Sólin Sólin Rís 02:58 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:35 • Sest 22:08 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:42 • Síðdegis: 17:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:50 • Síðdegis: 23:24 í Reykjavík

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?

Jón Már Halldórsson

Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmingur lengdarinnar, og vegur um 1,7 g. Hunangsbríinn lifir, eins og nafnið gefur til kynna, aðallega á hunangslegi sem hann finnur í nokkrum tegundum blóma.

Líkt og aðrir kólibrífuglar notar hunangsbríinn ekki lyktarskynið til að finna blóm heldur sjónina. Því eru þær tegundir blómplantna sem reiða sig á þessa fugla til frjóvgunar lyktarlausar. Goggurinn á kólibrífuglum er langur og mjór, sem auðveldar þeim aðgang að blómum, auk þess eru þeir með langa og allsérstaka tungu; mjóa, hálfgegnsæja og klofna á endanum. Þegar þeir afla sér fæðu þá reka þeir tunguna hratt út og inn aftur, alls 13 sinnum á sekúndu.

Karlfuglarnir eru litskrúðugri en kvenfuglarnir hjá tegundum þessarar ættar. Meðal hunangsbría eru karlfuglarnir aðeins minni en kvenfuglarnir.

Margt er mjög athyglisvert við hunangsbríann, til dæmis slær hjartað í honum yfir 1200 slög á mínútu. Efnaskiptahraðinn er ógurlegur í svo smáu dýri með jafnheitt blóð og hunangsbríinn og reyndar aðrir kólibrífuglar. Hunangsbríinn gerir fátt annað yfir daginn en að sjúga hunangslög úr blómum, enda þarf hann að drekka safa úr um 1000 blómum á dag til að fullnægja hitaeiningaþörfinni. Til þess að stunda slíkt fæðunám hefur hann þróað með sér ákaflega merkilega flughæfni. Með því að slá vængjunum beint upp getur hann flogið eins og þyrla; haldið sér kyrrum í loftinu eða flogið afturábak. Engin önnur fuglategund getur leikið slíka flugfimi eftir.

Hungangsbríinn lifir á frekar takmörkuðu svæði og þrátt fyrir að stór hluti búsvæðis hans hafi þegar verið verndað telst hann þó opinberlega í útrýmingarhættu. Ekki er fyllilega ljóst hver stofnstærð hans er um þessar mundir.

Fyrir rúmu ári (árið 2002) fór geysilega öflugur fellibylur, Irene, yfir svæðið þar sem þessi tegund heldur til og hafa verið farnir leiðangrar í því skyni að kanna ástand nokkurra landlægra tegunda svæðisins. Því miður fundust engin merki um hunangsbríann í leiðöngrunum og má því ætla að tegundin hafi orðið mjög hart úti vegna fellibylsins.

Myndin er fengin hjá fréttastofu BBC á netinu.

Heimildir og frekari upplýsingar:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

23.6.2003

Spyrjandi

Sigurður Einar

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2003. Sótt 26. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=3519.

Jón Már Halldórsson. (2003, 23. júní). Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3519

Jón Már Halldórsson. „Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2003. Vefsíða. 26. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3519>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er vitað um minnsta fugl í heimi?
Minnsta fuglategund í heimi er af ætt kólibrífugla (Trochilidae), en hún telur um 320 tegundir. Tegundin nefnist hunangsbríinn (Mellisuga helenae, e. bee hummingbird) og lifir hún aðeins á austurhluta Kúbu og smárri eyju sem nefnist Pines. Fugl þessi er aðeins um 5,5 cm á lengd, en goggurinn og stélið er um helmingur lengdarinnar, og vegur um 1,7 g. Hunangsbríinn lifir, eins og nafnið gefur til kynna, aðallega á hunangslegi sem hann finnur í nokkrum tegundum blóma.

Líkt og aðrir kólibrífuglar notar hunangsbríinn ekki lyktarskynið til að finna blóm heldur sjónina. Því eru þær tegundir blómplantna sem reiða sig á þessa fugla til frjóvgunar lyktarlausar. Goggurinn á kólibrífuglum er langur og mjór, sem auðveldar þeim aðgang að blómum, auk þess eru þeir með langa og allsérstaka tungu; mjóa, hálfgegnsæja og klofna á endanum. Þegar þeir afla sér fæðu þá reka þeir tunguna hratt út og inn aftur, alls 13 sinnum á sekúndu.

Karlfuglarnir eru litskrúðugri en kvenfuglarnir hjá tegundum þessarar ættar. Meðal hunangsbría eru karlfuglarnir aðeins minni en kvenfuglarnir.

Margt er mjög athyglisvert við hunangsbríann, til dæmis slær hjartað í honum yfir 1200 slög á mínútu. Efnaskiptahraðinn er ógurlegur í svo smáu dýri með jafnheitt blóð og hunangsbríinn og reyndar aðrir kólibrífuglar. Hunangsbríinn gerir fátt annað yfir daginn en að sjúga hunangslög úr blómum, enda þarf hann að drekka safa úr um 1000 blómum á dag til að fullnægja hitaeiningaþörfinni. Til þess að stunda slíkt fæðunám hefur hann þróað með sér ákaflega merkilega flughæfni. Með því að slá vængjunum beint upp getur hann flogið eins og þyrla; haldið sér kyrrum í loftinu eða flogið afturábak. Engin önnur fuglategund getur leikið slíka flugfimi eftir.

Hungangsbríinn lifir á frekar takmörkuðu svæði og þrátt fyrir að stór hluti búsvæðis hans hafi þegar verið verndað telst hann þó opinberlega í útrýmingarhættu. Ekki er fyllilega ljóst hver stofnstærð hans er um þessar mundir.

Fyrir rúmu ári (árið 2002) fór geysilega öflugur fellibylur, Irene, yfir svæðið þar sem þessi tegund heldur til og hafa verið farnir leiðangrar í því skyni að kanna ástand nokkurra landlægra tegunda svæðisins. Því miður fundust engin merki um hunangsbríann í leiðöngrunum og má því ætla að tegundin hafi orðið mjög hart úti vegna fellibylsins.

Myndin er fengin hjá fréttastofu BBC á netinu.

Heimildir og frekari upplýsingar:...