Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Við bendum lesendum á svar við spurningunni Hvers vegna poppar poppkorn?. Þar kemur meðal annars fram að það eru þrír eiginleikar poppmaísins sem gera það að verkum að hægt er að poppa hann: vatnið í korninu, sterkjan sem það inniheldur og harða hýðið utan um.
Allt eru þetta eiginleikar sem eru misjafnir frá einni maísbaun til annarar og því er skiljanlegt að þær poppi ekki allar í einu. Ein gæti til dæmis haft lítið vatn og óvenju sterkt hýði, og þess vegna þurft langan tíma í pottinum, en önnur innihaldið mikið vatn og því sprungið fyrr.
Einnig má gera ráð fyrir því að olían sé ekki jafnheit alls staðar í pottinum og það hefur síðan áhrif á tímann sem það tekur að hita hverja baun nægilega.
Mynd:Les Gifs de Serge.
EÖÞ. „Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?“ Vísindavefurinn, 18. ágúst 2003, sótt 9. september 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3663.
EÖÞ. (2003, 18. ágúst). Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3663
EÖÞ. „Þegar maður hellir poppbaunum í heita olíu hvers vegna springa þær ekki allar í einu?“ Vísindavefurinn. 18. ágú. 2003. Vefsíða. 9. sep. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3663>.