Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 06:52 • sest 19:52 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:16 • Sest 00:58 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:13 • Síðdegis: 16:37 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 23:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef hann er -j-. Dæmi: sprengja, spranga, strákur, stríð, skjóta, skrifa, strjúka, skrjóður. Sama er segja um orð sem byrja á sl-, þau geta bætt við sig -j-. Dæmi: sljákka, sljór. Í bakstöðu geta líka lent saman þrír samhljóðar ef orðið stendur í eignarfalli. Dæmi: rusls, hopps, grunns, bruðls.

Sé orðið samsett er fjöldi samhljóða í röð nokkuð oft fimm. Dæmi: handsprengja (-ndspr-), jarðskjálfti (-rðskj-), jarðsprengja (-rðspr-), landssjóður (-ndssj-), harðstjóri (-rðstj-). Til er að saman fari sex samhljóðar en þau orð eru ekki algeng. Dæmi: hákarlsskrápur (-rlsskr-). Enn sjaldgæfari eru orð með sjö samhljóðum. Dæmi: hundsstrjúpi (-ndsstrj-).

Oftast er við orðmyndun reynt að koma í veg fyrir of marga samhljóða í röð með því að mynda fremur stofnsamsett orð en eignarfallssamsett, nota t.d. fremur orðið kjólfaldur en kjólsfaldur þar sem saman færu þrír samhljóðar, borðplata fremur en borðsplata með -rðspl-. Önnur leið er að nota bandstaf eins og í orðunum ruslafata, dótakassi, þar sem -a- er bandstafur milli tveggja samsetningarliða og gerir orðin þjálli í framburði en ruslfata eða dótkassi.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

11.7.2003

Spyrjandi

Sverrir Þorgeirsson, f. 1991

Efnisorð

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?“ Vísindavefurinn, 11. júlí 2003, sótt 15. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3577.

Guðrún Kvaran. (2003, 11. júlí). Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3577

Guðrún Kvaran. „Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?“ Vísindavefurinn. 11. júl. 2003. Vefsíða. 15. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3577>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað geta margir samhljóðar komið fyrir í röð í einu orði?
Hversu margir samhljóðar fara saman í einu orði fer eftir því hvort um grunnorð er að ræða, þ.e. ósamsett orð, eða hvort það er samsett. Ef orð er ósamsett eru ekki fleiri en þrír samhljóðar í framstöðu, þ.e. fremst í orðinu. Orð sem byrja á sp-, st-, sk- geta t.d. bætt við sig þriðja samhljóða og þeim fjórða ef hann er -j-. Dæmi: sprengja, spranga, strákur, stríð, skjóta, skrifa, strjúka, skrjóður. Sama er segja um orð sem byrja á sl-, þau geta bætt við sig -j-. Dæmi: sljákka, sljór. Í bakstöðu geta líka lent saman þrír samhljóðar ef orðið stendur í eignarfalli. Dæmi: rusls, hopps, grunns, bruðls.

Sé orðið samsett er fjöldi samhljóða í röð nokkuð oft fimm. Dæmi: handsprengja (-ndspr-), jarðskjálfti (-rðskj-), jarðsprengja (-rðspr-), landssjóður (-ndssj-), harðstjóri (-rðstj-). Til er að saman fari sex samhljóðar en þau orð eru ekki algeng. Dæmi: hákarlsskrápur (-rlsskr-). Enn sjaldgæfari eru orð með sjö samhljóðum. Dæmi: hundsstrjúpi (-ndsstrj-).

Oftast er við orðmyndun reynt að koma í veg fyrir of marga samhljóða í röð með því að mynda fremur stofnsamsett orð en eignarfallssamsett, nota t.d. fremur orðið kjólfaldur en kjólsfaldur þar sem saman færu þrír samhljóðar, borðplata fremur en borðsplata með -rðspl-. Önnur leið er að nota bandstaf eins og í orðunum ruslafata, dótakassi, þar sem -a- er bandstafur milli tveggja samsetningarliða og gerir orðin þjálli í framburði en ruslfata eða dótkassi.

...