvenna meðan á blæðingum stendur virðist hafa tíðkast á ýmsum stöðum í heiminum, til dæmis mun hafa verið hefð fyrir því á Hawaii að þær hefðust við í sérstökum blæðingaskúr og eitthvað svipað mun hafa tíðkast í Súrínam.

Til eru frásagnir af einhvers konar tíðatöppum frá Egyptalandi um 1500 fyrir okkar tímatal. Einnig mun Grikkinn Hippókrates (um 460 - um 377 f. Kr.) hafa sagt frá tíðatöppum. Til eru lýsingar, bæði á grísku og hebresku á notkun einhvers konar tappa til getnaðarvarna og má kannski hugsa sér að tapparnir hafi líka verið notaðir til að stöðva tíðablóð. Eitthvað hefur verið um að svampar væru notaðir í þessu skyni, sem eins konar margnota tíðatappar.

Svo má ætla að konur hafi útbúið dömubindi úr því sem til féll, hvers konar tuskum og öðru, og þetta hefur að sjálfsögðu verið margnota. Yfirleitt hefur þurft að notast við belti til að halda bindunum á sínum stað enda mun notkun á nærbuxum, hvað þá af þröngu gerðinni sem tíðkast í dag, vera nútímafyrirbrigði.



Rétt er að nefna að til eru kenningar um að almennt hafi konur haft blæðingar mun sjaldnar fyrr á tímum en raunin er í dag. Bæði urðu stúlkur kynþroska mun síðar og tíðar barneignir og brjóstagjöf drógu úr tíðni blæðinga.

Heimild:

Mynd af tíðatappa frá Egyptalandi: Museum of Menstruation and Women's Health

Mynd af norskum dömubindum: Museum of Menstruation and Women's Health...