Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:45 • sest 23:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:29 • Sest 23:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 14:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:54 • Síðdegis: 20:49 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?

Páll Hersteinsson (1951-2011)

Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins.

Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemur frá móður og helmingur frá föður og helmingur erfðaefnis foreldrisins er í hverju afkvæmi. Þar sem skyldir einstaklingar eiga samkvæmt skilgreiningu sameiginlegan forföður eða formóður, eru þeir að hluta til með sömu erfðavísana sem báðir hafa erft frá hinum sameiginlega áa. Því skyldari sem þeir eru, þeim mun fleiri erfðavísa eiga þeir sameiginlega, það er erfðavísa sem eru eins vegna þess að þeir hafa erfst frá sama forföður eða formóður. Alsystkini eiga til dæmis helming erfðamengisins sameiginlegan. Þau eru því jafnskyld innbyrðis eins og hvort um sig er skylt afkvæmum sínum.

Með því að aðstoða við uppeldi systkina sinna, eða uppeldi afkvæma systkinanna, er einstaklingur að aðstoða við að koma hluta af sínu eigin erfðamengi áfram til næstu kynslóðar. Ef hjálpin skiptir máli, eykur til dæmis verulega lífslíkur þeirra sem er hjálpað, hefur sá sem hjálpaði lagt sitt af mörkum til þess að einhverjir af hans eigin erfðavísum komist áfram til næstu kynslóðar, jafnvel þótt hjálpin sé ekki endurgoldin og kosti það að hann verði að sleppa því eða fresta að eignast afkvæmi sjálfur. Ef hjálpsemin eða óeigingirnin er arfgeng að hluta til, erfist hún frá kynslóð til kynslóðar og verður algengari ef þeir einstaklingar, sem hjálpa eða þiggja hjálp af skyldum einstaklingum, koma fleiri afkvæmum á legg en aðrir.

Um óeigingirnina gilda því nákvæmlega sömu reglur og um aðra arfgenga eiginleika, til dæmis beinabyggingu, skilningarvit, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og svo framvegis. Þeir sem koma hlutfallslega fleirum af "sínum" erfðavísum áfram í næstu kynslóð eru hæfastir. Óeigingirni borgar sig og breiðist út ef hún gerir viðkomandi hæfari.

Meðal sumra tegunda auðsýna einstaklingar öðrum einstaklingum óeigingirni þótt enginn skyldleiki sé milli þeirra. Þeir koma ekki eigin erfðavísum áfram til næstu kynslóðar með því að aðstoða við uppeldi afkvæma óskyldra einstaklinga og auka þannig hæfni þeirra. Hvað gengur þeim þá til? Í þessum tilvikum er langoftast um gagnkvæma hjálp að ræða. Oft kostar hjálpin tiltölulega litla fyrirhöfn miðað við gagnið sem er að henni fyrir þann sem nýtur. Auk þess - og þetta er mikilvægt - fær hjálparhellan yfirleitt aðstoð á móti, jafnvel þótt síðar verði. Þannig getur hjálpsemi breiðst út og orðið algeng í dýrastofni. Þeir sem eru óeigingjarnir gagnvart óskyldum verða hæfari svo framarlega sem aðstoðin er endurgoldin, ólíkt því sem á við um aðstoð við skylda einstaklinga þar sem endurgjald er ekki nauðsynlegt til þess að erfðavísarnir eflist eða haldi áfram, og hjálparhellan fórnar jafnvel eigin möguleikum til að tímgast.

Höfundur

Páll Hersteinsson (1951-2011)

prófessor í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

12.2.2000

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?“ Vísindavefurinn, 12. febrúar 2000, sótt 16. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=36.

