Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.”

Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til dönsku eru sótt samböndin að gefa e-m klapp á öxlina og að e-r fái koss og klapp en ekkert sambærilegt við að gefa gott klapp er notað þar. Aftur á móti er talað um að give nogen en klapsalve í sömu merkingu. Þar losna menn við þá tvíræðni sem spyrjandi hefur í huga því að 'klapsalve' þýðir 'lófatak'. Á ensku er til sambandið to give applause og to give someone a warm hand.

Að eyða leyfi er einnig ungt samband í íslensku og er vafalaust þýðing á enska sambandinu to spend holidays.

Ritstjóri bætir því við að þeir sem vilja ekki eyða leyfinu sínu í tómagang geta að sjálfsögðu varið því til góðra hluta í staðinn!

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

15.8.2003

Spyrjandi

Gunnar Bergmann

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?“ Vísindavefurinn, 15. ágúst 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3659.

Guðrún Kvaran. (2003, 15. ágúst). Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3659

Guðrún Kvaran. „Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?“ Vísindavefurinn. 15. ágú. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3659>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Er ekki hæpið að segja "gefa e-m gott klapp"? Hvað með að "eyða" leyfinu sínu?
Orðasambandið að gefa einhverjum gott klapp í merkingunni 'að klappa fyrir e-m' virðist vera fremur ungt í málinu. Áður var nær eingöngu notað að klappa fyrir e-m, til dæmis „Við skulum klappa fyrir Jóni.”

Að gefa einhverjum gott klapp er íslensk myndun þar sem hugsanlega er tekið mið af erlendri notkun. Til dönsku eru sótt samböndin að gefa e-m klapp á öxlina og að e-r fái koss og klapp en ekkert sambærilegt við að gefa gott klapp er notað þar. Aftur á móti er talað um að give nogen en klapsalve í sömu merkingu. Þar losna menn við þá tvíræðni sem spyrjandi hefur í huga því að 'klapsalve' þýðir 'lófatak'. Á ensku er til sambandið to give applause og to give someone a warm hand.

Að eyða leyfi er einnig ungt samband í íslensku og er vafalaust þýðing á enska sambandinu to spend holidays.

Ritstjóri bætir því við að þeir sem vilja ekki eyða leyfinu sínu í tómagang geta að sjálfsögðu varið því til góðra hluta í staðinn!

...