Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er gangstéttin grá?

EÖÞ

Gangstéttin er grá því að efnin sem eru notuð til að búa hana gefa af sér gráan lit.

Til að búa til steypuna sem gangstéttir og gangstéttarhellur eru gerðar úr þarf þrjú aðalefni: sement, sand og vatn. Auk þess eru stundum notuð íblöndunarefni, svo sem flotefni, til að breyta eiginleikum steypunnar.

Sement er grátt duftefni sem inniheldur frumefnin kalsíum (Ca), kísil (Si), ál (Al) og járn (Fe). Auðvelt er að blanda litarefnum við sement og gera þar með steypuna rauða, svarta, gula eða í raun hvernig sem hugurinn girnist. Litarefni kosta þó sitt og því er hagkvæmast að gangstéttar séu hafðar í sínum náttúrulega lit.

Hér fyrir neðan eru sýndar nokkrar tegundir gangstéttarhellna, fyrst ólitaðar, þá svartar, sandgular og loks rauðar.









Heimildir og frekara lesefni:

Höfundur

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

16.6.2003

Spyrjandi

Anna Katrín, f. 1991

Tilvísun

EÖÞ. „Af hverju er gangstéttin grá?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3503.

EÖÞ. (2003, 16. júní). Af hverju er gangstéttin grá? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3503

EÖÞ. „Af hverju er gangstéttin grá?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3503>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er gangstéttin grá?
Gangstéttin er grá því að efnin sem eru notuð til að búa hana gefa af sér gráan lit.

Til að búa til steypuna sem gangstéttir og gangstéttarhellur eru gerðar úr þarf þrjú aðalefni: sement, sand og vatn. Auk þess eru stundum notuð íblöndunarefni, svo sem flotefni, til að breyta eiginleikum steypunnar.

Sement er grátt duftefni sem inniheldur frumefnin kalsíum (Ca), kísil (Si), ál (Al) og járn (Fe). Auðvelt er að blanda litarefnum við sement og gera þar með steypuna rauða, svarta, gula eða í raun hvernig sem hugurinn girnist. Litarefni kosta þó sitt og því er hagkvæmast að gangstéttar séu hafðar í sínum náttúrulega lit.

Hér fyrir neðan eru sýndar nokkrar tegundir gangstéttarhellna, fyrst ólitaðar, þá svartar, sandgular og loks rauðar.









Heimildir og frekara lesefni:...