Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:16 • sest 18:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:07 • Sest 02:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:58 • Síðdegis: 22:28 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?

Unnar Árnason

Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í haust“, samanber skýringuna „gæla við að gera e-ð“ eins og stendur í Íslensku orðabókinni. Þágufallið, „að spá í e-u“, á því kannski betur við þegar umhugsunarefnið er hlutur eða hugtak, til dæmis „ég er mikið að spá í leyndardómum alheimsins“; „leiða hugann að e-u“ er útskýringin í orðabókinni.

Auðvitað gengur einnig að segja „ég er að spá í því að fara í nám í haust“ (þágufall) og „ég er mikið að spá í leyndardóma alheimsins“ (þolfall), svo að ekki er hægt að setja fram neina ófrávíkjanlega reglu um notkun þolfalls eða þágufalls. Fast er þó að nota þolfall í ákveðnu samhengi. Eins og Megas söng, „Spáðu í mig / þá mun ég spá í þig“, tekur orðasambandið að "spá í" með sér þolfall í íslensku (óformlegu) máli þegar það er notað um möguleg ástarkynni.

Formlega tekur orðalagið „að spá í“ með sér þolfall í merkingunni að lesa spá úr einhverju, „að spá í spil, bolla“ og svo framvegis. Líka má nefna orðalagið „að spá í eyðurnar“ í merkingunni að geta sér til um eitthvað sem ekki er ljóst. Þolfallið er því að öllum líkindum upprunalegra með „að spá í“ en enginn amast við þágufallinu í óformlegu máli, eftir því sem næst verður komist.

Heimild: Íslensk orðabók, 3. útg., ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

Höfundur

Unnar Árnason

bókmenntafræðingur

Útgáfudagur

14.8.2003

Spyrjandi

Ragnar Gylfason, f. 1985

Tilvísun

Unnar Árnason. „Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2003, sótt 14. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3654.

Unnar Árnason. (2003, 14. ágúst). Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3654

Unnar Árnason. „Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2003. Vefsíða. 14. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3654>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvort segir maður, „ég er að spá í því“ eða „ég er að spá í það“?
Í Íslenskri orðabók segir að hið „óformlega“ orðalag „að spá í“ geti bæði tekið með sér þolfall og þágufall og þar er ekki gerður greinarmunur á að spá í eitthvað og að spá í einhverju. Þolfallið, „að spá í e-ð“, virðist hljóma eðlilegar þegar um verknað er að ræða, til dæmis „ég er að spá í það að fara í nám í haust“, samanber skýringuna „gæla við að gera e-ð“ eins og stendur í Íslensku orðabókinni. Þágufallið, „að spá í e-u“, á því kannski betur við þegar umhugsunarefnið er hlutur eða hugtak, til dæmis „ég er mikið að spá í leyndardómum alheimsins“; „leiða hugann að e-u“ er útskýringin í orðabókinni.

Auðvitað gengur einnig að segja „ég er að spá í því að fara í nám í haust“ (þágufall) og „ég er mikið að spá í leyndardóma alheimsins“ (þolfall), svo að ekki er hægt að setja fram neina ófrávíkjanlega reglu um notkun þolfalls eða þágufalls. Fast er þó að nota þolfall í ákveðnu samhengi. Eins og Megas söng, „Spáðu í mig / þá mun ég spá í þig“, tekur orðasambandið að "spá í" með sér þolfall í íslensku (óformlegu) máli þegar það er notað um möguleg ástarkynni.

Formlega tekur orðalagið „að spá í“ með sér þolfall í merkingunni að lesa spá úr einhverju, „að spá í spil, bolla“ og svo framvegis. Líka má nefna orðalagið „að spá í eyðurnar“ í merkingunni að geta sér til um eitthvað sem ekki er ljóst. Þolfallið er því að öllum líkindum upprunalegra með „að spá í“ en enginn amast við þágufallinu í óformlegu máli, eftir því sem næst verður komist.

Heimild: Íslensk orðabók, 3. útg., ritstj. Mörður Árnason, Edda, Reykjavík 2002.

...