Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?

Jón Már HalldórssonSennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru frumprímatar þó frábrugðnir íkornum. Þar ber helst að nefna byggingu limanna sem var að öllum líkindum stefnumótandi fyrir þróun hópsins. Með framfótum og -tám gátu prímatar gripið um hluti og þumalfingurinn var mótstæðari en hjá öðrum dýrum. Að mati líffræðinga var sjón frumprímatanna vísir að þeirri þrívíddar- og litasjón sem prímatar búa yfir í dag.

Í nákvæmu ættartré núlifandi flokka spendýra sem byggt er á prótínskyldleika eru prímatar settir í yfirflokkinn Archonta ásamt þremur öðrum flokkum spendýra, Scandentia (trjásnjáldrum, e. tree shrews), Dermoptera (feldvængjum; colugos eða "flying lemurs") og Chiroptera (leðurblökum, bats). Samkvæmt því eru þessir hópar spendýra skyldastir prímötum af núlifandi spendýrum. Frekari rannsóknir virðast benda til þess að flokkurinn Scandentia sé skyldari okkur prímötunum en hinir tveir og eiga yngri sameiginlegan forföður (eða -móður). Sennilegt er að skilið hafi á milli trjásnjáldra og frumprímata fyrir rúmum 60 milljónum ára.

Trjásnjáldrur eru smávaxin spendýr sem lifa mestalla ævi sína í trjám og eru alætur (e. omnivorous). Þekktar eru 19 tegundir í þéttu skóglendi Asíu og Eyjaálfu (Nýju-Gíneu og Ástralíu). Þær minna mjög, eins og frumprímatarnir, á íkorna í lífsháttum og líkamsbyggingu, en eru með lengra trýni og án veiðihára líkt og prímatar.
Ofangreind kenning er sú nýjasta og virðist byggð á bestum rökum. Þó eru ekki allir sammála um hana og fleiri kenningar eru uppi. Kannski eru heldur ekki öll kurl komin til grafar í rannsóknum líffræðinga á ættartré spendýranna og endurbætur kunna að vera gerðar á því á næstu árum, enda fleygir slíkum rannsóknum mjög fram eftir að farið var að beita sameindaerfðafræði við þær.

Áður fyrr voru trjásnjáldrur annað hvort settar í flokk skordýraæta (Insectivora) eða prímata, en frá árinu 1984 hafa þær verið í sínum eigin flokki. Margir líffræðingar vilja enn halda því fram að trjásnjáldrur séu frumstæðustu prímatarnir og líkist mjög þeim frumprímötum sem voru á ferli fyrir rúmum 60 milljónum ára.

Heimildir og myndir:
  • Adkins, R. M. and R. L. Honeycutt. 1991: „Molecular phylogeny of the superorder Archonta.“ Proceedings of the National Academy of Sciences (USA) 88:10317-10321.
  • Bloch, J. I. & Boyer, D. M., 2002: „Grasping Primate origins.“ Science: Vol. 298, s. 1606-1610.
  • Large Tree Shrew

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.6.2003

Spyrjandi

Edda Lárusdóttir, f. 1994

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata? “ Vísindavefurinn, 10. júní 2003. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3486.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. júní). Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3486

Jón Már Halldórsson. „Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata? “ Vísindavefurinn. 10. jún. 2003. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3486>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða dýr er skyldast mönnunum fyrir utan apa eða prímata?


Sennilega hafa prímatar (lat. Primata) komið fyrst fram fyrir um 60 milljónum ára, nokkrum milljónum ára eftir að risaeðlurnar hurfu af sjónarsviðinu. Þessir frumstæðu apar voru mjög smávaxnir og líkamsbygging þeirra minnti á íkorna nútímans. Lífshættir þeirra voru einnig svipaðir og hjá íkornum. Í ýmsu voru frumprímatar þó frábrugðnir íkornum. Þar ber helst að nefna byggingu limanna sem var að öllum líkindum stefnumótandi fyrir þróun hópsins. Með framfótum og -tám gátu prímatar gripið um hluti og þumalfingurinn var mótstæðari en hjá öðrum dýrum. Að mati líffræðinga var sjón frumprímatanna vísir að þeirri þrívíddar- og litasjón sem prímatar búa yfir í dag.

Í nákvæmu ættartré núlifandi flokka spendýra sem byggt er á prótínskyldleika eru prímatar settir í yfirflokkinn Archonta ásamt þremur öðrum flokkum spendýra, Scandentia (trjásnjáldrum, e. tree shrews), Dermoptera (feldvængjum; colugos eða "flying lemurs") og Chiroptera (leðurblökum, bats). Samkvæmt því eru þessir hópar spendýra skyldastir prímötum af núlifandi spendýrum. Frekari rannsóknir virðast benda til þess að flokkurinn Scandentia sé skyldari okkur prímötunum en hinir tveir og eiga yngri sameiginlegan forföður (eða -móður). Sennilegt er að skilið hafi á milli trjásnjáldra og frumprímata fyrir rúmum 60 milljónum ára.

Trjásnjáldrur eru smávaxin spendýr sem lifa mestalla ævi sína í trjám og eru alætur (e. omnivorous). Þekktar eru 19 tegundir í þéttu skóglendi Asíu og Eyjaálfu (Nýju-Gíneu og Ástralíu). Þær minna mjög, eins og frumprímatarnir, á íkorna í lífsháttum og líkamsbyggingu, en eru með lengra trýni og án veiðihára líkt og prímatar.
Ofangreind kenning er sú nýjasta og virðist byggð á bestum rökum. Þó eru ekki allir sammála um hana og fleiri kenningar eru uppi. Kannski eru heldur ekki öll kurl komin til grafar í rannsóknum líffræðinga á ættartré spendýranna og endurbætur kunna að vera gerðar á því á næstu árum, enda fleygir slíkum rannsóknum mjög fram eftir að farið var að beita sameindaerfðafræði við þær.

Áður fyrr voru trjásnjáldrur annað hvort settar í flokk skordýraæta (Insectivora) eða prímata, en frá árinu 1984 hafa þær verið í sínum eigin flokki. Margir líffræðingar vilja enn halda því fram að trjásnjáldrur séu frumstæðustu prímatarnir og líkist mjög þeim frumprímötum sem voru á ferli fyrir rúmum 60 milljónum ára.

Heimildir og myndir:
  • Adkins, R. M. and R. L. Honeycutt. 1991: „Molecular phylogeny of the superorder Archonta.“ Proceedings of the National Academy of Sciences (USA) 88:10317-10321.
  • Bloch, J. I. & Boyer, D. M., 2002: „Grasping Primate origins.“ Science: Vol. 298, s. 1606-1610.
  • Large Tree Shrew

...