Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:57 • sest 23:09 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:34 • Síðdegis: 17:59 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:41 • Síðdegis: 24:19 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er elsta lífvera á jörðinni?

Jón Már Halldórsson

Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fyrstu lífverur jarðarinnar og verður ekki meira fjallað um það hér. Hins vegar verður sagt frá þeirri lífveru sem hefur náð hæstum aldri svo vitað sé, eða með öðrum orðum, náð að tóra í flest ár.

Á útmánuðum ársins 2000 sögðu vísindamenn frá West Chester University í Pennsylvaníufylki frá því að þeir hefðu fundið bakteríu í fornum saltlögum í Nýju-Mexíkó, á stað þar sem fyrir löngu hafi verið sjór. Bakterían hafði myndað gró, sem eru einhvers konar dvalastig þessara örvera og geta verndað þær fyrir ótrúlega erfiðum lífsskilyrðum. Aldursgreiningar vísindamannanna bentu til þess að baktería þessi væri um 250 milljón ára gömul! Það slær fyrra met annarrar bakteríutegundar sem hljóðaði „aðeins“ upp á 40 milljón ára aldur. Vísindamönnum hefur nokkrum sinnum tekist að vekja bakteríugró úr dvala sem þeir fundu inni í fornum skordýrum. Skordýrin höfðu drepist fyrir um 25 milljón árum síðan þegar trjákvoða, raf (e. amber), flæddi yfir þau og kæfði.

Rannsókn á erfðamengi hinnar háöldruðu bakteríu bendir til að hún tilheyri algengum hópi jarðvegsbaktería af ættkvíslinni Bacillus. Sumir vísindamenn hafa dregið niðurstöður kollega sinna frá Pennsylvaníu í efa og halda því fram að um þekkta tegund sé að ræða og möguleiki sé að hún hafi einfaldlega smitað sýnið. En því hafa vísindamennirnir sem gerðu þessa uppgötvun mótmælt harðlega, ýtrasta hreinlætis hafi verið gætt. Ef vísindamennirnir frá Pennsylvaníu hafa rétt fyrir sér, er hér um ákaflega merkilega uppgötvun að ræða sem gæti stutt þá kenningu að líf hafi borist til jarðarinnar utan úr geimnum. Bakteríur sem geta myndað utan um sig svona endingarmikil dvalagró, gætu mögulega lifað af löng ferðalög um geiminn. Eitt slíkt dvalagró hefur kannski lent á jörðinni fyrir fáeinum milljörðum ára, þar sem aðstæður voru hentugar til lífs, bakterían vaknað af dvalanum og tekið að fjölga sér. Hver veit?Á vef CNN-sjónvarpsstöðvarinnar er að finna frétt af fundi bakteríunnar öldruðu. Þaðan er myndin einnig fengin.

Varðandi lokavangaveltur höfundar er rétt að benda á svar Guðmundar Eggertssonar á Vísindavefnum við spurningunni Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

16.7.2003

Spyrjandi

Ölvir Karlsson, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hver er elsta lífvera á jörðinni?“ Vísindavefurinn, 16. júlí 2003, sótt 20. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3586.

Jón Már Halldórsson. (2003, 16. júlí). Hver er elsta lífvera á jörðinni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3586

Jón Már Halldórsson. „Hver er elsta lífvera á jörðinni?“ Vísindavefurinn. 16. júl. 2003. Vefsíða. 20. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3586>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er elsta lífvera á jörðinni?
Hægt er að skilja spurninguna á að minnsta kosti tvennan máta, hvaða einstaka lífvera hefur náð hæstum aldri, eða hvaða lífverur komu fyrst fram á jörðinni. Í svari Guðmundar Eggertssonar hér á Vísindavefnum við spurningunni Hvenær kviknaði líf á jörðinni og hvers vegna? kemur fram hverjar hafi sennilega verið fyrstu lífverur jarðarinnar og verður ekki meira fjallað um það hér. Hins vegar verður sagt frá þeirri lífveru sem hefur náð hæstum aldri svo vitað sé, eða með öðrum orðum, náð að tóra í flest ár.

Á útmánuðum ársins 2000 sögðu vísindamenn frá West Chester University í Pennsylvaníufylki frá því að þeir hefðu fundið bakteríu í fornum saltlögum í Nýju-Mexíkó, á stað þar sem fyrir löngu hafi verið sjór. Bakterían hafði myndað gró, sem eru einhvers konar dvalastig þessara örvera og geta verndað þær fyrir ótrúlega erfiðum lífsskilyrðum. Aldursgreiningar vísindamannanna bentu til þess að baktería þessi væri um 250 milljón ára gömul! Það slær fyrra met annarrar bakteríutegundar sem hljóðaði „aðeins“ upp á 40 milljón ára aldur. Vísindamönnum hefur nokkrum sinnum tekist að vekja bakteríugró úr dvala sem þeir fundu inni í fornum skordýrum. Skordýrin höfðu drepist fyrir um 25 milljón árum síðan þegar trjákvoða, raf (e. amber), flæddi yfir þau og kæfði.

Rannsókn á erfðamengi hinnar háöldruðu bakteríu bendir til að hún tilheyri algengum hópi jarðvegsbaktería af ættkvíslinni Bacillus. Sumir vísindamenn hafa dregið niðurstöður kollega sinna frá Pennsylvaníu í efa og halda því fram að um þekkta tegund sé að ræða og möguleiki sé að hún hafi einfaldlega smitað sýnið. En því hafa vísindamennirnir sem gerðu þessa uppgötvun mótmælt harðlega, ýtrasta hreinlætis hafi verið gætt. Ef vísindamennirnir frá Pennsylvaníu hafa rétt fyrir sér, er hér um ákaflega merkilega uppgötvun að ræða sem gæti stutt þá kenningu að líf hafi borist til jarðarinnar utan úr geimnum. Bakteríur sem geta myndað utan um sig svona endingarmikil dvalagró, gætu mögulega lifað af löng ferðalög um geiminn. Eitt slíkt dvalagró hefur kannski lent á jörðinni fyrir fáeinum milljörðum ára, þar sem aðstæður voru hentugar til lífs, bakterían vaknað af dvalanum og tekið að fjölga sér. Hver veit?Á vef CNN-sjónvarpsstöðvarinnar er að finna frétt af fundi bakteríunnar öldruðu. Þaðan er myndin einnig fengin.

Varðandi lokavangaveltur höfundar er rétt að benda á svar Guðmundar Eggertssonar á Vísindavefnum við spurningunni Hvernig varð fyrsta genið til? Hefði það getað komið utan úr geimnum?...