Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:08 • sest 15:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:06 • Sest 03:07 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:24 • Síðdegis: 13:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:38 • Síðdegis: 20:14 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er valkreppa?

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

Orðið valkreppa á við kreppu með tilliti til valkosta. Orðið kreppa á almennt við um einhvers konar þröng eða erfiðleika og þar með er sá í valkreppu sem stendur frammi fyrir erfiðu vali. Þarna er yfirleitt átt við að þeir valkostir sem bjóðast eru jafnálitlegir og af þeim sökum erfitt að gera upp á milli þeirra. Stundum er um að ræða tvo eða fleiri slæma kosti sem viðkomandi neyðist til að velja um án þess að vilja í raun velja nokkurn þeirra. Eins getur verið um að ræða tvo (eða fleiri) aðlaðandi kosti sem eru ósamrýmanlegir. Það að velja einn kostinn felur þá í sér höfnun á öðrum góðum kosti sem viðkomandi vill alls ekki þurfa að hafna.

Valkreppa virðist helst koma fyrir sem þýðing á enska orðinu dilemma sem á yfirleitt við um val milli tveggja óárennilegra kosta. Í raun má leiða að því rök að val milli tveggja eða fleiri góðra kosta feli í sér val milli óálitlegra kosta. Kannski má segja að kostur sem felur í sér höfnun á öðrum mjög góðum kosti hafi í það minnsta alvarlegan galla.

Um tvíkost og bræður hans þríkost, fjórkost og fjölkost er nánar fjallað í rökfræðilegu samhengi í þessu svari eftir Erlend Jónsson. Á ensku eru tveir slæmir valkostir stundum kallaðir Catch-22 og má lesa nánar um það hér í svari eftir Ulriku Andersson.

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

26.6.2003

Spyrjandi

Auður Elva, f. 1988

Tilvísun

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er valkreppa?“ Vísindavefurinn, 26. júní 2003, sótt 10. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3533.

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. (2003, 26. júní). Hvað er valkreppa? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3533

Eyja Margrét Brynjarsdóttir. „Hvað er valkreppa?“ Vísindavefurinn. 26. jún. 2003. Vefsíða. 10. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3533>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er valkreppa?
Orðið valkreppa á við kreppu með tilliti til valkosta. Orðið kreppa á almennt við um einhvers konar þröng eða erfiðleika og þar með er sá í valkreppu sem stendur frammi fyrir erfiðu vali. Þarna er yfirleitt átt við að þeir valkostir sem bjóðast eru jafnálitlegir og af þeim sökum erfitt að gera upp á milli þeirra. Stundum er um að ræða tvo eða fleiri slæma kosti sem viðkomandi neyðist til að velja um án þess að vilja í raun velja nokkurn þeirra. Eins getur verið um að ræða tvo (eða fleiri) aðlaðandi kosti sem eru ósamrýmanlegir. Það að velja einn kostinn felur þá í sér höfnun á öðrum góðum kosti sem viðkomandi vill alls ekki þurfa að hafna.

Valkreppa virðist helst koma fyrir sem þýðing á enska orðinu dilemma sem á yfirleitt við um val milli tveggja óárennilegra kosta. Í raun má leiða að því rök að val milli tveggja eða fleiri góðra kosta feli í sér val milli óálitlegra kosta. Kannski má segja að kostur sem felur í sér höfnun á öðrum mjög góðum kosti hafi í það minnsta alvarlegan galla.

Um tvíkost og bræður hans þríkost, fjórkost og fjölkost er nánar fjallað í rökfræðilegu samhengi í þessu svari eftir Erlend Jónsson. Á ensku eru tveir slæmir valkostir stundum kallaðir Catch-22 og má lesa nánar um það hér í svari eftir Ulriku Andersson.

...