Sólin Sólin Rís 05:43 • sest 21:13 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 13:37 • Sest 06:11 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:59 • Síðdegis: 15:47 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:39 • Síðdegis: 21:50 í Reykjavík

Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar.

Reglan um páska í kirkjum Vesturlanda er sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fullt tungl frá og með 21. mars, en þá eru yfirleitt vorjafndægur. Tunglfyllingardagurinn er ekki miðaður við raunveruleikann hverju sinni heldur er hann reiknaður út samkvæmt fastri reglu sem fer þó nærri réttu lagi. Með þessu móti er hægt að segja fyrir um það langt fram í tímann, hvenær páskar verða á einhverju tilteknu ári. Reglan leiðir til þess að páskadagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina.


Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci

Þegar kirkjunni fór að vaxa fiskur um hrygg og kristni að breiðast út til stórra svæða við Miðjarðarhaf þótti leiðtogum hennar æskilegt að tryggja að allir kristnir menn héldu hátíðir eins og páska á sama tíma. Þetta var hægara sagt en gert eins og samgöngur voru í þá daga. Reglan sem gyðingar höfðu beitt var ekki hentug í þessum tilgangi auk þess sem mönnum þótti miður að vera háðir gyðingum að þessu leyti. Því var það að menn komu sér í aðalatriðum niður á fyrrnefnda reglu á kirkjuþinginu í Níkeu sem hófst árið 325 eftir Krist, en að vísu tók aldir að koma reglunni á til hlítar.

Á tuttugustu öld hafa sumir kirkjunnar menn hreyft því að festa bæri páskadag betur í almanaki okkar, þó þannig að hann yrði alltaf sunnudagur. Hann mundi þá aðeins hreyfast til um viku í mesta lagi, svipað og sumardagurinn fyrsti gerir í tímatali okkar Íslendinga. Hefur þá til dæmis verið rætt um að páskadagur ætti að vera í annarri viku aprílmánaðar.

Heimildir og lesefni:
  • Þorsteinn Sæmundsson, Stjörnufræði – Rímfræði. Reykjavík: Menningarsjóður, 1972.
  • The New Encyclopædia Britannica

Mynd:

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.4.2000

Spyrjandi

Signý Sigmundardóttir, fædd 1987

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?“ Vísindavefurinn, 21. apríl 2000. Sótt 18. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=358.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2000, 21. apríl). Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=358

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?“ Vísindavefurinn. 21. apr. 2000. Vefsíða. 18. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=358>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru páskarnir ekki alltaf á sama tíma?
Frumástæðan er sú að atburðirnir sem við tengjum páskum samkvæmt Nýja testamentinu eru þar miðaðir við samnefnda hátíð gyðinga. Í tímatali þeirra er hins vegar notað tunglár sem kallað er. Af því leiðir meðal annars að tiltekinn dagur í tilteknum mánuði getur færst fram og aftur um mánuð miðað við tímatal okkar.

Reglan um páska í kirkjum Vesturlanda er sú að páskadagur er fyrsti sunnudagur eftir fyrsta fullt tungl frá og með 21. mars, en þá eru yfirleitt vorjafndægur. Tunglfyllingardagurinn er ekki miðaður við raunveruleikann hverju sinni heldur er hann reiknaður út samkvæmt fastri reglu sem fer þó nærri réttu lagi. Með þessu móti er hægt að segja fyrir um það langt fram í tímann, hvenær páskar verða á einhverju tilteknu ári. Reglan leiðir til þess að páskadagur getur í fyrsta lagi fallið á 22. mars og í síðasta lagi á 25. apríl en allar dagsetningar þar á milli koma til greina.


Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo da Vinci

Þegar kirkjunni fór að vaxa fiskur um hrygg og kristni að breiðast út til stórra svæða við Miðjarðarhaf þótti leiðtogum hennar æskilegt að tryggja að allir kristnir menn héldu hátíðir eins og páska á sama tíma. Þetta var hægara sagt en gert eins og samgöngur voru í þá daga. Reglan sem gyðingar höfðu beitt var ekki hentug í þessum tilgangi auk þess sem mönnum þótti miður að vera háðir gyðingum að þessu leyti. Því var það að menn komu sér í aðalatriðum niður á fyrrnefnda reglu á kirkjuþinginu í Níkeu sem hófst árið 325 eftir Krist, en að vísu tók aldir að koma reglunni á til hlítar.

Á tuttugustu öld hafa sumir kirkjunnar menn hreyft því að festa bæri páskadag betur í almanaki okkar, þó þannig að hann yrði alltaf sunnudagur. Hann mundi þá aðeins hreyfast til um viku í mesta lagi, svipað og sumardagurinn fyrsti gerir í tímatali okkar Íslendinga. Hefur þá til dæmis verið rætt um að páskadagur ætti að vera í annarri viku aprílmánaðar.

Heimildir og lesefni:
  • Þorsteinn Sæmundsson, Stjörnufræði – Rímfræði. Reykjavík: Menningarsjóður, 1972.
  • The New Encyclopædia Britannica

Mynd:...