Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?

Jón Már Halldórsson

Spurningin í heild hljóðaði svo:
Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?
Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní. Í 15 ár gerðu starahjón sér hreiður í næsta nágrenni við undirritaðan í einu af úthverfum Reykjavíkur. Oftast var nábýlið við starann ánægjulegt en veruleg óþægindi fylgja engu að síður þessum annars bráðskemmtilega fugli, það er að segja fuglaflóin (Ceratopyllus gallinae) sem geðjaðist vel að blóði höfundar!

Fyrstu fleygu ungarnir í fyrrverandi garði höfundar sáust langoftast rétt eftir miðjan júní en starinn verpir yfirleitt tvívegis yfir sumartímann hér suðvestanlands. Í vor sá höfundur nýfleygan staraunga vestur í bæ í lok maí, þannig að hann getur staðfest það sem spyrjandi heldur fram um starann.

Ungar auðnutittlingsins (Carduelis flammea) eru sagðir í riti Guðmundar Páls Ólafssonar, Fuglar í náttúru Íslands, verða fleygir á tímabilinu frá seinni hluta júní og fram undir miðjan júlímánuð, bundið tíðafari. Ef greining spyrjandans um að hafa séð fleygan auðnutittlingsunga 29. maí reynist rétt, er mjög merkilegt hversu fljótt íslenskir varpfuglar, sérstaklega spörfuglar, hefja varp þetta árið. Það staðfestir orð fleiri manna sem fylgst hafa með árstíðabundnum breytingum náttúrunnar síðastliðin ár.

Það sem ræður mestu um það hvenær fuglar hefja varp á vorin er fæðuframboðið. Náttúran vaknaði úr vetrardvalanum snemma nú í ár en hér verður ekki farið nánar út í það, hvort þetta er merki um hækkandi hitastig jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum eða eðlilegar hitafarssveiflur.

Þetta sýnist þó ekki eiga við allar fuglategundirnar sem verpa hér á landi því að bjargfuglar virðast vera óvenju seinir til að hefja varp nú í ár. Má þar sennilega kenna um minna fæðuframboði í hafinu.

Heimildir: Guðmundur Páll Ólafsson. 1988. Fuglar í náttúru Íslands. Mál og menning. Reykjavík.

Myndir: Af vefsetrinu www.fauna.is, myndabanka Jóns Baldurs Hlíðbergs © Jón Baldur Hlíðberg

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

10.7.2003

Spyrjandi

Ari Bragason

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?“ Vísindavefurinn, 10. júlí 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3574.

Jón Már Halldórsson. (2003, 10. júlí). Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3574

Jón Már Halldórsson. „Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?“ Vísindavefurinn. 10. júl. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3574>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu fljótir eru íslenskir spörfuglar að koma upp ungum?
Spurningin í heild hljóðaði svo:

Þann 29. maí sá ég fleygan auðnutittlingsunga í Elliðaárdalnum og svolítið seinna fleygan staraunga. Eru spörfuglar svona fljótir að koma upp ungum?
Í flestum bókum sem fjalla um íslenska fugla er því haldið fram að fyrstu ungar starans (Sturnus vulgaris) verði fleygir um miðjan júní. Í 15 ár gerðu starahjón sér hreiður í næsta nágrenni við undirritaðan í einu af úthverfum Reykjavíkur. Oftast var nábýlið við starann ánægjulegt en veruleg óþægindi fylgja engu að síður þessum annars bráðskemmtilega fugli, það er að segja fuglaflóin (Ceratopyllus gallinae) sem geðjaðist vel að blóði höfundar!

Fyrstu fleygu ungarnir í fyrrverandi garði höfundar sáust langoftast rétt eftir miðjan júní en starinn verpir yfirleitt tvívegis yfir sumartímann hér suðvestanlands. Í vor sá höfundur nýfleygan staraunga vestur í bæ í lok maí, þannig að hann getur staðfest það sem spyrjandi heldur fram um starann.

Ungar auðnutittlingsins (Carduelis flammea) eru sagðir í riti Guðmundar Páls Ólafssonar, Fuglar í náttúru Íslands, verða fleygir á tímabilinu frá seinni hluta júní og fram undir miðjan júlímánuð, bundið tíðafari. Ef greining spyrjandans um að hafa séð fleygan auðnutittlingsunga 29. maí reynist rétt, er mjög merkilegt hversu fljótt íslenskir varpfuglar, sérstaklega spörfuglar, hefja varp þetta árið. Það staðfestir orð fleiri manna sem fylgst hafa með árstíðabundnum breytingum náttúrunnar síðastliðin ár.

Það sem ræður mestu um það hvenær fuglar hefja varp á vorin er fæðuframboðið. Náttúran vaknaði úr vetrardvalanum snemma nú í ár en hér verður ekki farið nánar út í það, hvort þetta er merki um hækkandi hitastig jarðar vegna gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum eða eðlilegar hitafarssveiflur.

Þetta sýnist þó ekki eiga við allar fuglategundirnar sem verpa hér á landi því að bjargfuglar virðast vera óvenju seinir til að hefja varp nú í ár. Má þar sennilega kenna um minna fæðuframboði í hafinu.

Heimildir: Guðmundur Páll Ólafsson. 1988. Fuglar í náttúru Íslands. Mál og menning. Reykjavík.

Myndir: Af vefsetrinu www.fauna.is, myndabanka Jóns Baldurs Hlíðbergs © Jón Baldur Hlíðberg

...