- Vera á grænni grein 'vera vel staddur' sem komið er úr dönsku 'komme på den grønne gren'.
- Eiga ekki grænan eyri 'vera algerlega peningalaus'. Að baki liggur að smámynt var slegin úr kopar og á hann féll smám saman spanskgræna þannig að myntin varð grænleit. Svipað orðasamband er til í dönsku, have ikke en rød øre.
- Sofa/liggja á sínu græna eyra er fengið úr dönsku sove/ligge på sit grønne øre.
- Fá grænt ljós til e-s 'fá leyfi til e-s' er bæði til í dönsku og ensku, få grønt lys og give sombody the green light. Þetta á að sjálfsögðu rætur að rekja til umferðarljósanna.
- Gera hosur sínar grænar fyrir e-m 'reyna að koma sér í mjúkinn hjá e-m' er fengið úr dönsku gøre sine hoser grønne for én. Hugsunin er að biðill krýpur frammi fyrir stúlkunni sinni og fær grasgrænu í buxurnar, enda gat orðið 'hosur' áður fyrr merkt 'buxur'.
- Vera grænn 'vera óreyndur'er þekkt bæði í dönsku og þýsku, være grøn og grün sein. Merkingin er sótt til óþroskaðra ávaxta eða óþroskaðs grænmetis eins og til dæmis grænna tómata sem eiga eftir að þroskast betur. Einnig er talað um að vera grænn á bak við eyrun í sömu merkingu. Það er komið úr dönsku grøn bag øret.
- Vera gulur og grænn af öfund er einnig erlent að uppruna. Það er til dæmis til í þýsku, sich grün und gelb ärgern, ensku green with envy og dönsku ærgre sig gul og grøn.
Útgáfudagur
15.8.2003
Spyrjandi
Solveig Jóhannsdóttir
Tilvísun
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2003, sótt 4. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3658.
Guðrún Kvaran. (2003, 15. ágúst). Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3658
Guðrún Kvaran. „Hvaðan kemur græni liturinn í "einum grænum hvelli"?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2003. Vefsíða. 4. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3658>.