Sólin Sólin Rís 08:50 • sest 17:33 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:49 • Sest 25:13 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:33 • Síðdegis: 14:21 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:49 • Síðdegis: 20:55 í Reykjavík

Hvað er 'spam'?

Jón Gunnar Þorsteinsson

'Spam' er vöruheiti bandaríska matvælafyrirtækisins Hormel og er notað yfir kjöt í niðursuðudósum. Orðið spam er einnig notað almennt um niðursoðnar kjötvörur, yfirleitt úr svínakjöti. Það virðist vera myndað af ensku orðunum 'spiced ham', eða 'krydduð skinka'.

Ameríska matvælafyrirtækið Hormel Foods markaðssetti fyrstu Spam-dósirnar árið 1937. Leikarinn Kenneth Daigneau frá New York-borg vann samkeppni um heiti á vörunni.

Orðið spam er einnig notað yfir svokallaðan ruslpóst sem er líka nefndur amapóstur, en það er tölvuskeyti sent út til fjölda manns sem kærir sig ekki um slíka sendingu. Oftast er reynt að selja óumbeðna þjónustu með slíkum netpósti, til dæmis einstaklega ódýra lögfræðiþjónustu, aðstoð við fjármál einstaklinga eða stækkanir á getnaðarlim (algengt er að slík skeyti ábyrgist lengingu upp á rúma 7,5 cm eða 3 tommur).

Þeir sem senda slíkan ruslpóst nefnast á ensku 'spammers' og ef til vill mætti kalla þá sorpara á íslensku, sem er myndað af orðunum 'sorp' fyrir rusl og 'þorpari'. Sorpararnir safna netföngum af heimasíðum, fréttahópum (e. newsgroups), spjallborðum og sambærilegum stöðum. Upprunastaður skeytanna er yfirleitt falsaður. Til allrar hamingju eru til margar góðar ruslpóstsíur og verða þær sífellt betri.Dæmigerður ruslpóstur. Vinstra megin eru nöfn sendenda sem sum eru afar einkennileg og hægra megin sést heiti skeytanna.

Notkun orðsins innan tölvugeirans hefur verið rakin til atriðis í hinni vinsælu bresku sjónvarpsþáttaröð Monty Python-gengisins. Þar koma hjón inn á vafasaman veitingastað til að panta sér mat. Í ljós kemur að ekki er hægt að velja sér rétti nema að í þeim sé niðursoðið spam-kjöt. Þjónustustúlkan býður þeim til að mynda upp á:
 • egg og spam
 • egg, beikon og spam
 • egg, beikon, pylsu og spam
 • spam, beikon, pylsu og spam
 • spam, egg, spam, spam, beikon og spam
 • spam, pylsu, spam, spam, beikon, spam, tómata og spam.
Á meðal fínni rétta staðarins má nefna humar með skallottulauk og eggaldini, borinn fram með jarðsveppum vættum í brandí, steiktu eggi og spami. Niðursoðna svínaskinkan fylgir því óumbeðin með öllum réttum og líkar eiginkonunni það afar illa en maður hennar er mjög sáttur við það. Á meðan gestirnir reyna að panta, kyrja víkingar á næstu borðum í sífellu "spam, spam, spam, spam ..."

Þess má geta að karlinn endar á því að panta sér spam, spam, spam, spam, spam, spam, spam, bakaðar baunir, spam, spam, spam, og spam. Reynast baunirnar vera búnar og biður hann þá um spam í staðinn.

Hugtakið spam var í fyrstu notað innan tölvugeirans um það þegar forrit hrundu þegar of mikið magn gagna var keyrt inn í biðminni af fastri stærð. Sú notkun vísar til atriðisins á veitingahúsi Monty Python-manna þar sem algjört ofhlæði er af Spam-kjöti. Sama hugsun er á bakvið notkun orðsins sem ruslpóstur. Hann er eitthvað sem við kærum okkur lítt um en virðist eiga það til að fylgja með skeytum sem við viljum fá, líkt og á við um eiginkonuna á veitingahúsinu sem vill panta sér mat en getur ekki fengið neitt nema niðursoðin svínaskinka fylgi með.

Árið 2001 var opnaði Hormel-fyrirtækið Spam-safnið í borginni Austin í Minnesota. Aðstandendur safnsins segja að heimsókn þangað sé hverjum Spam-unnanda álíka nauðsynleg og ferð Elvis-aðdáenda til Graceland. Í safninu er meðal annars að finna 4.752 Spam-dósir frá öllum heimshornum.

Á tímum seinni heimstsyrjaldarinnar varð Spam mikilvægur hluti af mataræði hermanna og almennra borgara. Hormel framleiddi um tíma 15 milljón dósir af niðursoðnu kjöti fyrir hermenn í hverri viku.

