Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Finna skordýr til?

Logi Jónsson

Hér er einnig svar við spurningunni:
Hafa ormar tilfinningar?

Öllum dýrum er lífsnauðsynlegt að skynja umhverfi sitt. Án skynjunar væri þeim voðinn vís þar sem þau gætu ekki skynjað hættur í umhverfinu og forðast þær.

Jafnvel einföldustu dýrin, sem eru aðeins ein fruma (einfrumungar), skynja aðstæður í umhverfi sínu. Sem dæmi má nefna bifdýr sem eru einfrumungar þaktir bifhárum og synda um með því að slá þessum hárum aftur á bak. Verði til dæmis steinn á vegi þeirra stöðvast sláttur bifháranna eitt augnablik, en síðan snýst sláttur þeirra við um stund. Þannig bakkar dýrið frá steininum og breytir um stefnu áður en bifhárin taka að slá aftur og dýrið syndir áfram fram hjá steininum. Af þessu má draga þá ályktun að einfrumungar skynji eiginleika efnis í umhverfinu, vinni úr þeim boðum og bregðist við þeim. Þetta gerist sem sagt allt í einni og sömu frumunni.

Í flóknari dýrum (fjölfrumungum) eru frumurnar sérhæfðar til að gegna ákveðnu hlutverki. Sérhæfðar frumur sem gegna sama hlutverki mynda vef og mismunandi vefir mynda líffæri. Skordýr og ormar eru þar engar undantekningar. Taugakerfi þeirra samanstendur af fjölmörgum taugafrumum. Tveir taugastrengir liggja eftir dýrunum endilöngum. Í hverjum liði á þeim er eitt hnoð á hvorum taugastreng en í hnoðunum eru margar taugafrumur í hnapp.

Taugakerfi orma má líkja við kaðalstiga sem liggur eftir endilöngu dýrinu, með þrepi í hverjum liði. Hjá skordýrum er hins vegar ekki óalgengt að nokkur hnoð vaxi saman í eitt stórt hnoð í liðum á bol dýrsins. Þessu til viðbótar eru síðan skyntaugafrumur sem bera boð frá yfirborði lífverunnar inn til taugakerfisins. Í taugakerfinu er unnið úr boðunum og síðan geta þau borist með hreyfitaugafrumu frá taugakerfinu til vöðva, sem veldur hreyfingu.

Skyntaugafrumur í skordýrum enda í tengslum við bursta og hár á yfirborði dýrsins. Þegar hárin sveigjast toga þau í taugaendana. Við það breytist áreitið í taugaboð sem berst með skyntaugafrumum til taugakerfisins. Skyntaugafrumur í ormum enda sem taugaendar í húð en einnig er mikið um skyntaugaenda í tengslum við bursta og hár á yfirborði orma. Sýnt hefur verið fram á að þessar snertiskynfrumur í húðinni eru mjög næmar því einungis þarf hreyfingu á yfirborði húðarinnar upp á milljónasta hluta úr millimetra til að vekja taugaboð í þeim.

Spurningunni um hvort skordýr og ormar upplifi sársauka er erfiðara að svara á afgerandi hátt. Sársaukaskyn hefur mest verið athugað hjá mönnum. Erfitt er að skilgreina sársaukaáreiti, en segja má að öll áreiti sem valda vefjaskaða virki sársaukanema sem eru taugaendar í húð og innri líffærum. Auk þess er þekkt að mjög hár styrkur áreitis á skynfæri almennt vekur sársaukatilfinningu eins og til dæmis ærandi hávaði og mjög skært ljós. Það er hins vegar úrvinnslan úr þessum skynjunum í miðtaugakerfinu sem talin er skipta mestu máli varðandi sársaukatifinningu. Í taugakerfi skordýra og orma eru ekki stöðvar sem svara til þeirra sem koma við sögu í sársaukaskynjun manna. Því eru allar líkur á að skordýr og ormar upplifi ekki sársauka. Þetta er gott fyrir veiðimenn að hafa í huga næst þegar þeir þræða maðk á öngul.

Höfundur

dósent í líffræði við HÍ

Útgáfudagur

23.7.2003

Spyrjandi

Sigurlaug Jónasdóttir, f. 1985
Steinunn Valbjörnsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Logi Jónsson. „Finna skordýr til?“ Vísindavefurinn, 23. júlí 2003. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3601.

