Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Af hverju bítur mýflugan?

Jón S. Ólafsson

Upphafleg spurning var sem hér segir:
Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?
Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tvívængja (Diptera) sem hafa langa þráðlaga fálmara, eru oft með mjóan búk og flestar smáar. Í þessum undirættbálki eru meðal annars moskítóflugur (Culicidae), rykmý, bitmý, hrossaflugur, sveppamý og fleiri.

Hérlendis eru án efa tvær ættir mýflugna þekktastar, rykmý og bitmý. Bitmý gengur reyndar undir nokkrum nöfnum, til dæmis bitmý, bitvargur og vargur. Til eru fjórar tegundir á Íslandi af bitmýi, en aðeins ein þeirra sýgur blóð úr spendýrum, að meðtöldum mönnum. Mestan hluta lífsferilsins eyðir bitmýið sem lirfa á botni straumvatna. Þar festa lirfurnar sig við undirlagið og fanga og éta það sem rekur ofar úr vatnakerfinu. Því er mergð bitmýs jafnan mest þar sem mest magn lífrænna agna flýtur um, eins og við útfall frjósamra stöðuvatna, til dæmis efst í Elliðaánum eða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Lífsferill bitmýsins getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í eitt ár. Fljótlega eftir mökun verpa flugurnar og eru eggin fullþroskuð þegar kvenflugan skríður úr púpunni.

Af hverju bítur mýbitið?

Það eru einungis kvenflugurnar sem bíta og þær gera það eftir að þær hafa verpt í fyrsta skipti. Þá þurfa þær orku til að mynda fleiri egg. Eftir fyrsta varp eru þær um það bil helmingur til 2/3 af upprunalegri þyngd, með grannan búk og geta flogið langar leiðir, oft 10 til 20 km í leit að spendýri til að sjúga blóð. Orku til flugsins fá þær úr blómasykri, en fullorðin karldýr fá alla sína orku úr blómasykri. Til að leita uppi spendýrið laðast þær að koltvísýringi, sem skýrir hví þær sækja til að mynda í andlit manna.

Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar?

Á Íslandi flýgur bitvargurinn á vorin, á Suðurlandi í maí og á Norðurlandi í júníbyrjun. Ef mikið er af lífrænu reki sem lirfurnar geta nýtt sér flýgur önnur kynslóð í júlí til september og hugsanlega eru þrjár kynslóðir í sumum ám á Suðvesturlandi. Bestu skilyrði til þess að bitmýið fljúgi eru hægviðri, hlýindi og mikill raki, til dæmis eftir skúr.

Af hverju virðast flugurnar bíta suma en ekki aðra?

Þessu verður ekki svarað hér nema á þá lund, að líklegt er að flugurnar fari ekki svo mjög í manngreinarálit sem margir vilja ætla, heldur sé það ónæmissvörun okkar eftir að flugan hefur lokið sér af sem greinir menn í sundur.

Eru fræðirit sem ég get flett í?

Það er til mikill fjöldi greina og jafnvel heilar bækur um flugur þessar, því ekki má gleyma mikilvægi þeirra í lífkeðju straumvatna þar sem bæði fuglar og fiskar nýta sér bitmýið til vaxtar og viðhalds. Af innlendum heimildum um bitmý má nefna kafla í eftirtöldum bókum þar sem fjallað er um bitmý ásamt öðrum vatnaskordýrum:
  • Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson (ritstj.), Náttúra Mývatns. Hið íslenska náttúrufræðifélag, 1991.
  • Helgi Hallgrímsson, Veröldin í vatninu. Námsgagnastofnun, 1990.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson (ritstj.), Pöddur. Rit Landverndar nr. 9, 1989.
  • Jón Ingi Ágústsson, Veiðiflugur Íslands. Reykholt, 1997.

Höfundur

sérfræðingur við Líffræðistofnun HÍ

Útgáfudagur

25.4.2000

Spyrjandi

Axel Sölvason

Tilvísun

Jón S. Ólafsson. „Af hverju bítur mýflugan?“ Vísindavefurinn, 25. apríl 2000. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=365.

