Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þrátt fyrir að gríðarlegur stærðarmunur sé á sólinni og tunglinu spanna þau nánast jafnstór horn á himninum eða um hálfa gráðu. Eftir því sem best er vitað er hér einungis um tilviljun að ræða.
Til að reikna hornspönn hlutar á himninum má nota eftirfarandi formúlu:
a = (57,3 * D) / d
þar sem a stendur fyrir hornspönn hlutarins í gráðum, d fjarlægðina til hans og D raunverulegt þvermál hans. Talan 57,3 jafngildir fjölda gráða í heilum hring deilt með 2p.
Prófum nú að setja inn tölur fyrir sólina og tunglið:
Sólin
Tunglið
Mesta fjarlægð frá jörðu [km]
1,521*108
405.500
Minnsta fjarlægð frá jörðu [km]
1,471*108
363.300
Þvermál [km]
1.392.000
3476
Mesta hornspönn
0,52°
0,49°
Minnsta hornspönn
0,54°
0,55°
Eins og sjá má er hornspönn þessa fyrirbæra nánast sú sama eða að meðaltali 0,53 gráður fyrir sólina og 0,52 gráður fyrir tunglið.
Þessar niðurstöður gætu komið einhverjum spánskt fyrir sjónir því eins og margir hafa eflaust tekið eftir virðist tunglið vera stærra þegar það er lágt á lofti. Þar er þó um að ræða skynvillu sem nánar er fjallað um í svari Sævars Helga Bragasonar við spurningunni Hvers vegna sýnast sól og máni stærri lágt á himni?
Breytingar hornspönn sólar eru ekki í neinum takti við breytingar hornspönn tungls, heldur gerast þessar tvenns konar breytingar óháð hvor annarri. Við sjáum af töflunni að sólin spannar stærra horn en tunglið ef hornspönn hennar er nálægt hámarki en hornspönn tunglsins hins vegar nálægt lágmarki. Ef tunglið gengur fyrir sólina við þessar aðstæður, verður hringmyrkvi á sól eins og til dæmis varð hér á Íslandi 31. maí 2003. Ef hornspönn tunglsins er hins vegar meiri en sólar þegar tungl gengur fyrir sól, þá verður venjulegur almyrkvi.
Breytingar á hornspönn sólar og tungls hafa á hinn bóginn óveruleg áhrif á tunglmyrkva enda er það skuggi jarðar sem veldur honum.
EÖÞ og ÞV. „Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2003, sótt 13. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3505.
EÖÞ og ÞV. (2003, 18. júní). Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3505
EÖÞ og ÞV. „Er það stjarnfræðileg tilviljun að fullt tungl og sól líta út fyrir að vera jafnstór?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2003. Vefsíða. 13. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3505>.