Páll Hersteinsson (1951-2011). (2000, 12. febrúar). Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=36

Páll Hersteinsson (1951-2011). „Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?“ Vísindavefurinn. 12. feb. 2000. Vefsíða. 16. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=36>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig getur lífsbarátta og náttúruval leitt til þess sem við köllum óeigingirni hjá einstökum lífverum?
Allar núlifandi lífverur eru komnar út af einstaklingum sem auðnaðist að koma erfðaeiginleikum sínum áfram til næstu kynslóðar. Sú keðja er óslitin frá upphafi lífs á jörðu. Þessir einstaklingar voru hæfir í merkingu Darwins.

Meðal tvílitna lífvera eins og hryggdýra gildir sú regla að helmingur erfðaefnis kemur frá móður og helmingur frá föður og helmingur erfðaefnis foreldrisins er í hverju afkvæmi. Þar sem skyldir einstaklingar eiga samkvæmt skilgreiningu sameiginlegan forföður eða formóður, eru þeir að hluta til með sömu erfðavísana sem báðir hafa erft frá hinum sameiginlega áa. Því skyldari sem þeir eru, þeim mun fleiri erfðavísa eiga þeir sameiginlega, það er erfðavísa sem eru eins vegna þess að þeir hafa erfst frá sama forföður eða formóður. Alsystkini eiga til dæmis helming erfðamengisins sameiginlegan. Þau eru því jafnskyld innbyrðis eins og hvort um sig er skylt afkvæmum sínum.

Með því að aðstoða við uppeldi systkina sinna, eða uppeldi afkvæma systkinanna, er einstaklingur að aðstoða við að koma hluta af sínu eigin erfðamengi áfram til næstu kynslóðar. Ef hjálpin skiptir máli, eykur til dæmis verulega lífslíkur þeirra sem er hjálpað, hefur sá sem hjálpaði lagt sitt af mörkum til þess að einhverjir af hans eigin erfðavísum komist áfram til næstu kynslóðar, jafnvel þótt hjálpin sé ekki endurgoldin og kosti það að hann verði að sleppa því eða fresta að eignast afkvæmi sjálfur. Ef hjálpsemin eða óeigingirnin er arfgeng að hluta til, erfist hún frá kynslóð til kynslóðar og verður algengari ef þeir einstaklingar, sem hjálpa eða þiggja hjálp af skyldum einstaklingum, koma fleiri afkvæmum á legg en aðrir.

Um óeigingirnina gilda því nákvæmlega sömu reglur og um aðra arfgenga eiginleika, til dæmis beinabyggingu, skilningarvit, mótstöðuafl gegn sjúkdómum og svo framvegis. Þeir sem koma hlutfallslega fleirum af "sínum" erfðavísum áfram í næstu kynslóð eru hæfastir. Óeigingirni borgar sig og breiðist út ef hún gerir viðkomandi hæfari.

Meðal sumra tegunda auðsýna einstaklingar öðrum einstaklingum óeigingirni þótt enginn skyldleiki sé milli þeirra. Þeir koma ekki eigin erfðavísum áfram til næstu kynslóðar með því að aðstoða við uppeldi afkvæma óskyldra einstaklinga og auka þannig hæfni þeirra. Hvað gengur þeim þá til? Í þessum tilvikum er langoftast um gagnkvæma hjálp að ræða. Oft kostar hjálpin tiltölulega litla fyrirhöfn miðað við gagnið sem er að henni fyrir þann sem nýtur. Auk þess - og þetta er mikilvægt - fær hjálparhellan yfirleitt aðstoð á móti, jafnvel þótt síðar verði. Þannig getur hjálpsemi breiðst út og orðið algeng í dýrastofni. Þeir sem eru óeigingjarnir gagnvart óskyldum verða hæfari svo framarlega sem aðstoðin er endurgoldin, ólíkt því sem á við um aðstoð við skylda einstaklinga þar sem endurgjald er ekki nauðsynlegt til þess að erfðavísarnir eflist eða haldi áfram, og hjálparhellan fórnar jafnvel eigin möguleikum til að tímgast.

...