Jón S. Ólafsson. (2000, 25. apríl). Af hverju bítur mýflugan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=365

Jón S. Ólafsson. „Af hverju bítur mýflugan?“ Vísindavefurinn. 25. apr. 2000. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=365>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju bítur mýflugan?
Upphafleg spurning var sem hér segir:

Af hverju bítur mýbit (mýfluga), og af hverju stundum eða sumt? Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar? Eru fræðirit sem ég get flett upp í?
Fyrst er rétt að gera grein fyrir hvaða flugur eru flokkaðar sem mýflugur. Mýflugur eru undirættbálkur (Nematocera) í ættbálki tvívængja (Diptera) sem hafa langa þráðlaga fálmara, eru oft með mjóan búk og flestar smáar. Í þessum undirættbálki eru meðal annars moskítóflugur (Culicidae), rykmý, bitmý, hrossaflugur, sveppamý og fleiri.

Hérlendis eru án efa tvær ættir mýflugna þekktastar, rykmý og bitmý. Bitmý gengur reyndar undir nokkrum nöfnum, til dæmis bitmý, bitvargur og vargur. Til eru fjórar tegundir á Íslandi af bitmýi, en aðeins ein þeirra sýgur blóð úr spendýrum, að meðtöldum mönnum. Mestan hluta lífsferilsins eyðir bitmýið sem lirfa á botni straumvatna. Þar festa lirfurnar sig við undirlagið og fanga og éta það sem rekur ofar úr vatnakerfinu. Því er mergð bitmýs jafnan mest þar sem mest magn lífrænna agna flýtur um, eins og við útfall frjósamra stöðuvatna, til dæmis efst í Elliðaánum eða í Laxá í Suður-Þingeyjarsýslu. Lífsferill bitmýsins getur tekið allt frá nokkrum vikum upp í eitt ár. Fljótlega eftir mökun verpa flugurnar og eru eggin fullþroskuð þegar kvenflugan skríður úr púpunni.

Af hverju bítur mýbitið?

Það eru einungis kvenflugurnar sem bíta og þær gera það eftir að þær hafa verpt í fyrsta skipti. Þá þurfa þær orku til að mynda fleiri egg. Eftir fyrsta varp eru þær um það bil helmingur til 2/3 af upprunalegri þyngd, með grannan búk og geta flogið langar leiðir, oft 10 til 20 km í leit að spendýri til að sjúga blóð. Orku til flugsins fá þær úr blómasykri, en fullorðin karldýr fá alla sína orku úr blómasykri. Til að leita uppi spendýrið laðast þær að koltvísýringi, sem skýrir hví þær sækja til að mynda í andlit manna.

Er einhver viss árstími sem flugan bítur frekar?

Á Íslandi flýgur bitvargurinn á vorin, á Suðurlandi í maí og á Norðurlandi í júníbyrjun. Ef mikið er af lífrænu reki sem lirfurnar geta nýtt sér flýgur önnur kynslóð í júlí til september og hugsanlega eru þrjár kynslóðir í sumum ám á Suðvesturlandi. Bestu skilyrði til þess að bitmýið fljúgi eru hægviðri, hlýindi og mikill raki, til dæmis eftir skúr.

Af hverju virðast flugurnar bíta suma en ekki aðra?

Þessu verður ekki svarað hér nema á þá lund, að líklegt er að flugurnar fari ekki svo mjög í manngreinarálit sem margir vilja ætla, heldur sé það ónæmissvörun okkar eftir að flugan hefur lokið sér af sem greinir menn í sundur.

Eru fræðirit sem ég get flett í?

Það er til mikill fjöldi greina og jafnvel heilar bækur um flugur þessar, því ekki má gleyma mikilvægi þeirra í lífkeðju straumvatna þar sem bæði fuglar og fiskar nýta sér bitmýið til vaxtar og viðhalds. Af innlendum heimildum um bitmý má nefna kafla í eftirtöldum bókum þar sem fjallað er um bitmý ásamt öðrum vatnaskordýrum:
  • Arnþór Garðarsson og Árni Einarsson (ritstj.), Náttúra Mývatns. Hið íslenska náttúrufræðifélag, 1991.
  • Helgi Hallgrímsson, Veröldin í vatninu. Námsgagnastofnun, 1990.
  • Hrefna Sigurjónsdóttir og Árni Einarsson (ritstj.), Pöddur. Rit Landverndar nr. 9, 1989.
  • Jón Ingi Ágústsson, Veiðiflugur Íslands. Reykholt, 1997.
...