Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:46 • sest 19:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:31 • Síðdegis: 14:27 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:45 • Síðdegis: 21:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?

Dagur Þorleifsson

J.G. Frazer, þekktur brautryðjandi í trúarbragðafræðum, kom um 1890 fram með þá kenningu að trúabrögð hefðu upphaflega sprottið úr töfrum eða göldrum. Fyrstu viðbrögð manna gagnvart máttarvöldum tilverunnar hefðu verið þau að reyna að finna ráð til þess að þvinga máttarvöldin til þess að láta að vilja mannanna. Þannig hefðu galdrar orðið til. Þegar þetta hefði ekki þótt takast nógu vel, hefðu menn í framhaldi af því reynt að blíðka máttarvöldin, fara bónarveg að þeim. Þannig hefðu trúarbrögðin komið til.

Þótt ýmsir virtir fræðimenn hafi vísað þessari kenningu Frazers nokkuð hvatvíslega á bug, er ljóst að margir fræðimenn telja sennilegt að upphaf trúarbragða sé að einhverju marki tengt göldrum, enda þótt fleira muni hafa komð þar til. Almennt álit virðist vera að galdrar og trúarbrögð hafi verið tengd hvort öðru frá upphafi, og umdeilt er hvort hægt sé að draga markalínu þarna á milli. Þess konar línu mundi til dæmis mjög erfitt að draga milli helgisiða (ritúals) og galdra. Með hliðsjón af þeim vafa meðal annars er líklega almennt talið hæpið að reyna að fullyrða nokkuð um hvort sé eldra, galdrar eða trúarbrögð.

Málverkin í hellum frá fornsteinöld þykja benda til þess að galdur hafi þá verið snar þáttur í trúarlífi. Þar sjást til dæmis dýr sem hæfð hafa verið með örvum. Fornleifafræðingar telja sig hafa séð merki þess að á þeirri tíð hafi lík verið máluð rauð áður en þau voru lögð til hinstu hvílu. Með því að mála myndir af dýrum sem skotin hafa verið með örvum hafi menn verið að auðvelda sér að hæfa dýr með örvum á veiðum og með því að lita lík rauð hafi verið reynt að vekja þá látnu til einhvers konar lífs á ný. (Rautt er litur blóðsins, sem menn verða að hafa í sér til þess að geta lifað). Hér er um að ræða hermigaldur; af þekktum töfrabrögðum af því tagi má nefna það að stinga nál í brúðu og láta svo heita að hún sé persóna sem maður vill skaða.

Sjá einnig svar Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?

Höfundur

stundakennari í trúarbragðafræði við HÍ

Útgáfudagur

21.4.2000

Spyrjandi

Pétur Gísli Finnbjörnsson

Tilvísun

Dagur Þorleifsson. „Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2000, sótt 13. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=357.

Dagur Þorleifsson. (2000, 21. apríl). Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=357

Dagur Þorleifsson. „Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2000. Vefsíða. 13. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=357>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er mögulegt að töfrabrögð séu upphaf trúarbragða (samanber aldur listarinnar og tilgang hennar)?
J.G. Frazer, þekktur brautryðjandi í trúarbragðafræðum, kom um 1890 fram með þá kenningu að trúabrögð hefðu upphaflega sprottið úr töfrum eða göldrum. Fyrstu viðbrögð manna gagnvart máttarvöldum tilverunnar hefðu verið þau að reyna að finna ráð til þess að þvinga máttarvöldin til þess að láta að vilja mannanna. Þannig hefðu galdrar orðið til. Þegar þetta hefði ekki þótt takast nógu vel, hefðu menn í framhaldi af því reynt að blíðka máttarvöldin, fara bónarveg að þeim. Þannig hefðu trúarbrögðin komið til.

Þótt ýmsir virtir fræðimenn hafi vísað þessari kenningu Frazers nokkuð hvatvíslega á bug, er ljóst að margir fræðimenn telja sennilegt að upphaf trúarbragða sé að einhverju marki tengt göldrum, enda þótt fleira muni hafa komð þar til. Almennt álit virðist vera að galdrar og trúarbrögð hafi verið tengd hvort öðru frá upphafi, og umdeilt er hvort hægt sé að draga markalínu þarna á milli. Þess konar línu mundi til dæmis mjög erfitt að draga milli helgisiða (ritúals) og galdra. Með hliðsjón af þeim vafa meðal annars er líklega almennt talið hæpið að reyna að fullyrða nokkuð um hvort sé eldra, galdrar eða trúarbrögð.

Málverkin í hellum frá fornsteinöld þykja benda til þess að galdur hafi þá verið snar þáttur í trúarlífi. Þar sjást til dæmis dýr sem hæfð hafa verið með örvum. Fornleifafræðingar telja sig hafa séð merki þess að á þeirri tíð hafi lík verið máluð rauð áður en þau voru lögð til hinstu hvílu. Með því að mála myndir af dýrum sem skotin hafa verið með örvum hafi menn verið að auðvelda sér að hæfa dýr með örvum á veiðum og með því að lita lík rauð hafi verið reynt að vekja þá látnu til einhvers konar lífs á ný. (Rautt er litur blóðsins, sem menn verða að hafa í sér til þess að geta lifað). Hér er um að ræða hermigaldur; af þekktum töfrabrögðum af því tagi má nefna það að stinga nál í brúðu og láta svo heita að hún sé persóna sem maður vill skaða.

Sjá einnig svar Haraldar Ólafssonar við spurningunni Hvenær byrjuðu menn að trúa á guð?...