Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?

Unnar Árnason

Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m.




Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána auk líkamsræktarstöðvar í kjallara. Að sjálfsögðu er hún útbúin vatnsrennibraut

Lengi vel var sundlaugin á Laugaskarði við Hveragerði sú stærsta á landinu. Upphaflega var hún 12 x 25 m að stærð þegar hún var tekin í notkun 1938 en veturinn 1939-1940 var hún breikkuð í 50 m. Hún var lengi vel eina 50 m sundlaugin á Íslandi.




Sundlaugin í Laugardal tók við sem stærsta laug landsins árið 1968. Að stærð er hún 50 x 22 m og er stærsta sundlaug Reykjavíkurborgar. Laugardalslaug er raunar stærri í fermetrum og að rúmmáli en Sundlaug Kópavogs ef tekin er með í reikninginn 400 m2 barna- og kennslulaug við hlið hennar. Sundlaug Kópavogs telst þó hin stærsta og rúmar fleiri keppnisbrautir en nokkur önnur laug, eða tíu.




Heimildir og myndir:


Sérstakar þakkir fær Guðmundur Þ. Harðarson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, fyrir upplýsingar og mynd af lauginni.

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

17.7.2003

Spyrjandi

Inga Jónsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?“ Vísindavefurinn, 17. júlí 2003, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3588.

Unnar Árnason. (2003, 17. júlí). Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3588

Unnar Árnason. „Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?“ Vísindavefurinn. 17. júl. 2003. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3588>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað heitir stærsta sundlaugin á Íslandi og hvar er hún?
Stærsta sundlaugin á Íslandi er Sundlaug Kópavogs við Borgarholtsbraut, 50 m á lengd og 25 m á breidd. Flatarmálið er því 1.250 m2 og rúmmál hennar 1.700 m3, mesta dýpt 1,8 m og grynnst er hún 0,93 m.




Sundlaug Kópavogs var tekin í notkun 1. febrúar 1991 og við hana er að finna fimm heita potta, eimbað og sána auk líkamsræktarstöðvar í kjallara. Að sjálfsögðu er hún útbúin vatnsrennibraut

Lengi vel var sundlaugin á Laugaskarði við Hveragerði sú stærsta á landinu. Upphaflega var hún 12 x 25 m að stærð þegar hún var tekin í notkun 1938 en veturinn 1939-1940 var hún breikkuð í 50 m. Hún var lengi vel eina 50 m sundlaugin á Íslandi.




Sundlaugin í Laugardal tók við sem stærsta laug landsins árið 1968. Að stærð er hún 50 x 22 m og er stærsta sundlaug Reykjavíkurborgar. Laugardalslaug er raunar stærri í fermetrum og að rúmmáli en Sundlaug Kópavogs ef tekin er með í reikninginn 400 m2 barna- og kennslulaug við hlið hennar. Sundlaug Kópavogs telst þó hin stærsta og rúmar fleiri keppnisbrautir en nokkur önnur laug, eða tíu.




Heimildir og myndir:


Sérstakar þakkir fær Guðmundur Þ. Harðarson, forstöðumaður Sundlaugar Kópavogs, fyrir upplýsingar og mynd af lauginni....