Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna heita Kleppjárnsreykir í Borgarfjarðarsveit þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Bærinn er vafalítið kenndur við mann að nafni Kleppjárn. Mannsnafnið kemur fyrir í Landnámabók, Kleppjárn Einarsson (Íslenzk fornrit I, 140) og Kleppjárn inn gamli Þórólfsson (Ísl. fornrit I, 57). Auk þess er nefndur Hyrningur Kleppjárnsson (Ísl. fornrit I, 86nm). Kleppjárnsreykir eru ekki nefndir í Landnámabók, en að fornu hét bærinn aðeins Reykir.


Jarðhitinn á Kleppjárnsreykjum gefur staðnum
seinni hluta nafns síns.

Samkvæmt Heiðarvíga sögu bjó maður að nafni Kleppjárn á Reykjum og eru það væntanlega sömu Reykir og nú eru nefndir Kleppjárnsreykir (Ísl. fornrit III, 227 og víðar). Bærinn er nefndur Kleppholtsreykir í máldagaskrá frá því um 1500 (Íslenzkt fornbréfasafn VII, 62). Í fógetareikningum frá 1548-49 er hann nefndur „mett Klepeersröikium“ (Ísl. fornbréfasafn XII, 131) og síðan Kleppjárnsreykir í Fitjaannál 1678 (Annálar II, 247) og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1708 (IV, 225).

Mynd:

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

3.7.2003

Spyrjandi

Helgi Tómasson

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heita Kleppjárnsreykir í Borgarfjarðarsveit þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 3. júlí 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3554.

Svavar Sigmundsson. (2003, 3. júlí). Hvers vegna heita Kleppjárnsreykir í Borgarfjarðarsveit þessu nafni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3554

Svavar Sigmundsson. „Hvers vegna heita Kleppjárnsreykir í Borgarfjarðarsveit þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 3. júl. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3554>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna heita Kleppjárnsreykir í Borgarfjarðarsveit þessu nafni?
Bærinn er vafalítið kenndur við mann að nafni Kleppjárn. Mannsnafnið kemur fyrir í Landnámabók, Kleppjárn Einarsson (Íslenzk fornrit I, 140) og Kleppjárn inn gamli Þórólfsson (Ísl. fornrit I, 57). Auk þess er nefndur Hyrningur Kleppjárnsson (Ísl. fornrit I, 86nm). Kleppjárnsreykir eru ekki nefndir í Landnámabók, en að fornu hét bærinn aðeins Reykir.


Jarðhitinn á Kleppjárnsreykjum gefur staðnum
seinni hluta nafns síns.

Samkvæmt Heiðarvíga sögu bjó maður að nafni Kleppjárn á Reykjum og eru það væntanlega sömu Reykir og nú eru nefndir Kleppjárnsreykir (Ísl. fornrit III, 227 og víðar). Bærinn er nefndur Kleppholtsreykir í máldagaskrá frá því um 1500 (Íslenzkt fornbréfasafn VII, 62). Í fógetareikningum frá 1548-49 er hann nefndur „mett Klepeersröikium“ (Ísl. fornbréfasafn XII, 131) og síðan Kleppjárnsreykir í Fitjaannál 1678 (Annálar II, 247) og í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 1708 (IV, 225).

Mynd:...