Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er eins karats demantur þungur?

Eins karats demantur er 200 milligrömm. Punktakerfi er einnig notað til að lýsa þyngd demanta en einn punktur jafngildir 0,01 karati.

Þyngsti demantur sem hefur fundist var kallaður Cullinan. Hann fannst árið 1905 í Transvaal í Suður-Afríku og var 3.106 karöt eða rúm 600 grömm. Demanturinn var síðar skorinn niður í níu stærri og um 100 minni steina. Þeir stærri eru hluti af krúndjásnum bresku konungsfjölskyldunnar.

Demantur er eitt þriggja forma kolefnis; hin tvö eru grafít og knattkol. Demantar eru harðasta náttúrulega efnið, með 10 á svonefndum Mohs-kvarða. Til gamans má geta að grafít situr nálægt botni Mohs-kvarðans með hörkuna 1,5.

Ekki má rugla saman karötum gulls og demanta, en nánar má lesa um hvað karatatala gulls þýðir með því að smella á efnisorðin hér neðst á síðunni.

Heimildir og frekara lesefni:

Útgáfudagur

30.7.2003

Spyrjandi

Heiða Stefánsdóttir

Höfundur

háskólanemi og starfsmaður Vísindavefsins

Tilvísun

EÖÞ. „Hvað er eins karats demantur þungur?“ Vísindavefurinn, 30. júlí 2003. Sótt 21. febrúar 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3620.

EÖÞ. (2003, 30. júlí). Hvað er eins karats demantur þungur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3620

EÖÞ. „Hvað er eins karats demantur þungur?“ Vísindavefurinn. 30. júl. 2003. Vefsíða. 21. feb. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3620>.

Chicago | APA | MLA

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Guðrún Sævarsdóttir

1971

Guðrún Sævarsdóttir er dósent í verkfræði við Tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Hún stundar rannsóknir á þremur fræðasviðum orkumála. Rannsóknirnar hafa allar það markmið að bæta orkunýtingu og minnka orkusóun frá mannlegri starfsemi.