Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?

Sævar Helgi Bragason



Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Oríons og ákváðu að refsa honum. Þeir brugðu á það ráð að senda sporðdreka sem stakk hann í hælinn og drap. Síðan tók veiðigyðjan Artemis Óríon og sporðdrekann og setti hvorn á sitt himinhvelið til að halda þeim langt frá hvor öðrum. Sporðdrekinn beinir þó oddi sínum í átt til Óríons á himninum.

Stjörnumerkið Óríon sést vel á himninum. Það liggur beint suður af Ökumannsmerkinu, suðvestur af Nautinu og sést best frá Íslandi í desember og fram í febrúar. Margir telja að Óríon sé sama stjörnumerkið og fornmenn nefndu Aurvandil og sagt er frá í Snorra-Eddu. Aurvandill táknar þann sem ferðast um með björtu skini.

Neðst til hægri í Óríon er bláleita stjarnan Rígel, bjartasta stjarna merkisins. Hún er auðséð, 60 þúsund sinnum bjartari en sólin okkar, mun heitari og í 900 ljósára fjarlægð. Nafn stjörnunnar kemur úr arabísku og þýðir fótur en það hefur verið í notkun síðan á tíundu öld. Næst bjartasta stjarna merkisins er Betelgás, efst í vinstra horninu. Betelgás er rauður risi í um 400 ljósára fjarlægð og rétt um það bil 3000°C heit, en þó nógu stór til þess að ná út fyrir braut jarðar væri hún staðsett í miðju sólkerfisins. Betelgás er breytistjarna, en birtan er oftast við 0,5 birtustig og því er hún aðeins bjartari en Aldebaran í nautsmerkinu. Mintaka, ξ (ksí) Orionis, stjarnan í miðju Óríonbeltinu er einnig breytistjarna sem liggur mjög nærri miðbaug himins.



Í miðju merkisins eru þrjár stjörnur í beinni röð sem mynda belti Óríons. Þetta eru stjörnurnar Alnítak, Alnílam og Mintaka og hafa oft verið nefndar fjósakonurnar þrjár á íslensku. Úr belti Óríons hangir sverðið hans og í því er Sverðþokan fræga, M42. Stjörnurnar í sverði Óríons hafa oft verið nefndar fjósakarlarnir á íslensku.

Nokkuð er um tvístirni í stjörnumerkinu. Rígel hefur fylgistjörnu af birtustiginu 6,8 og er hún nógu fjarri Rígel til að sjást í sjónauka, þótt glampinn frá Rígel geri erfitt fyrir. Mintaka hefur einnig fylgistjörnu af birtustigi 6,3 sem auðvelt er að koma auga á. Hatysa, ι (jóta) Orionis, neðsta stjarnan í Óríonssverðinu, hefur fylgistjörnu af birtustigi 6,9.

σ (sigma) og θ (þeta) eru margstirni. θ, fyrir framan Sverðþokuna er í raun margar stjörnur sem kallast einu nafni Trapisan, vegna þess að uppröðun stjarnanna sem þar eru þykir minna á trapisu. Stjörnurnar í Trapisunni lýsa Sverðþokuna upp svo úr verður eitt fallegasta fyrirbæri himinsins. Þokan er sýnileg berum augum sem daufur þokublettur í miðju sverðinu.

M42 er ein þekktasta þoka sinnar gerðar. Hún er í raun aðeins bjartasti hluti mikils efnismassa, skýs, sem þekur næstum allt merkið. Þetta ský er því mjög stórt og þar myndast nýjar stjörnur í meira en 1000 ljósára fjarlægð. Mun daufari hlutar þokunnar eru til dæmis Hesthöfuðþokan og Barnard 33.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.
  • Mynd af M42 hjá Hubblesite.org

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

19.8.2003

Spyrjandi

Ólafur Jóhannesson

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2003, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3664.

Sævar Helgi Bragason. (2003, 19. ágúst). Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3664

Sævar Helgi Bragason. „Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2003. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3664>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um stjörnumerkið Óríon?


