Sólin Sólin Rís 08:44 • sest 18:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 22:50 • Sest 09:10 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:04 • Síðdegis: 20:22 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:00 • Síðdegis: 14:18 í Reykjavík

Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?

Þórana Elín Dietz

Hér er einnig svarað spurningunni:
Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík?

Grunnupplýsingar

Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sambíu og Malaví að vestan. Mósambík öðlaðist sjálfstæði frá Portúgal árið 1975. Landið er 801.590 ferkílómetrar að stærð, höfuðborgin, sem jafnframt er stærsta borg landsins, heitir Mapútó. Íbúafjöldi er ríflega 15,7 milljónir (samkvæmt síðasta manntali frá árinu 1997) og portúgalska er opinbert tungumál. Til helstu trúarbragða teljast trú af afrískum uppruna, kristni og íslam.




Saga Mósambík

Fyrstu rituðu heimildirnar um Mósambík má rekja aftur til 10. aldar. Í þeim minnist arabíski ferðalangurinn og sagnaritarinn al-Mas’udi á bæinn Sofala, sem var staðsettur suður af nútímahafnarborginni Beira. Löngu fyrir þann tíma, eða á 3. öld, fluttist bantúmælandi fólk frá Mið-Afríku til svæðisins þar sem Mósambík er í dag og hóf ræktun og hjarðmennsku. Fljótlega varð samfélagsmótunin örari og á 10. öld voru íbúar svæðisins orðnir mikilvægir þátttakendur í verslunarkerfi álfunnar.

Næstu aldirnar tóku kaupmenn að flykkjast sjóleiðina til Mósambíkur hvaðanæva að, til dæmis frá Norðaustur-Afríku og seinna frá Mið-Austurlöndum og Asíu. Hafnir risu meðfram strandlengjunni, þeirra á meðal við Sofala, og Mósambík varð miðstöð gullverslunar í Afríku. Hafnarborgirnar voru undir miklum arabískum áhrifum og verslun fór aðallega fram á svahílí, bantúmáli sem er ríkt af arabískum orðum.

Þetta var sú Mósambík sem heilsaði landkönnuðinum Vasco da Gama (um 1460-1524) árið 1498. Hans helsta markmið var að finna heppilega viðkomustaði fyrir sæfara á leiðinni frá Portúgal til Indlands, markmið sem leiddi til árekstra hans við arabíska kaupmenn, en blómleg viðskipti með gull og fílabein á svæðinu urðu til þess að Portúgalir kusu að yfirstíga slík ágreiningsmál. Um miðja 17. öld voru þrælar orðnir hluti af verslunarvarningnum og Portúgalir byrjaðir að taka yfir stjórn landsins af miklu kappi.

Snemma á 20. öldinni varð ljóst að í stað þess að veita íbúum landsins aðstoð, fluttu Portúgalir úr landi allar mögulegar auðlindir. Mannafl var til dæmis leigt til nágrannalanda Mósambíkur, einkum Suður-Afríku og Ródesíu (núverandi Simbabve). Fyrir þessar sakir skorti Mósambík stóran hluta vinnuafls síns, eftir urðu mest megnis konur, börn og eldra fólk. Enn fleiri karlmenn hurfu frá landinu eftir að fasistaleiðtoginn António Salazar (1889-1970) tók við völdum í Portúgal árið 1932 og gerði slæm vinnuskilyrði í Mósambík enn verri. Allir karlmenn, 15 ára og eldri, urðu að vinna á plantekrum hálft árið og voru oft hafðir í hlekkjum. Hafin var sértæk framleiðsla á afurðum eins og bómull og hrísgjónum sem olli miklum skorti á mætvælum og mikilli hungursneyð í mörg ár á eftir.

Ekki bætti ástandið að Portúgalir lögðu ekkert til félagslegrar uppbyggingar landsins og af þeim fáu skólum og sjúkrahúsum sem reist voru, voru flest þeirra staðsett í borgum og bæjum sem ætlaðir voru Portúgölum og öðru hvítu eða háttsettu fólki.

