Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?

EMB

Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg.

Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum sem fundist hafa í Qumran hellunum við Dauðahafið. Rollan er talin hafa verið rituð á tímabilinu 300-100 fyrir Krist.

Áður en Ísraelsríki var stofnað réðu Bretar Palestínu og voru þá þrjú opinber tungumál í landinu: arabíska, hebreska og enska. Um og eftir stofnun Ísraelsríkis 1948 flúðu margir arabar landið og fjöldi Gyðinga streymdi þangað. Gyðingarnir komu víða að og höfðu hin ýmsu móðurmál í farteskinu, til dæmis þýsku, rússnesku og pólsku. Einnig höfðu margir þeirra jiddísku að móðurmáli, sem runnin er úr þýsku, eða ladino sem er ættað úr spænsku. Markvisst hefur verið unnið að því að koma hebresku á sem móðurmáli og er hún smám saman að verða móðurmál flestra Gyðinga í Ísrael.

Heimild:
  • Regional Surveys of the World: The Middle East and North Africa 2003, 49th edition, London/New York: Europa Publications.

Mynd:

Höfundur

Eyja Margrét Brynjarsdóttir

prófessor í heimspeki og hagnýtri siðfræði

Útgáfudagur

28.7.2003

Síðast uppfært

13.11.2018

Spyrjandi

Halldór Berg Harðarson, f. 1986

Tilvísun

EMB. „Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?“ Vísindavefurinn, 28. júlí 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3613.

EMB. (2003, 28. júlí). Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3613

EMB. „Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?“ Vísindavefurinn. 28. júl. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3613>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða tungumál, fyrir utan hebresku, tala Ísraelsmenn?
Hebreska er móðurmál langflestra Gyðinga í Ísrael, en þeir eru um 77% landsmanna. Stærsti minnihlutahópurinn er múslimar (15%) sem tala arabísku. Þetta hefur þó ekki alltaf verið á þennan veg.

Hebreska var töluð löngu fyrir Krist. Á myndinni sést brot úr rollu Isaiah (e. Isaiah scroll) sem er ein af rollunum sem fundist hafa í Qumran hellunum við Dauðahafið. Rollan er talin hafa verið rituð á tímabilinu 300-100 fyrir Krist.

Áður en Ísraelsríki var stofnað réðu Bretar Palestínu og voru þá þrjú opinber tungumál í landinu: arabíska, hebreska og enska. Um og eftir stofnun Ísraelsríkis 1948 flúðu margir arabar landið og fjöldi Gyðinga streymdi þangað. Gyðingarnir komu víða að og höfðu hin ýmsu móðurmál í farteskinu, til dæmis þýsku, rússnesku og pólsku. Einnig höfðu margir þeirra jiddísku að móðurmáli, sem runnin er úr þýsku, eða ladino sem er ættað úr spænsku. Markvisst hefur verið unnið að því að koma hebresku á sem móðurmáli og er hún smám saman að verða móðurmál flestra Gyðinga í Ísrael.

Heimild:
  • Regional Surveys of the World: The Middle East and North Africa 2003, 49th edition, London/New York: Europa Publications.

Mynd:...