Sólin Sólin Rís 03:49 • sest 23:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:41 • Sest 03:14 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:38 • Síðdegis: 18:00 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:46 • Síðdegis: 24:13 í Reykjavík

Hvernig æxlast smokkfiskar?

Jón Már Halldórsson

Smokkfiskar (Teuthida, e. squids) eru tíu arma sjávarhryggleysingjar sem tilheyra fylkingu höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar sem hafa átta arma. Líkami smokkfiska er rörlaga og ílangur og er hausinn yst. Þeir eru misstórir eða frá rúmum einum sentímetra á lengd upp í rúmlega 20 metra og eru þá stærstu núlifandi sjávarhryggleysingjar heims.

Æxlunaratferli smokkfiska er æði skrautlegt. Karldýrin keppa um hylli kvendýranna með seiðandi og skrautlegum dansi og nota arma sína óspart. Frakkar nefna þetta atferli „danse des jambes“ eða ‘dans fótleggjanna’. Áköf litaskipti karldýranna fylgja dansinum og er þetta því nokkuð sérstakt sjónarspil.Hér er fjöldi smokkfiska kominn saman til að æxlast. Þeir deyja skömmu eftir mökun.

Þegar karldýrið hefur náð athygli kvendýrs sem er reiðubúið til mökunar hafa þau eins konar samfarir. Þær fara þannig fram að karlinn kemur sæði fyrir á einum af örmum sínum. Þessi armur nefnist á fræðimáli hectocotylus og er hann ummyndaður og hentar þess vegna vel til þess að flytja sæði smokksins innfyrir möttulhol kvendýrsins, rétt fyrir utan kynopið. Þar fer frjóvgunin fram og kvendýrið kemur frjóvguðum eggjum síðan fyrir á einhverju undirlagi, oftast á grunnsævinu.Þessir kvensmokkfiskar undan strönd Witu-eyju rétt hjá Papúa Nýju-Gíneu festa eggjamassann á þara.

Eftir að karldýrið hefur komið sæðinu fyrir drepst það og kvendýrið drepst skömmu síðar, eða eftir að hafa komið eggjunum fyrir á sjávarbotninum. Eggin klekjast út eftir um það bil mánuð og ungviðið hefur lífsbaráttuna eitt síns liðs.

Hjá flestum tegundum smokkfiska koma dýrin í hundraðatali upp úr undirdjúpunum á grunnsævið til þess eins að æxlast og drepast síðan að því verki loknu.

Heimildir og myndir:
  • Barnes, R.D. 1987. Invertebrate zoology. 5th ed. Saunders College Publ. New York. USA.
  • Hunt, J. 2002. Octopus and squid. Roberts Rinehart Publishers.
  • New Jersey Fishing
  • Seaphotos.com

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

18.6.2003

Spyrjandi

Guðrún Hilmarsdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast smokkfiskar? “ Vísindavefurinn, 18. júní 2003. Sótt 22. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3506.

Jón Már Halldórsson. (2003, 18. júní). Hvernig æxlast smokkfiskar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3506

Jón Már Halldórsson. „Hvernig æxlast smokkfiskar? “ Vísindavefurinn. 18. jún. 2003. Vefsíða. 22. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3506>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig æxlast smokkfiskar?
Smokkfiskar (Teuthida, e. squids) eru tíu arma sjávarhryggleysingjar sem tilheyra fylkingu höfuðfætlinga (Cephalopoda) líkt og kolkrabbar sem hafa átta arma. Líkami smokkfiska er rörlaga og ílangur og er hausinn yst. Þeir eru misstórir eða frá rúmum einum sentímetra á lengd upp í rúmlega 20 metra og eru þá stærstu núlifandi sjávarhryggleysingjar heims.

Æxlunaratferli smokkfiska er æði skrautlegt. Karldýrin keppa um hylli kvendýranna með seiðandi og skrautlegum dansi og nota arma sína óspart. Frakkar nefna þetta atferli „danse des jambes“ eða ‘dans fótleggjanna’. Áköf litaskipti karldýranna fylgja dansinum og er þetta því nokkuð sérstakt sjónarspil.Hér er fjöldi smokkfiska kominn saman til að æxlast. Þeir deyja skömmu eftir mökun.

Þegar karldýrið hefur náð athygli kvendýrs sem er reiðubúið til mökunar hafa þau eins konar samfarir. Þær fara þannig fram að karlinn kemur sæði fyrir á einum af örmum sínum. Þessi armur nefnist á fræðimáli hectocotylus og er hann ummyndaður og hentar þess vegna vel til þess að flytja sæði smokksins innfyrir möttulhol kvendýrsins, rétt fyrir utan kynopið. Þar fer frjóvgunin fram og kvendýrið kemur frjóvguðum eggjum síðan fyrir á einhverju undirlagi, oftast á grunnsævinu.Þessir kvensmokkfiskar undan strönd Witu-eyju rétt hjá Papúa Nýju-Gíneu festa eggjamassann á þara.

Eftir að karldýrið hefur komið sæðinu fyrir drepst það og kvendýrið drepst skömmu síðar, eða eftir að hafa komið eggjunum fyrir á sjávarbotninum. Eggin klekjast út eftir um það bil mánuð og ungviðið hefur lífsbaráttuna eitt síns liðs.

Hjá flestum tegundum smokkfiska koma dýrin í hundraðatali upp úr undirdjúpunum á grunnsævið til þess eins að æxlast og drepast síðan að því verki loknu.

Heimildir og myndir:
  • Barnes, R.D. 1987. Invertebrate zoology. 5th ed. Saunders College Publ. New York. USA.
  • Hunt, J. 2002. Octopus and squid. Roberts Rinehart Publishers.
  • New Jersey Fishing
  • Seaphotos.com
...