Árið 1960 urðu þáttaskil í Mósambík þegar portúgalskir hermenn hófu skothríð á friðsama mótmælendur gegn sköttum, með þeim afleiðingum að um 600 manns lágu í valnum. Í kjölfarið var marxíska sjálfstæðishreyfingin Frelimo (Frente de Libertação de Moçambique) stofnuð árið 1962, undir stjórn Eduardo Mondlane. Markmið hreyfingarinnar var að leysa Mósambík alfarið undan stjórn Portúgala. Stríð skall á sem entist í yfir tíu ár, allt til ársins 1974 þegar fasistastjórninni í Portúgal var steypt af stóli og lýðveldið Mósambík í framhaldinu stofnað þann 25. júní árið 1975.



Fáni Mósambíkur

Eftir að Portúgalir hurfu á braut, nánast á einni nóttu, ríkti mikil upplausn í Mósambík. Fáir voru undir það búnir að fylla í skörð þeirra embættismanna sem farnir voru og innviðir landsins stóðu á veikum fótum. Innan skamms hrundi efnahagskerfið og Frelimo þurfti að snúa sér til Sovétríkjanna og Austur-Þýskalands í leit eftir aðstoð.

Snemma á níunda áratugnum var landið á barmi gjaldþrots. Peningar voru einskis virði og búðir tómar. Í ofanálag jókst spennan á milli Mósambíkur og Suður-Afríku og Ródesíu. Það sem fylgdi þessum átökum hefur yfirleitt verið lýst sem borgarastyrjöld, en mitt í átökunum var skæruliðahreyfingin Renamo (Resistência Nacional Moçambicana) stofnuð, studd af yfirvöldum í Suður-Afríku. Helsta markmið hennar var að eyðileggja félagslega innviði landsins og að endingu velta hinni marxísku stjórn úr sessi. Árið 1983 komu þurrkar og örbirgð í kjölfarið Mósambík á kné. Renamo réðst á matvælasendingar og brenndi korngeymslur. Frelimo lét að lokum undan mikilli pressu og hóf að taka við aðstoð frá Vesturlöndum.

Samband Mósambíkur við Suður-Afríku hefur lagast í dag eftir að Frelimo lagði marxíska hugmyndafræði sína til hliðar, og Frelimo og Renamo undirrituðu friðarsamkomulag árið 1992. Forsetakosningar 1994 þóttu ganga vonum framar og lauk þeim með sigri Joaquim Chissano. Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað í Mósambík síðan þá, þrátt fyrir að jarðsprengjur, þurrkar og fellibyljir haldi áfram að hrjá landið, sem enn er eitt það fátækasta í heimi.

Menning Mósambík

Menning í Mósambík er fjölbreytt og lifandi, þar sem ólík tungumál og trú setja svip sinn á mannlífið. Þar eru um 16 þjóðernishópar sem mynda litríkan samruna við portúgalska, arabíska og asíska menningu. Portúgalska er opinbert tungumál Mósambík en meirihluti íbúanna talar tungumál sem telst til níger-kongótungumálaflokksins, svokölluð bantúmál sem ríkjandi eru í Mið- og Suður-Afríku. Innan þessa hóps eru Makua-Lomwe, Tsonga og Shona útbreiddust, en í Mósambík er að finna afar mikinn fjölbreytileika í tungumálum og menningu.

Samfélagsgerð þjóðernishópa í Mósambík er breytileg, eins og áður segir. Einkenni menningar í norðurhluta landsins er til að mynda ættrakning í kvenlegg, meðan íbúar í Suður-Mósambík rekja ættir sínar í karllegg. Í miðhluta landsins þekkjast hins vegar báðar hefðirnar. Þessir hópar eru langt í frá einangraðir, heldur eru giftingar þeirra á milli algengar og lítið um erjur.

Í riti Þróunarsamvinnustofnunnar Íslands um Mósambík frá árinu 2001, kemur fram að samkvæmt síðustu manntalsskráningu aðhyllist um tveir fimmtu hlutar íbúa landsins trúarbrögð af afrískum uppruna. Þar kemur einnig fram að tæplega fjórðungur landsmanna sé katólskrar trúar, tíundi hver íbúi sé mótmælandi eða tilheyri öðrum kristnum trúarhópi, og tæplega fimmti hver íbúi sé múslimi.

