Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er vatn blautt?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér.

Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segjum að vatnið sé vott, því að orðið 'votur' er samstofna við 'vatn' og þá verður málið alveg eins og með saltið. Skyldleiki orðanna sést líka vel í ensku þar sem 'vatn' heitir 'water' og 'blautur' er 'wet'.

Þegar við segjum að einhver hlutur sé blautur þá meinum við ekkert annað en það að fljótandi vatn (eða ef til vill annar vökvi) sé á honum eða í honum. Þetta kemur líka heim við uppruna orðanna 'blautur', 'bleyta' og 'að blotna'; þau eru öll tengd vatni í upphafi.



Í þessu felst meðal annars að við erum ekki að segja fólki neitt nýtt ef við bendum á vatn í fötu og segjum: "Þetta vatn er blautt". Ef við segjum hins vegar að vatnið sé heitt þá getur verið eins gott fyrir hlustandann að taka eftir, að minnsta kosti ef hann eða hún ætlar að dýfa hendinni ofan í vatnið. Munurinn liggur í því að vatn er alltaf blautt en alls ekki alltaf heitt.

Ef við snúum okkur nú að sykrinum til samanburðar og flettum honum til dæmis upp í orðabókum, þá fáum við að vita að sætur merkir einfaldlega 'með sykurbragði, með sykri í'. Hér eru orðin hins vegar ekki skyld; uppruni orðsins 'sætur' tengist ekki sykri, en þá verður hitt kannski ennþá skýrara að 'sætur' er blátt áfram það orð sem menn hafa kosið að hafa um þennan eiginleika, því að eitthvað verða hlutirnir að heita!

Nú kemur piparsveinninn til sögunnar. Við flettum honum upp og fáum að vita að orðið merkir 'ógiftur karlmaður'. Það á þess vegna að vera óþarfi fyrir fullorðið fólk að spyrja: "Af hverju eru allir piparsveinar ókvæntir?" því að svarið felst sjálfkrafa í merkingu orðsins 'piparsveinn'. Með öðrum orðum má líka segja að annars væru þeir ekki piparsveinar!

En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið 'blautur' er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum.

Með þessu svari er í raun einnig svarað spurningunni sem er í Aravísum og við höfum líka fengið á vefinn: "Af hverju er sykurinn sætur?"

Við bendum lesendum ennfremur á föstudagssvar okkar við spurningunni Er vatn blautt?

Ljósmynd: HB

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

19.6.2003

Spyrjandi

Sigrún Líf Erlingsdóttir, f. 1994

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er vatn blautt?“ Vísindavefurinn, 19. júní 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3513.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 19. júní). Af hverju er vatn blautt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3513

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er vatn blautt?“ Vísindavefurinn. 19. jún. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3513>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er vatn blautt?
Þetta er eðlileg spurning frá 9 ára spyrjanda sem er trúlega að velta ýmsum hlutum fyrir sér.

Svarið er að þetta felst í merkingu orðanna sem menn hafa valið að hafa um þessa hluti. Fljótandi vatn er blautt af sömu ástæðu og sykurinn er sætur, saltið er salt á bragðið og piparsveinar eru ógiftir. Þetta sést kannski enn betur ef við segjum að vatnið sé vott, því að orðið 'votur' er samstofna við 'vatn' og þá verður málið alveg eins og með saltið. Skyldleiki orðanna sést líka vel í ensku þar sem 'vatn' heitir 'water' og 'blautur' er 'wet'.

Þegar við segjum að einhver hlutur sé blautur þá meinum við ekkert annað en það að fljótandi vatn (eða ef til vill annar vökvi) sé á honum eða í honum. Þetta kemur líka heim við uppruna orðanna 'blautur', 'bleyta' og 'að blotna'; þau eru öll tengd vatni í upphafi.



Í þessu felst meðal annars að við erum ekki að segja fólki neitt nýtt ef við bendum á vatn í fötu og segjum: "Þetta vatn er blautt". Ef við segjum hins vegar að vatnið sé heitt þá getur verið eins gott fyrir hlustandann að taka eftir, að minnsta kosti ef hann eða hún ætlar að dýfa hendinni ofan í vatnið. Munurinn liggur í því að vatn er alltaf blautt en alls ekki alltaf heitt.

Ef við snúum okkur nú að sykrinum til samanburðar og flettum honum til dæmis upp í orðabókum, þá fáum við að vita að sætur merkir einfaldlega 'með sykurbragði, með sykri í'. Hér eru orðin hins vegar ekki skyld; uppruni orðsins 'sætur' tengist ekki sykri, en þá verður hitt kannski ennþá skýrara að 'sætur' er blátt áfram það orð sem menn hafa kosið að hafa um þennan eiginleika, því að eitthvað verða hlutirnir að heita!

Nú kemur piparsveinninn til sögunnar. Við flettum honum upp og fáum að vita að orðið merkir 'ógiftur karlmaður'. Það á þess vegna að vera óþarfi fyrir fullorðið fólk að spyrja: "Af hverju eru allir piparsveinar ókvæntir?" því að svarið felst sjálfkrafa í merkingu orðsins 'piparsveinn'. Með öðrum orðum má líka segja að annars væru þeir ekki piparsveinar!

En kjarni málsins er sá að vatnið er blautt af því að orðið 'blautur' er það sem menn hafa valið að nota um þann eiginleika hlutar að fljótandi vatn sé í honum eða á honum.

Með þessu svari er í raun einnig svarað spurningunni sem er í Aravísum og við höfum líka fengið á vefinn: "Af hverju er sykurinn sætur?"

Við bendum lesendum ennfremur á föstudagssvar okkar við spurningunni Er vatn blautt?

Ljósmynd: HB...