Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?

Jón Már Halldórsson

Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast víða í eyðimörkinni og gefa landslaginu ævintýralegan blæ. Svæðin við Níl eru langfrjósömustu svæði landsins, sérstaklega við bakkanna. Óshólmarnir, þar sem fljótið rennur til sjávar, eru einnig mjög frjósamir. Svæði við Súesskurðinn hefur verið brotið til ræktunar.

Veðurfar við Miðjarðarhafsströndina er milt og rakt og nokkuð ólíkt því sem er inn til landsins. Þar er þurrt og heitt og getur lofthitinn komist upp í 50° C. Rigningar eru algengar á veturna við Miðjarðarhafið en fátíðar í eyðimörkinni en þar getur hitastigið farið niður fyrir frostmark á næturna. Á vorin boða khamsin komu sumarsins, en svo nefnast heitir eyðimerkurbyljir með tilheyrandi sandstormum. Rétt tæplega 0,8% af flatarmáli Egyptalands eru innan þjóðgarða eða 793 þúsund hektarar. Skógar þekja aðeins um 6 þúsund hektara eða brotabrot af landinu (0,006%). Eyðimerkursvæði eru 76% og kjarrsvæði 8% af landinu.

Gróðurfar

Þrátt fyrir að lótusblóm (Nelumbo spp.) og papírussef (Cyperus papyrus) séu einkennisplöntur Egyptalands, eru það döðlupálmar (Phoenix dactylifera) sem eru mest áberandi í landslaginu. Gróður er fjölbreyttastur í Nílardalnum og við ósa stórfljótsins. Þar vaxa innlendar jurtir jafnt sem aðfluttar og áberandi tegundir eru til dæmis glóðarlyng (Tamarix spp.), akasíutré (Acacia spp.), ilmviðir (Eucalyptus spp.), mímósur (Mimosa spp.), rósviðir (palisander, Jacaranda spp.) og sýprusviður (Cupressus sempervirens). Einnig vaxa á frjósömum svæðum fjölmargar tegundir ávaxtatrjáa eins og sítrus-, fíkju- og mangótré.

Dýralíf

Mest áberandi spendýrin í egypskri fánu eru kameldýr, buffalar og asnar en í eyðimörkinni má rekast á gasellur, sjakala, stökkmýs (Dipodidae) og eyðimerkurrefi. Skriðdýralífið er einnig fjölskrúðugt í eyðimörkinni, þar eru fjölmargar tegundir eitraðra snáka eins og kóbraslangan alræmda. Fleiri baneitruð dýr eru á ferli í eyðimerkunni, svo sem hinn vel þekkti sporðdreki sem kallaður er á ensku stinging scorpion og er þekktur fyrir að beita eiturbroddi sínum ákaft við veiðar og til sjálfsvarnar. Ef menn ætla að ferðast um eyðimörkina er réttast að hafa leiðsögmann með sér.

Í Egyptalandi verpa rúmlega 150 tegundir fugla, svo sem flamingóar, storkar og fjölmargar tegundir ránfugla. Í Nílarfljótinu er sagt að hægt sé finna yfir 190 tegundir fiska.

Fyrir þá sem vilja kanna fleiri hluti en píramítanna og hina forna sögu egypsku þjóðarinnar, eru í landinu 21 þjóðgarður sem komið geta náttúruunnendum skemmtilega á óvart. Á heimasíðunni www.touregypt.net má lesa sér til um þessi svæði og hvað þau hafa upp á að bjóða.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

22.7.2003

Spyrjandi

Atli Jóhannsson, f. 1988

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2003. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3600.

Jón Már Halldórsson. (2003, 22. júlí). Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3600

Jón Már Halldórsson. „Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2003. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3600>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig er gróður- og náttúrufar í Egyptalandi?
Egyptaland, „landið við fljótið“ eða „gjöf Nílar“ eins og þetta forna menningarsvæði hefur verið kallað, er að langmestu leyti eyðimörk og því er náttúra landsins á engan hátt eins fjölbreytt og þekkist sunnar í Afríku. Egyptaland er 995.450 km2 á stærð og þekja eyðimerkur stærstan hluta landsins. Vinjar finnast víða í eyðimörkinni og gefa landslaginu ævintýralegan blæ. Svæðin við Níl eru langfrjósömustu svæði landsins, sérstaklega við bakkanna. Óshólmarnir, þar sem fljótið rennur til sjávar, eru einnig mjög frjósamir. Svæði við Súesskurðinn hefur verið brotið til ræktunar.

Veðurfar við Miðjarðarhafsströndina er milt og rakt og nokkuð ólíkt því sem er inn til landsins. Þar er þurrt og heitt og getur lofthitinn komist upp í 50° C. Rigningar eru algengar á veturna við Miðjarðarhafið en fátíðar í eyðimörkinni en þar getur hitastigið farið niður fyrir frostmark á næturna. Á vorin boða khamsin komu sumarsins, en svo nefnast heitir eyðimerkurbyljir með tilheyrandi sandstormum. Rétt tæplega 0,8% af flatarmáli Egyptalands eru innan þjóðgarða eða 793 þúsund hektarar. Skógar þekja aðeins um 6 þúsund hektara eða brotabrot af landinu (0,006%). Eyðimerkursvæði eru 76% og kjarrsvæði 8% af landinu.

Gróðurfar

Þrátt fyrir að lótusblóm (Nelumbo spp.) og papírussef (Cyperus papyrus) séu einkennisplöntur Egyptalands, eru það döðlupálmar (Phoenix dactylifera) sem eru mest áberandi í landslaginu. Gróður er fjölbreyttastur í Nílardalnum og við ósa stórfljótsins. Þar vaxa innlendar jurtir jafnt sem aðfluttar og áberandi tegundir eru til dæmis glóðarlyng (Tamarix spp.), akasíutré (Acacia spp.), ilmviðir (Eucalyptus spp.), mímósur (Mimosa spp.), rósviðir (palisander, Jacaranda spp.) og sýprusviður (Cupressus sempervirens). Einnig vaxa á frjósömum svæðum fjölmargar tegundir ávaxtatrjáa eins og sítrus-, fíkju- og mangótré.

Dýralíf

Mest áberandi spendýrin í egypskri fánu eru kameldýr, buffalar og asnar en í eyðimörkinni má rekast á gasellur, sjakala, stökkmýs (Dipodidae) og eyðimerkurrefi. Skriðdýralífið er einnig fjölskrúðugt í eyðimörkinni, þar eru fjölmargar tegundir eitraðra snáka eins og kóbraslangan alræmda. Fleiri baneitruð dýr eru á ferli í eyðimerkunni, svo sem hinn vel þekkti sporðdreki sem kallaður er á ensku stinging scorpion og er þekktur fyrir að beita eiturbroddi sínum ákaft við veiðar og til sjálfsvarnar. Ef menn ætla að ferðast um eyðimörkina er réttast að hafa leiðsögmann með sér.

Í Egyptalandi verpa rúmlega 150 tegundir fugla, svo sem flamingóar, storkar og fjölmargar tegundir ránfugla. Í Nílarfljótinu er sagt að hægt sé finna yfir 190 tegundir fiska.

Fyrir þá sem vilja kanna fleiri hluti en píramítanna og hina forna sögu egypsku þjóðarinnar, eru í landinu 21 þjóðgarður sem komið geta náttúruunnendum skemmtilega á óvart. Á heimasíðunni www.touregypt.net má lesa sér til um þessi svæði og hvað þau hafa upp á að bjóða.

Heimildir og myndir:...