Enn gætir mikilla portúgalskra og arabískra áhrifa meðfram strandlengju Mósambík, sérstaklega á Ilha de Moçambique, Inhambane, Quelimane og Angoche. Byggingarstílinn spannar svið allt frá svahílí til Art Deco. Arkitektúr moskanna, hallanna og kirknanna í mósambískum borgum og bæjum er áberandi og verkur jafnan áhuga ferðamanna. Að auki setja líflegir markaðir, fallegar strendur og kóralrif mikinn svip á mannlíf í Mósambík.

Í dag eru margir af eftirsóttustu listmunum Afríku búnir til í Mósambík, sér í lagi er það Makondefólkið sem er þekkt fyrir skúlptúrgerð sína sem fylgir aldagömlum hefðum. Myndhöggvarar og málarar á borð við Malangatana Valente Ngwenya (1936-1994) og Alberto Chissano (1935-1994) eru heimsþekktir fyrir verk sín. Þá er Mósambík einnig þekkt fyrir veggmyndir sem til að mynda prýða margar byggingar í Mapútó. Sú stærsta og frægasta er í grennd við flugvöllinn og er litlir 95 metrar á lengd, en henni er ætlað að segja frá og sýna sögu byltingarinnar.

Ef allt er dregið saman er óhætt að fullyrða að menning Mósambík eigi sér djúpar og merkilegar rætur í sögu sem hægt er að rekja aftur um margar aldir. Í henni er að finna mörg og ólík áhrif sem hafa fléttast saman við menningu þeirra hópa sem fyrir voru í álfunni.

Heimildir og myndir:

Höfundur

meistaranemi í mannfræði við HÍ

Útgáfudagur

19.8.2003

Spyrjandi

Þuríður Björg, f. 1988
Eyjólfur Guðmundsson, f. 1988

Tilvísun

Þórana Elín Dietz. „Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?“ Vísindavefurinn, 19. ágúst 2003. Sótt 27. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3666.

Þórana Elín Dietz. (2003, 19. ágúst). Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3666

Þórana Elín Dietz. „Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?“ Vísindavefurinn. 19. ágú. 2003. Vefsíða. 27. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3666>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers konar menning er í Mósambík? Hver er saga landsins?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Hvenær lauk borgarastríðinu í Mósambík?

Grunnupplýsingar

Mósambík er sjálfstætt lýðveldi í Suðaustur-Afríku og liggur austurströnd þess að Indlandshafi. Landamæri Mósambíkur liggja að Tansaníu norðan megin, Suður-Afríku og Svasílandi sunnan og suðvestan megin, og að Simbabve, Sambíu og Malaví að vestan. Mósambík öðlaðist sjálfstæði frá Portúgal árið 1975. Landið er 801.590 ferkílómetrar að stærð, höfuðborgin, sem jafnframt er stærsta borg landsins, heitir Mapútó. Íbúafjöldi er ríflega 15,7 milljónir (samkvæmt síðasta manntali frá árinu 1997) og portúgalska er opinbert tungumál. Til helstu trúarbragða teljast trú af afrískum uppruna, kristni og íslam.




Saga Mósambík

Fyrstu rituðu heimildirnar um Mósambík má rekja aftur til 10. aldar. Í þeim minnist arabíski ferðalangurinn og sagnaritarinn al-Mas’udi á bæinn Sofala, sem var staðsettur suður af nútímahafnarborginni Beira. Löngu fyrir þann tíma, eða á 3. öld, fluttist bantúmælandi fólk frá Mið-Afríku til svæðisins þar sem Mósambík er í dag og hóf ræktun og hjarðmennsku. Fljótlega varð samfélagsmótunin örari og á 10. öld voru íbúar svæðisins orðnir mikilvægir þátttakendur í verslunarkerfi álfunnar.

