Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?

Jón Már Halldórsson




Svartbakurinn (Larus marinus) er stærstur íslenskra máva og getur hann vegið rúmlega 2 kg og haft vænghaf allt að rúmlega 1,5 m. Svartbakurinn er fyrst og fremst sjómávur, hann verpir í jafnslétta dyngju og leggur ekki sérstaklega hart að sér við hreiðurgerðina. Eggin eru að meðaltali þrjú og fer varpið fram snemma á vorin. Egg svartbaksins eru um fjórar vikur að klekjast út og eftir klak bera foreldrarnir æti í ungana. Ungarnir halda til í námunda við hreiðrið þangað til þeir verða fleygir. Rannsóknir hafa sýnt að svartbakurinn verður kynþroska við 4-5 ára aldur.

Svartbakurinn er stundum kallaður veiðibjalla sökum dugnaðar (nú eða grimmdar, eftir því hvernig litið er á) við veiðar. Vegna þess hversu þróttmikill við fæðuleit þessi fugl er, hefur hann aflað sér mikillar óvildar meðal okkar mannanna og hefur hann lengi verið ofsóttur og þótt réttdræpur hvar sem til hans næst. Þó mætti segja að hér er aðeins um að ræða dugnaðarfork sem á í erfiðri lífsbaráttu hér við Norður-Atlantshaf.

Svartbaknum fjölgaði mjög á síðastliðnum áratugum vegna aukins aðgengis að lífrænum úrgangi, helst frá sjávarútvegi og sláturhúsum. Vegna þess hversu vel er nú gengið frá slíkum úrgangi hefur honum fækkað aftur. Sennileg stofnstærð er talin vera í kringum 20 þúsund varppör.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.7.2003

Spyrjandi

Halla Björg Sigurþórsdóttir, f. 1993

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?“ Vísindavefurinn, 2. júlí 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3547.

Jón Már Halldórsson. (2003, 2. júlí). Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3547

Jón Már Halldórsson. „Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?“ Vísindavefurinn. 2. júl. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3547>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru svartbaksegg lengi að klekjast út?



Svartbakurinn (Larus marinus) er stærstur íslenskra máva og getur hann vegið rúmlega 2 kg og haft vænghaf allt að rúmlega 1,5 m. Svartbakurinn er fyrst og fremst sjómávur, hann verpir í jafnslétta dyngju og leggur ekki sérstaklega hart að sér við hreiðurgerðina. Eggin eru að meðaltali þrjú og fer varpið fram snemma á vorin. Egg svartbaksins eru um fjórar vikur að klekjast út og eftir klak bera foreldrarnir æti í ungana. Ungarnir halda til í námunda við hreiðrið þangað til þeir verða fleygir. Rannsóknir hafa sýnt að svartbakurinn verður kynþroska við 4-5 ára aldur.

Svartbakurinn er stundum kallaður veiðibjalla sökum dugnaðar (nú eða grimmdar, eftir því hvernig litið er á) við veiðar. Vegna þess hversu þróttmikill við fæðuleit þessi fugl er, hefur hann aflað sér mikillar óvildar meðal okkar mannanna og hefur hann lengi verið ofsóttur og þótt réttdræpur hvar sem til hans næst. Þó mætti segja að hér er aðeins um að ræða dugnaðarfork sem á í erfiðri lífsbaráttu hér við Norður-Atlantshaf.

Svartbaknum fjölgaði mjög á síðastliðnum áratugum vegna aukins aðgengis að lífrænum úrgangi, helst frá sjávarútvegi og sláturhúsum. Vegna þess hversu vel er nú gengið frá slíkum úrgangi hefur honum fækkað aftur. Sennileg stofnstærð er talin vera í kringum 20 þúsund varppör.

...