Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Við hvaða hitastig bráðnar blý?

EÖÞ og ÞV

Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft.

Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómverskir keisarar létu leggja frá baðhúsum séu enn í notkun í dag.

Öll efni sem eru í storkuham sem kallað er, eða í föstu formi, bráðna við tiltekið hitastig þegar þau hitna. Þessi hiti nefnist bræðslumark (e. melting point) efnisins. Það er yfirleitt lítillega háð þrýstingi en að öðru leyti óháð aðstæðum.

Þegar vökvinn sem myndast við bráðnunina hitnar frekar gufar nokkur hluti hans upp hægt og hægt. En þegar ákveðnum hita er náð fer efnið að sjóða og ógerningur er að hita efnið frekar sem vökva, heldur breytist það allt í gas við þennan hita sem nefnist suðumark efnisins (e. boiling point). Við suðuna þenst efnið yfirleitt mikið út. Ef loft er í kring vinnur þrýstingur þess því gegn suðunni og suðumarkið verður um leið talsvert háð þrýstingnum.

Bræðslumark blýs er við 327,46 °C og suðumarkið við 1749 °C.

Heimildir og frekara lesefni um blý:

Höfundar

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

21.7.2003

Spyrjandi

Jakob Þorsteinsson

Tilvísun

EÖÞ og ÞV. „Við hvaða hitastig bráðnar blý?“ Vísindavefurinn, 21. júlí 2003. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3596.

EÖÞ og ÞV. (2003, 21. júlí). Við hvaða hitastig bráðnar blý? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3596

EÖÞ og ÞV. „Við hvaða hitastig bráðnar blý?“ Vísindavefurinn. 21. júl. 2003. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3596>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Við hvaða hitastig bráðnar blý?
Blý (Pb) er bláhvítur gljáandi málmur sem hefur sætistölu 82 í lotukerfinu. Atómmassinn er 207,2. Blý er mjúkt, meðfærilegt og auðvelt að móta í þynnur eða víra. Það er lélegur rafleiðari af málmi að vera, tærist seint en missir gljáa í snertingu við andrúmsloft.

Dæmi eru um það að fráveiturör úr blýi sem rómverskir keisarar létu leggja frá baðhúsum séu enn í notkun í dag.

Öll efni sem eru í storkuham sem kallað er, eða í föstu formi, bráðna við tiltekið hitastig þegar þau hitna. Þessi hiti nefnist bræðslumark (e. melting point) efnisins. Það er yfirleitt lítillega háð þrýstingi en að öðru leyti óháð aðstæðum.

Þegar vökvinn sem myndast við bráðnunina hitnar frekar gufar nokkur hluti hans upp hægt og hægt. En þegar ákveðnum hita er náð fer efnið að sjóða og ógerningur er að hita efnið frekar sem vökva, heldur breytist það allt í gas við þennan hita sem nefnist suðumark efnisins (e. boiling point). Við suðuna þenst efnið yfirleitt mikið út. Ef loft er í kring vinnur þrýstingur þess því gegn suðunni og suðumarkið verður um leið talsvert háð þrýstingnum.

Bræðslumark blýs er við 327,46 °C og suðumarkið við 1749 °C.

Heimildir og frekara lesefni um blý:...