Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?

Guðrún Kvaran

Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanlega er sótt til annarra sambanda þar sem lýsingarorðið er notað. Hvínandi og logandi eru einnig áhersluorð í þessu sambandi. Annað dæmi um grænn sem áhersluorð er að hafa ekki grænan grun um eitthvað. Meðal annarra orðasambanda með grænn má nefna:

 • Vera á grænni grein 'vera vel staddur' sem komið er úr dönsku 'komme på den grønne gren'.
 • Eiga ekki grænan eyri 'vera algerlega peningalaus'. Að baki liggur að smámynt var slegin úr kopar og á hann féll smám saman spanskgræna þannig að myntin varð grænleit. Svipað orðasamband er til í dönsku, have ikke en rød øre.
 • Sofa/liggja á sínu græna eyra er fengið úr dönsku sove/ligge på sit grønne øre.
 • Fá grænt ljós til e-s 'fá leyfi til e-s' er bæði til í dönsku og ensku, få grønt lys og give sombody the green light. Þetta á að sjálfsögðu rætur að rekja til umferðarljósanna.
 • Gera hosur sínar grænar fyrir e-m 'reyna að koma sér í mjúkinn hjá e-m' er fengið úr dönsku gøre sine hoser grønne for én. Hugsunin er að biðill krýpur frammi fyrir stúlkunni sinni og fær grasgrænu í buxurnar, enda gat orðið 'hosur' áður fyrr merkt 'buxur'.
 • Vera grænn 'vera óreyndur'er þekkt bæði í dönsku og þýsku, være grøn og grün sein. Merkingin er sótt til óþroskaðra ávaxta eða óþroskaðs grænmetis eins og til dæmis grænna tómata sem eiga eftir að þroskast betur. Einnig er talað um að vera grænn á bak við eyrun í sömu merkingu. Það er komið úr dönsku grøn bag øret.
 • Vera gulur og grænn af öfund er einnig erlent að uppruna. Það er til dæmis til í þýsku, sich grün und gelb ärgern, ensku green with envy og dönsku ærgre sig gul og grøn.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.8.2003

Spyrjandi

Solveig Jóhannsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2003. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=3658.

Guðrún Kvaran. (2003, 15. ágúst). Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3658

Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2003. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3658>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?
Allmörg orðasambönd eru til í íslensku þar sem orðið grænn er notað. Uppruninn er misjafn og alloft eru þau sótt til dönsku. Sum eru þó heimasmíðuð og er í grænum (hvínandi, logandi) hvelli eitt þeirra. Stunduð er látið nægja að segja í einum grænum og hvelli þá undanskilið. Þarna er grænn áhersluorð sem hugsanlega er sótt til annarra sambanda þar sem lýsingarorðið er notað. Hvínandi og logandi eru einnig áhersluorð í þessu sambandi. Annað dæmi um grænn sem áhersluorð er að hafa ekki grænan grun um eitthvað. Meðal annarra orðasambanda með grænn má nefna:

 • Vera á grænni grein 'vera vel staddur' sem komið er úr dönsku 'komme på den grønne gren'.
 • Eiga ekki grænan eyri 'vera algerlega peningalaus'. Að baki liggur að smámynt var slegin úr kopar og á hann féll smám saman spanskgræna þannig að myntin varð grænleit. Svipað orðasamband er til í dönsku, have ikke en rød øre.
 • Sofa/liggja á sínu græna eyra er fengið úr dönsku sove/ligge på sit grønne øre.
 • Fá grænt ljós til e-s 'fá leyfi til e-s' er bæði til í dönsku og ensku, få grønt lys og give sombody the green light. Þetta á að sjálfsögðu rætur að rekja til umferðarljósanna.
 • Gera hosur sínar grænar fyrir e-m 'reyna að koma sér í mjúkinn hjá e-m' er fengið úr dönsku gøre sine hoser grønne for én. Hugsunin er að biðill krýpur frammi fyrir stúlkunni sinni og fær grasgrænu í buxurnar, enda gat orðið 'hosur' áður fyrr merkt 'buxur'.
 • Vera grænn 'vera óreyndur'er þekkt bæði í dönsku og þýsku, være grøn og grün sein. Merkingin er sótt til óþroskaðra ávaxta eða óþroskaðs grænmetis eins og til dæmis grænna tómata sem eiga eftir að þroskast betur. Einnig er talað um að vera grænn á bak við eyrun í sömu merkingu. Það er komið úr dönsku grøn bag øret.
 • Vera gulur og grænn af öfund er einnig erlent að uppruna. Það er til dæmis til í þýsku, sich grün und gelb ärgern, ensku green with envy og dönsku ærgre sig gul og grøn.
...