Stjörnumerkið Óríon er að margra mati meðal fegurstu stjörnumerkja himinsins. Í goðafræðinni var Óríon veiðimaðurinn mikli, sonur Póseidons og Eruyale drottningar. Hann stærði sig af því að geta drepið hvaða skepnu sem var á og var hreykinn af sjálfum sér. Það kom að því að guðirnir fengu nóg af stærilæti Oríons og ákváðu að refsa honum. Þeir brugðu á það ráð að senda sporðdreka sem stakk hann í hælinn og drap. Síðan tók veiðigyðjan Artemis Óríon og sporðdrekann og setti hvorn á sitt himinhvelið til að halda þeim langt frá hvor öðrum. Sporðdrekinn beinir þó oddi sínum í átt til Óríons á himninum.

Stjörnumerkið Óríon sést vel á himninum. Það liggur beint suður af Ökumannsmerkinu, suðvestur af Nautinu og sést best frá Íslandi í desember og fram í febrúar. Margir telja að Óríon sé sama stjörnumerkið og fornmenn nefndu Aurvandil og sagt er frá í Snorra-Eddu. Aurvandill táknar þann sem ferðast um með björtu skini.

Neðst til hægri í Óríon er bláleita stjarnan Rígel, bjartasta stjarna merkisins. Hún er auðséð, 60 þúsund sinnum bjartari en sólin okkar, mun heitari og í 900 ljósára fjarlægð. Nafn stjörnunnar kemur úr arabísku og þýðir fótur en það hefur verið í notkun síðan á tíundu öld. Næst bjartasta stjarna merkisins er Betelgás, efst í vinstra horninu. Betelgás er rauður risi í um 400 ljósára fjarlægð og rétt um það bil 3000°C heit, en þó nógu stór til þess að ná út fyrir braut jarðar væri hún staðsett í miðju sólkerfisins. Betelgás er breytistjarna, en birtan er oftast við 0,5 birtustig og því er hún aðeins bjartari en Aldebaran í nautsmerkinu. Mintaka, ξ (ksí) Orionis, stjarnan í miðju Óríonbeltinu er einnig breytistjarna sem liggur mjög nærri miðbaug himins.



Í miðju merkisins eru þrjár stjörnur í beinni röð sem mynda belti Óríons. Þetta eru stjörnurnar Alnítak, Alnílam og Mintaka og hafa oft verið nefndar fjósakonurnar þrjár á íslensku. Úr belti Óríons hangir sverðið hans og í því er Sverðþokan fræga, M42. Stjörnurnar í sverði Óríons hafa oft verið nefndar fjósakarlarnir á íslensku.

Nokkuð er um tvístirni í stjörnumerkinu. Rígel hefur fylgistjörnu af birtustiginu 6,8 og er hún nógu fjarri Rígel til að sjást í sjónauka, þótt glampinn frá Rígel geri erfitt fyrir. Mintaka hefur einnig fylgistjörnu af birtustigi 6,3 sem auðvelt er að koma auga á. Hatysa, ι (jóta) Orionis, neðsta stjarnan í Óríonssverðinu, hefur fylgistjörnu af birtustigi 6,9.

σ (sigma) og θ (þeta) eru margstirni. θ, fyrir framan Sverðþokuna er í raun margar stjörnur sem kallast einu nafni Trapisan, vegna þess að uppröðun stjarnanna sem þar eru þykir minna á trapisu. Stjörnurnar í Trapisunni lýsa Sverðþokuna upp svo úr verður eitt fallegasta fyrirbæri himinsins. Þokan er sýnileg berum augum sem daufur þokublettur í miðju sverðinu.

M42 er ein þekktasta þoka sinnar gerðar. Hún er í raun aðeins bjartasti hluti mikils efnismassa, skýs, sem þekur næstum allt merkið. Þetta ský er því mjög stórt og þar myndast nýjar stjörnur í meira en 1000 ljósára fjarlægð. Mun daufari hlutar þokunnar eru til dæmis Hesthöfuðþokan og Barnard 33.

Heimildir:
  • Moore, Patrick og Tirion, Wil. Cambridge Guide to Stars and Planets. Cambridge University Press, Cambridge, Bretland, 1997.
  • Discovery Channel Handbook. Night Sky. Discovery Books, New York, Bandaríkin, 1999.
  • Mynd af M42 hjá Hubblesite.org
...