Næstu aldirnar tóku kaupmenn að flykkjast sjóleiðina til Mósambíkur hvaðanæva að, til dæmis frá Norðaustur-Afríku og seinna frá Mið-Austurlöndum og Asíu. Hafnir risu meðfram strandlengjunni, þeirra á meðal við Sofala, og Mósambík varð miðstöð gullverslunar í Afríku. Hafnarborgirnar voru undir miklum arabískum áhrifum og verslun fór aðallega fram á svahílí, bantúmáli sem er ríkt af arabískum orðum.

Þetta var sú Mósambík sem heilsaði landkönnuðinum Vasco da Gama (um 1460-1524) árið 1498. Hans helsta markmið var að finna heppilega viðkomustaði fyrir sæfara á leiðinni frá Portúgal til Indlands, markmið sem leiddi til árekstra hans við arabíska kaupmenn, en blómleg viðskipti með gull og fílabein á svæðinu urðu til þess að Portúgalir kusu að yfirstíga slík ágreiningsmál. Um miðja 17. öld voru þrælar orðnir hluti af verslunarvarningnum og Portúgalir byrjaðir að taka yfir stjórn landsins af miklu kappi.

Snemma á 20. öldinni varð ljóst að í stað þess að veita íbúum landsins aðstoð, fluttu Portúgalir úr landi allar mögulegar auðlindir. Mannafl var til dæmis leigt til nágrannalanda Mósambíkur, einkum Suður-Afríku og Ródesíu (núverandi Simbabve). Fyrir þessar sakir skorti Mósambík stóran hluta vinnuafls síns, eftir urðu mest megnis konur, börn og eldra fólk. Enn fleiri karlmenn hurfu frá landinu eftir að fasistaleiðtoginn António Salazar (1889-1970) tók við völdum í Portúgal árið 1932 og gerði slæm vinnuskilyrði í Mósambík enn verri. Allir karlmenn, 15 ára og eldri, urðu að vinna á plantekrum hálft árið og voru oft hafðir í hlekkjum. Hafin var sértæk framleiðsla á afurðum eins og bómull og hrísgjónum sem olli miklum skorti á mætvælum og mikilli hungursneyð í mörg ár á eftir.

Ekki bætti ástandið að Portúgalir lögðu ekkert til félagslegrar uppbyggingar landsins og af þeim fáu skólum og sjúkrahúsum sem reist voru, voru flest þeirra staðsett í borgum og bæjum sem ætlaðir voru Portúgölum og öðru hvítu eða háttsettu fólki.

Árið 1960 urðu þáttaskil í Mósambík þegar portúgalskir hermenn hófu skothríð á friðsama mótmælendur gegn sköttum, með þeim afleiðingum að um 600 manns lágu í valnum. Í kjölfarið var marxíska sjálfstæðishreyfingin Frelimo (Frente de Libertação de Moçambique) stofnuð árið 1962, undir stjórn Eduardo Mondlane. Markmið hreyfingarinnar var að leysa Mósambík alfarið undan stjórn Portúgala. Stríð skall á sem entist í yfir tíu ár, allt til ársins 1974 þegar fasistastjórninni í Portúgal var steypt af stóli og lýðveldið Mósambík í framhaldinu stofnað þann 25. júní árið 1975.



Fáni Mósambíkur

Eftir að Portúgalir hurfu á braut, nánast á einni nóttu, ríkti mikil upplausn í Mósambík. Fáir voru undir það búnir að fylla í skörð þeirra embættismanna sem farnir voru og innviðir landsins stóðu á veikum fótum. Innan skamms hrundi efnahagskerfið og Frelimo þurfti að snúa sér til Sovétríkjanna og Austur-Þýskalands í leit eftir aðstoð.

Snemma á níunda áratugnum var landið á barmi gjaldþrots. Peningar voru einskis virði og búðir tómar. Í ofanálag jókst spennan á milli Mósambíkur og Suður-Afríku og Ródesíu. Það sem fylgdi þessum átökum hefur yfirleitt verið lýst sem borgarastyrjöld, en mitt í átökunum var skæruliðahreyfingin Renamo (Resistência Nacional Moçambicana) stofnuð, studd af yfirvöldum í Suður-Afríku. Helsta markmið hennar var að eyðileggja félagslega innviði landsins og að endingu velta hinni marxísku stjórn úr sessi. Árið 1983 komu þurrkar og örbirgð í kjölfarið Mósambík á kné. Renamo réðst á matvælasendingar og brenndi korngeymslur. Frelimo lét að lokum undan mikilli pressu og hóf að taka við aðstoð frá Vesturlöndum.

