Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er holdsveiki?

Magnús Jóhannsson

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvernig lýsir holdsveiki sér?
  • Hvernig smitast holdsveiki?

Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áætlað að um 524.000 manns þjáðust af þessum sjúkdómi.

Sjúklingunum hefur þó farið hratt fækkandi því að árið 1985 áætlaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að fjöldi holdsveikisjúklinga væri á bilinu 10-12 milljónir. Árið 1991 var hrundið af stað sérstöku átaki á vegum WHO með það að markmið að útrýma holdsveiki sem heilbrigðisvandamáli fyrir árið 2000. Með þessu var ekki átt við það að útrýma sjúkdómnum alveg heldur að fækka holdsveikitilfellum um 90% og koma algengi (tíðni) sjúkdómsins niður fyrir einn af hverjum 10 þúsund íbúum á hverjum stað.

Til þess að ná settum markmiðum um að draga úr tíðni sjúkdómsins var lögð sérstök áhersla á að auka aðgengi að lyfjum og bjóða sjúklingum ókeypis lyfjagjöf. Meðferðin samanstendur af þremur lyfjum sem sjúklingarnir þurfa að taka í 6 til 12 mánuði eftir því á hversu alvarlegu stigi sjúkdómurinn er. Oftast er hægt að lækna holdsveiki en ekki er til bóluefni við sjúkdómnum.

Holdsveikur maður frá Perú.

WHO sendi frá sér fréttatilkynningu vorið 2001 þar sem kom fram að 90% markinu væri náð en þó væru enn að minnsta kosti 10 lönd þar sem tíðni sjúkdómsins væri ekki komin niður fyrir einn af hverjum 10 þúsund eins og stefnt var að.

Árið 1999 var holdsveiki landlægur sjúkdómur í 24 löndum sem flest eru í Asíu og Afríku en einnig í Suður- og Mið-Ameríku. Ástandið er verst á Indlandi en það er einnig slæmt í nokkrum ríkjum í Afríku. Holdsveiki virðir ekki landamæri frekar en aðrir sjúkdómar. Á stóru sjúkrahúsi í Los Angeles í Kaliforníu eru um 500 holdsveikisjúklingar á skrá og þar greinast um 30 nýir sjúklingar árlega sem flestir eru innflytjendur eða flóttamenn.

Holdsveiki orsakast af bakteríu (Mycobacterium leprae) sem er skyld berklabakteríunni, (M. tuberculosis) og sækir sérstaklega í taugar og aðra vefi í hinum kaldari svæðum líkamans sem eru meðal annars fingur, tær, eyru og nef. Til skamms tíma var talið að maðurinn væri eini hýsill þessarar bakteríu en nú er vitað að hún getur einnig lifað í beltisdýrum og sumum öpum.

Lítið er vitað með vissu um það hvernig fólk smitast en um helmingur smitaðra hefur verið í snertingu við holdsveika. Talsverður hluti þeirra sjúklinga sem ekki fær lyfjameðferð er með bakteríuna í nefslímhúð og nefslími og bendir ýmislegt til að fólk geti smitast við það að anda að sér dropum sem berast út í andrúmsloftið við það að sjúklingur hóstar eða hnerrar. Þessi smitleið er líka ein sú algengasta fyrir kvef og inflúensu. Holdsveiki gæti einnig borist í fólk úr smituðum jarðvegi og jafnvel með skordýrum sem sjúga blóð (til dæmis veggjalús eða moskítóflugum) en engar beinar sannanir eru fyrir slíku.

Meðgöngutíminn, frá smiti og þar til sjúkdómseinkenni fara að gera vart við sig, er mjög langur og getur verið frá 1-2 árum upp í 40 ár. Holdsveiki getur lýst sér á mismunandi hátt en hún leggst yfirleitt illa á taugar í útlimum sem leiðir til tilfinningaleysis, krepptra vöðva og lamana. Ef sjúkdómurinn gengur nógu langt éta bakteríurnar hreinlega upp heilu líffærin þannig að fingur, eyru eða nef geta horfið. Eins og áður sagði er oftast hægt að lækna holdsveiki en skemmdir á taugum og öðrum vefjum ganga ekki til baka nema að takmörkuðu leyti.

Heimild og mynd:

Höfundur

Magnús Jóhannsson

prófessor emeritus í líflyfjafræði við HÍ

Útgáfudagur

3.7.2003

Síðast uppfært

9.5.2020

Spyrjandi

Sigríður Anna Óladóttir, Ágúst Arnórsson, Eyrún Óðinsdóttir

Tilvísun

Magnús Jóhannsson. „Hvað er holdsveiki?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3551.

