Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hvað er talkúm?

Arnar Halldórsson og Einar Örn Þorvaldsson




Talkúm og talk

Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat).

Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum keramikhlutum, málningu og pappír, svo dæmi séu tekin. Steintegundin er bæði hita-og sýruþolin og harðnar nokkuð þegar hún kemst í snertingu við andrúmsloft. Talk finnst um allan heim en helstu framleiðslulönd eru Japan, Bandaríkin, Rússland, Suður-Kórea og Frakkland.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Grein um talk og talkúm hjá Britannicu.
  • Íslensk orðabók, 3. útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Myndin er fengin hjá Jayminerals.com

Höfundar

doktorsnemi í efnafræði við HÍ

Einar Örn Þorvaldsson

háskólanemi og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.7.2003

Spyrjandi

Brynhildur Brynjólfsdóttir

Efnisorð

Tilvísun

Arnar Halldórsson og Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað er talkúm? “ Vísindavefurinn, 25. júlí 2003. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3609.

Arnar Halldórsson og Einar Örn Þorvaldsson. (2003, 25. júlí). Hvað er talkúm? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3609

Arnar Halldórsson og Einar Örn Þorvaldsson. „Hvað er talkúm? “ Vísindavefurinn. 25. júl. 2003. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3609>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er talkúm?



Talkúm og talk

Talkúm er malað talk, sem er afar lin (með hörku 1) hvít eða grænleit steintegund. Talkúm er meðal annars notað í andlits- og húðpúður og krít. Efnaformúla þess er Mg3Si4O10(OH)2 (vatnað magnesíumsílíkat).

Talk er notað í ýmiss konar iðnaði, við framleiðslu á flísum, borðbúnaði og öðrum keramikhlutum, málningu og pappír, svo dæmi séu tekin. Steintegundin er bæði hita-og sýruþolin og harðnar nokkuð þegar hún kemst í snertingu við andrúmsloft. Talk finnst um allan heim en helstu framleiðslulönd eru Japan, Bandaríkin, Rússland, Suður-Kórea og Frakkland.

Heimildir og frekara lesefni:
  • Grein um talk og talkúm hjá Britannicu.
  • Íslensk orðabók, 3. útgáfa, ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.
  • Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
  • Myndin er fengin hjá Jayminerals.com
...