Samband Mósambíkur við Suður-Afríku hefur lagast í dag eftir að Frelimo lagði marxíska hugmyndafræði sína til hliðar, og Frelimo og Renamo undirrituðu friðarsamkomulag árið 1992. Forsetakosningar 1994 þóttu ganga vonum framar og lauk þeim með sigri Joaquim Chissano. Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað í Mósambík síðan þá, þrátt fyrir að jarðsprengjur, þurrkar og fellibyljir haldi áfram að hrjá landið, sem enn er eitt það fátækasta í heimi.

Menning Mósambík

Menning í Mósambík er fjölbreytt og lifandi, þar sem ólík tungumál og trú setja svip sinn á mannlífið. Þar eru um 16 þjóðernishópar sem mynda litríkan samruna við portúgalska, arabíska og asíska menningu. Portúgalska er opinbert tungumál Mósambík en meirihluti íbúanna talar tungumál sem telst til níger-kongótungumálaflokksins, svokölluð bantúmál sem ríkjandi eru í Mið- og Suður-Afríku. Innan þessa hóps eru Makua-Lomwe, Tsonga og Shona útbreiddust, en í Mósambík er að finna afar mikinn fjölbreytileika í tungumálum og menningu.

Samfélagsgerð þjóðernishópa í Mósambík er breytileg, eins og áður segir. Einkenni menningar í norðurhluta landsins er til að mynda ættrakning í kvenlegg, meðan íbúar í Suður-Mósambík rekja ættir sínar í karllegg. Í miðhluta landsins þekkjast hins vegar báðar hefðirnar. Þessir hópar eru langt í frá einangraðir, heldur eru giftingar þeirra á milli algengar og lítið um erjur.

Í riti Þróunarsamvinnustofnunnar Íslands um Mósambík frá árinu 2001, kemur fram að samkvæmt síðustu manntalsskráningu aðhyllist um tveir fimmtu hlutar íbúa landsins trúarbrögð af afrískum uppruna. Þar kemur einnig fram að tæplega fjórðungur landsmanna sé katólskrar trúar, tíundi hver íbúi sé mótmælandi eða tilheyri öðrum kristnum trúarhópi, og tæplega fimmti hver íbúi sé múslimi.

Enn gætir mikilla portúgalskra og arabískra áhrifa meðfram strandlengju Mósambík, sérstaklega á Ilha de Moçambique, Inhambane, Quelimane og Angoche. Byggingarstílinn spannar svið allt frá svahílí til Art Deco. Arkitektúr moskanna, hallanna og kirknanna í mósambískum borgum og bæjum er áberandi og verkur jafnan áhuga ferðamanna. Að auki setja líflegir markaðir, fallegar strendur og kóralrif mikinn svip á mannlíf í Mósambík.

Í dag eru margir af eftirsóttustu listmunum Afríku búnir til í Mósambík, sér í lagi er það Makondefólkið sem er þekkt fyrir skúlptúrgerð sína sem fylgir aldagömlum hefðum. Myndhöggvarar og málarar á borð við Malangatana Valente Ngwenya (1936-1994) og Alberto Chissano (1935-1994) eru heimsþekktir fyrir verk sín. Þá er Mósambík einnig þekkt fyrir veggmyndir sem til að mynda prýða margar byggingar í Mapútó. Sú stærsta og frægasta er í grennd við flugvöllinn og er litlir 95 metrar á lengd, en henni er ætlað að segja frá og sýna sögu byltingarinnar.

Ef allt er dregið saman er óhætt að fullyrða að menning Mósambík eigi sér djúpar og merkilegar rætur í sögu sem hægt er að rekja aftur um margar aldir. Í henni er að finna mörg og ólík áhrif sem hafa fléttast saman við menningu þeirra hópa sem fyrir voru í álfunni.

Heimildir og myndir:

...