Logi Jónsson. (2003, 23. júlí). Finna skordýr til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3601

Logi Jónsson. „Finna skordýr til?“ Vísindavefurinn. 23. júl. 2003. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3601>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Finna skordýr til?
Hér er einnig svar við spurningunni:

Hafa ormar tilfinningar?

Öllum dýrum er lífsnauðsynlegt að skynja umhverfi sitt. Án skynjunar væri þeim voðinn vís þar sem þau gætu ekki skynjað hættur í umhverfinu og forðast þær.

Jafnvel einföldustu dýrin, sem eru aðeins ein fruma (einfrumungar), skynja aðstæður í umhverfi sínu. Sem dæmi má nefna bifdýr sem eru einfrumungar þaktir bifhárum og synda um með því að slá þessum hárum aftur á bak. Verði til dæmis steinn á vegi þeirra stöðvast sláttur bifháranna eitt augnablik, en síðan snýst sláttur þeirra við um stund. Þannig bakkar dýrið frá steininum og breytir um stefnu áður en bifhárin taka að slá aftur og dýrið syndir áfram fram hjá steininum. Af þessu má draga þá ályktun að einfrumungar skynji eiginleika efnis í umhverfinu, vinni úr þeim boðum og bregðist við þeim. Þetta gerist sem sagt allt í einni og sömu frumunni.

Í flóknari dýrum (fjölfrumungum) eru frumurnar sérhæfðar til að gegna ákveðnu hlutverki. Sérhæfðar frumur sem gegna sama hlutverki mynda vef og mismunandi vefir mynda líffæri. Skordýr og ormar eru þar engar undantekningar. Taugakerfi þeirra samanstendur af fjölmörgum taugafrumum. Tveir taugastrengir liggja eftir dýrunum endilöngum. Í hverjum liði á þeim er eitt hnoð á hvorum taugastreng en í hnoðunum eru margar taugafrumur í hnapp.

Taugakerfi orma má líkja við kaðalstiga sem liggur eftir endilöngu dýrinu, með þrepi í hverjum liði. Hjá skordýrum er hins vegar ekki óalgengt að nokkur hnoð vaxi saman í eitt stórt hnoð í liðum á bol dýrsins. Þessu til viðbótar eru síðan skyntaugafrumur sem bera boð frá yfirborði lífverunnar inn til taugakerfisins. Í taugakerfinu er unnið úr boðunum og síðan geta þau borist með hreyfitaugafrumu frá taugakerfinu til vöðva, sem veldur hreyfingu.

Skyntaugafrumur í skordýrum enda í tengslum við bursta og hár á yfirborði dýrsins. Þegar hárin sveigjast toga þau í taugaendana. Við það breytist áreitið í taugaboð sem berst með skyntaugafrumum til taugakerfisins. Skyntaugafrumur í ormum enda sem taugaendar í húð en einnig er mikið um skyntaugaenda í tengslum við bursta og hár á yfirborði orma. Sýnt hefur verið fram á að þessar snertiskynfrumur í húðinni eru mjög næmar því einungis þarf hreyfingu á yfirborði húðarinnar upp á milljónasta hluta úr millimetra til að vekja taugaboð í þeim.

Spurningunni um hvort skordýr og ormar upplifi sársauka er erfiðara að svara á afgerandi hátt. Sársaukaskyn hefur mest verið athugað hjá mönnum. Erfitt er að skilgreina sársaukaáreiti, en segja má að öll áreiti sem valda vefjaskaða virki sársaukanema sem eru taugaendar í húð og innri líffærum. Auk þess er þekkt að mjög hár styrkur áreitis á skynfæri almennt vekur sársaukatilfinningu eins og til dæmis ærandi hávaði og mjög skært ljós. Það er hins vegar úrvinnslan úr þessum skynjunum í miðtaugakerfinu sem talin er skipta mestu máli varðandi sársaukatifinningu. Í taugakerfi skordýra og orma eru ekki stöðvar sem svara til þeirra sem koma við sögu í sársaukaskynjun manna. Því eru allar líkur á að skordýr og ormar upplifi ekki sársauka. Þetta er gott fyrir veiðimenn að hafa í huga næst þegar þeir þræða maðk á öngul....