Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Gæði ávaxta, þar á meðal gæði appelsína, fara eftir mörgu og má þar nefna mismunandi trjástofna, ræktunaraðferðir og veðurskilyrði. Mestu skiptir þó hversu þroskaðar appelsínurnar eru þegar þær eru tíndar. Það er aftur háð ýmsum þáttum, svo sem ræktun, stað, veðri og í hvað á að nota þær, til dæmis hvort á að selja þær beint eða gera úr þeim safa.
Meðan appelsínan er að þroskast er magn ávaxtasykurs (frúktósa) að aukast og sýrumagnið að minnka, en sýran veldur súra bragðinu. Hlutfallið milli sykursins og sýrunnar í ávextinum hefur áhrif á bragðið og getur jafnvel ráðið því hvort hægt sé að borða appelsínuna. Um leið og appelsínan er tínd af trénu hættir hún að þroskast og því skiptir uppskerutíminn mestu máli í þessu.
Af útliti appelsínunnar er ekki hægt að sjá hvernig hún mun bragðast en með mælingum á hlutfalli sykurs á móti sýru er hægt að segja til um bragðgæðin.
Til gamans var haft samband við innflytjendur ávaxta vegna þessarar spurningar. Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni Ágætis hf eru appelsínur með brúnar rendur í berkinum frekar sætar.
Jóhanna Eyrún Torfadóttir. „Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2000, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=351.
Jóhanna Eyrún Torfadóttir. (2000, 18. apríl). Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=351
Jóhanna Eyrún Torfadóttir. „Hvers vegna eru sumar appelsínur súrar og hvernig er hægt að sjá það?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2000. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=351>.