Í dag borða Hawaii-búar mest af Spami frá Hormel-verksmiðjunum en þar í landi eru seldar 6,7 milljónir dósa á ári hverju, sem samsvarar því að hver Hawaii-búi neyti 5,5 dósa af niðursoðinni skinku á ári.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum

Mynd og heimildir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

25.7.2003

Spyrjandi

Bryndís Leifsdóttir

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er 'spam'?“ Vísindavefurinn, 25. júlí 2003. Sótt 25. október 2020. http://visindavefur.is/svar.php?id=3611.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 25. júlí). Hvað er 'spam'? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3611

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað er 'spam'?“ Vísindavefurinn. 25. júl. 2003. Vefsíða. 25. okt. 2020. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3611>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er 'spam'?
'Spam' er vöruheiti bandaríska matvælafyrirtækisins Hormel og er notað yfir kjöt í niðursuðudósum. Orðið spam er einnig notað almennt um niðursoðnar kjötvörur, yfirleitt úr svínakjöti. Það virðist vera myndað af ensku orðunum 'spiced ham', eða 'krydduð skinka'.

Ameríska matvælafyrirtækið Hormel Foods markaðssetti fyrstu Spam-dósirnar árið 1937. Leikarinn Kenneth Daigneau frá New York-borg vann samkeppni um heiti á vörunni.

Orðið spam er einnig notað yfir svokallaðan ruslpóst sem er líka nefndur amapóstur, en það er tölvuskeyti sent út til fjölda manns sem kærir sig ekki um slíka sendingu. Oftast er reynt að selja óumbeðna þjónustu með slíkum netpósti, til dæmis einstaklega ódýra lögfræðiþjónustu, aðstoð við fjármál einstaklinga eða stækkanir á getnaðarlim (algengt er að slík skeyti ábyrgist lengingu upp á rúma 7,5 cm eða 3 tommur).

Þeir sem senda slíkan ruslpóst nefnast á ensku 'spammers' og ef til vill mætti kalla þá sorpara á íslensku, sem er myndað af orðunum 'sorp' fyrir rusl og 'þorpari'. Sorpararnir safna netföngum af heimasíðum, fréttahópum (e. newsgroups), spjallborðum og sambærilegum stöðum. Upprunastaður skeytanna er yfirleitt falsaður. Til allrar hamingju eru til margar góðar ruslpóstsíur og verða þær sífellt betri.Dæmigerður ruslpóstur. Vinstra megin eru nöfn sendenda sem sum eru afar einkennileg og hægra megin sést heiti skeytanna.

Notkun orðsins innan tölvugeirans hefur verið rakin til atriðis í hinni vinsælu bresku sjónvarpsþáttaröð Monty Python-gengisins. Þar koma hjón inn á vafasaman veitingastað til að panta sér mat. Í ljós kemur að ekki er hægt að velja sér rétti nema að í þeim sé niðursoðið spam-kjöt. Þjónustustúlkan býður þeim til að mynda upp á:
 • egg og spam
 • egg, beikon og spam
 • egg, beikon, pylsu og spam
 • spam, beikon, pylsu og spam
 • spam, egg, spam, spam, beikon og spam
 • spam, pylsu, spam, spam, beikon, spam, tómata og spam.
Á meðal fínni rétta staðarins má nefna humar með skallottulauk og eggaldini, borinn fram með jarðsveppum vættum í brandí, steiktu eggi og spami. Niðursoðna svínaskinkan fylgir því óumbeðin með öllum réttum og líkar eiginkonunni það afar illa en maður hennar er mjög sáttur við það. Á meðan gestirnir reyna að panta, kyrja víkingar á næstu borðum í sífellu "spam, spam, spam, spam ..."

Þess má geta að karlinn endar á því að panta sér spam, spam, spam, spam, spam, spam, spam, bakaðar baunir, spam, spam, spam, og spam. Reynast baunirnar vera búnar og biður hann þá um spam í staðinn.

Hugtakið spam var í fyrstu notað innan tölvugeirans um það þegar forrit hrundu þegar of mikið magn gagna var keyrt inn í biðminni af fastri stærð. Sú notkun vísar til atriðisins á veitingahúsi Monty Python-manna þar sem algjört ofhlæði er af Spam-kjöti. Sama hugsun er á bakvið notkun orðsins sem ruslpóstur. Hann er eitthvað sem við kærum okkur lítt um en virðist eiga það til að fylgja með skeytum sem við viljum fá, líkt og á við um eiginkonuna á veitingahúsinu sem vill panta sér mat en getur ekki fengið neitt nema niðursoðin svínaskinka fylgi með.

Árið 2001 var opnaði Hormel-fyrirtækið Spam-safnið í borginni Austin í Minnesota. Aðstandendur safnsins segja að heimsókn þangað sé hverjum Spam-unnanda álíka nauðsynleg og ferð Elvis-aðdáenda til Graceland. Í safninu er meðal annars að finna 4.752 Spam-dósir frá öllum heimshornum.

Á tímum seinni heimstsyrjaldarinnar varð Spam mikilvægur hluti af mataræði hermanna og almennra borgara. Hormel framleiddi um tíma 15 milljón dósir af niðursoðnu kjöti fyrir hermenn í hverri viku.

Í dag borða Hawaii-búar mest af Spami frá Hormel-verksmiðjunum en þar í landi eru seldar 6,7 milljónir dósa á ári hverju, sem samsvarar því að hver Hawaii-búi neyti 5,5 dósa af niðursoðinni skinku á ári.

Frekara lesefni af Vîsindavefnum

Mynd og heimildir:...