Magnús Jóhannsson. (2003, 3. júlí). Hvað er holdsveiki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3551

Magnús Jóhannsson. „Hvað er holdsveiki?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3551>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er holdsveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvernig lýsir holdsveiki sér?
  • Hvernig smitast holdsveiki?

Í hugum flestra Íslendinga og íbúa nálægra landa hljómar orðið holdsveiki eins og eitthvað aftur úr öldum, eitthvað sem tilheyrir fortíðinni. Þetta gildir því miður ekki alls staðar í heiminum því í byrjun árs 2003 var áætlað að um 524.000 manns þjáðust af þessum sjúkdómi.

Sjúklingunum hefur þó farið hratt fækkandi því að árið 1985 áætlaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) að fjöldi holdsveikisjúklinga væri á bilinu 10-12 milljónir. Árið 1991 var hrundið af stað sérstöku átaki á vegum WHO með það að markmið að útrýma holdsveiki sem heilbrigðisvandamáli fyrir árið 2000. Með þessu var ekki átt við það að útrýma sjúkdómnum alveg heldur að fækka holdsveikitilfellum um 90% og koma algengi (tíðni) sjúkdómsins niður fyrir einn af hverjum 10 þúsund íbúum á hverjum stað.

Til þess að ná settum markmiðum um að draga úr tíðni sjúkdómsins var lögð sérstök áhersla á að auka aðgengi að lyfjum og bjóða sjúklingum ókeypis lyfjagjöf. Meðferðin samanstendur af þremur lyfjum sem sjúklingarnir þurfa að taka í 6 til 12 mánuði eftir því á hversu alvarlegu stigi sjúkdómurinn er. Oftast er hægt að lækna holdsveiki en ekki er til bóluefni við sjúkdómnum.

Holdsveikur maður frá Perú.

WHO sendi frá sér fréttatilkynningu vorið 2001 þar sem kom fram að 90% markinu væri náð en þó væru enn að minnsta kosti 10 lönd þar sem tíðni sjúkdómsins væri ekki komin niður fyrir einn af hverjum 10 þúsund eins og stefnt var að.

Árið 1999 var holdsveiki landlægur sjúkdómur í 24 löndum sem flest eru í Asíu og Afríku en einnig í Suður- og Mið-Ameríku. Ástandið er verst á Indlandi en það er einnig slæmt í nokkrum ríkjum í Afríku. Holdsveiki virðir ekki landamæri frekar en aðrir sjúkdómar. Á stóru sjúkrahúsi í Los Angeles í Kaliforníu eru um 500 holdsveikisjúklingar á skrá og þar greinast um 30 nýir sjúklingar árlega sem flestir eru innflytjendur eða flóttamenn.

Holdsveiki orsakast af bakteríu (Mycobacterium leprae) sem er skyld berklabakteríunni, (M. tuberculosis) og sækir sérstaklega í taugar og aðra vefi í hinum kaldari svæðum líkamans sem eru meðal annars fingur, tær, eyru og nef. Til skamms tíma var talið að maðurinn væri eini hýsill þessarar bakteríu en nú er vitað að hún getur einnig lifað í beltisdýrum og sumum öpum.

Lítið er vitað með vissu um það hvernig fólk smitast en um helmingur smitaðra hefur verið í snertingu við holdsveika. Talsverður hluti þeirra sjúklinga sem ekki fær lyfjameðferð er með bakteríuna í nefslímhúð og nefslími og bendir ýmislegt til að fólk geti smitast við það að anda að sér dropum sem berast út í andrúmsloftið við það að sjúklingur hóstar eða hnerrar. Þessi smitleið er líka ein sú algengasta fyrir kvef og inflúensu. Holdsveiki gæti einnig borist í fólk úr smituðum jarðvegi og jafnvel með skordýrum sem sjúga blóð (til dæmis veggjalús eða moskítóflugum) en engar beinar sannanir eru fyrir slíku.

Meðgöngutíminn, frá smiti og þar til sjúkdómseinkenni fara að gera vart við sig, er mjög langur og getur verið frá 1-2 árum upp í 40 ár. Holdsveiki getur lýst sér á mismunandi hátt en hún leggst yfirleitt illa á taugar í útlimum sem leiðir til tilfinningaleysis, krepptra vöðva og lamana. Ef sjúkdómurinn gengur nógu langt éta bakteríurnar hreinlega upp heilu líffærin þannig að fingur, eyru eða nef geta horfið. Eins og áður sagði er oftast hægt að lækna holdsveiki en skemmdir á taugum og öðrum vefjum ganga ekki til baka nema að takmörkuðu leyti.

Heimild og mynd:...