Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?

Svavar Sigmundsson

Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni:
Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja.

Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar sem kallast Herkonuklettur.

Orðið herkona er ekki skráð í orðabækur en er þó til í kvæðinu Einvaldsóði eftir séra Guðmund Erlendsson frá 1658. Þar er það notað um assýrísku drottninguna Semiramis, sem meðal annars var sökuð um að hafa ráðið Ninus manni sínum bana (95. vísa). Líklegt er að merkingin sé þar „herská kona“ en í örnefnum virðist hún frekar vera „tröllkona“, samanber mörg Tröllkonu-örnefni í landinu. Herkonugil er hrikalegur gilskorningur í Eyjafirði. Þórhallur Vilmundarson telur að Herkonu-örnefnin í Skagafirði séu runnin frá orðmyndinni *Hörkna í umfjöllun sinni um Hölkna-örnefni. Orðið herkerling merkir hinsvegar „gömul, vesæl kona“ og á sú merking tæplega við um Herkonuklett.

Heimildir:
  • Robert Geiger Cook, A Critical Edition of Einvaldsóður (Poem on Monarchy) by séra Guðmundur Erlendsson (c. 1595-1670), doktorsritgerð lögð fram við John Hopkins háskólann 1962
  • Íslandshandbókin, ritstj. Tómas Einarsson, Helgi Magnússon og Örlygur Hálfdanarson, Örn og Örlygur, Reykjavík 1989
  • Þórhallur Vilmundarson, „Helkunduheiði“, Grímnir 1: 18-21
  • skagafjordur.com

Kortið er búið til með forritinu Gislandia á vefsíðunni Icelandic Gazetteer GIS - Örnefnaskrá Íslands

Höfundur

Svavar Sigmundsson

fyrrv. forstöðumaður Örnefnastofnunar

Útgáfudagur

8.7.2003

Spyrjandi

Tanja Þorsteinsdóttir, f. 1990

Tilvísun

Svavar Sigmundsson. „Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?“ Vísindavefurinn, 8. júlí 2003. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3563.

Svavar Sigmundsson. (2003, 8. júlí). Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3563

Svavar Sigmundsson. „Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?“ Vísindavefurinn. 8. júl. 2003. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3563>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Er nokkuð vitað um hvers vegna Herkonuklettur í Þórðarhöfða í Skagafirði heitir þessu nafni?
Á vefsíðunni skagafjordur.com má lesa eftirfarandi um Þórðarhöfða, unnið upp úr Íslandshandbókinni:

Þórðarhöfði gengur út í sjó við austanverðan Skagafjörð, norðan Hofsóss. Hann er landfastur en lítur út eins og eyja.

Þórðarhöfði er forn eldfjallarúst og í toppi hans er gígskál. Höfðinn er hæstur 202 m.y.s. þar sem kallast Herkonuklettur.

Orðið herkona er ekki skráð í orðabækur en er þó til í kvæðinu Einvaldsóði eftir séra Guðmund Erlendsson frá 1658. Þar er það notað um assýrísku drottninguna Semiramis, sem meðal annars var sökuð um að hafa ráðið Ninus manni sínum bana (95. vísa). Líklegt er að merkingin sé þar „herská kona“ en í örnefnum virðist hún frekar vera „tröllkona“, samanber mörg Tröllkonu-örnefni í landinu. Herkonugil er hrikalegur gilskorningur í Eyjafirði. Þórhallur Vilmundarson telur að Herkonu-örnefnin í Skagafirði séu runnin frá orðmyndinni *Hörkna í umfjöllun sinni um Hölkna-örnefni. Orðið herkerling merkir hinsvegar „gömul, vesæl kona“ og á sú merking tæplega við um Herkonuklett.

Heimildir:
  • Robert Geiger Cook, A Critical Edition of Einvaldsóður (Poem on Monarchy) by séra Guðmundur Erlendsson (c. 1595-1670), doktorsritgerð lögð fram við John Hopkins háskólann 1962
  • Íslandshandbókin, ritstj. Tómas Einarsson, Helgi Magnússon og Örlygur Hálfdanarson, Örn og Örlygur, Reykjavík 1989
  • Þórhallur Vilmundarson, „Helkunduheiði“, Grímnir 1: 18-21
  • skagafjordur.com

Kortið er búið til með forritinu Gislandia á vefsíðunni Icelandic Gazetteer GIS - Örnefnaskrá Íslands...