Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?

Jón Gunnar Þorsteinsson

Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt var að tré og steinar hreyfðu sig eftir leik hans.Forn rómversk mósaíkmynd af Orfeifi að leika fyrir villidýr.

Orfeifur sigldi með Jasoni og Argóarförum til Kolkis að sækja gullna reyfið. Þar svæfði hann drekann sem gætti reyfisins með hljóðfæraleik.

Eftir förina til Kolkis settist Orfeifur að í helli í Þrakíu og kvæntist Evrydíku. Sonur Apollons, Aristeus að nafni, sem meðal annars átti að hafa kennt Grikkjum að rækta býflugur, varð ástfanginn af henni en hún vildi ekki þýðast hann. Eitt sinn þegar hún flýði undan býflugnabóndanum var hún bitin af höggormi og dó. Systur Evrydíku refsuðu Aristeusi fyrir lostann með því að drepa býflugurnar hans. Í fjórða þætti Búnaðarbálks (Georgica) Virgils segir frá því þegar Aristeus fær aftur býflugur sínar.

Orfeifur fór niður í Hadesarheim til að endurheimta konu sína. Í undirheimum töfraði hann meðal annars ferjumanninn Karon, hundinn Kerberos og undirheimaguðinn Hades með hljóðfæraleik. Hades leyfði Evrydíku að fylgja Orfeifi aftur upp á yfirborð jarðar en setti eitt skilyrði fyrir lausn hennar: Orfeifur mátti ekki líta aftur fyrr en hann væri kominn upp í sólarljósið. Evrydíka fylgi manni sínum upp til jarðar en þegar Orfeifur nálgaðist jörðina var hann yfirbugaður af ást og leit aftur. Þá glataði hann Evrydíku að eilífu.

Eftir þetta virðist Orfeifur hafa fengið óbeit á kvenfólki og samkvæmt sumum sögnum á hann að hafa gerst boðberi samkynhneigðra ásta í Þrakíu. Þar fór hann fyrir hópi karlmanna sem litu á hann sem æðstaprest. Vínguðinn Díonysos lét Bakkynjur sínar refsa Orfeifi og öðrum karlmönnum á grimmilegan hátt. Þegar mennirnir höfðu safnaðist saman í hofi Apollons földu Bakkynjurnar vopn þeirra, ruddust síðan inn í hofið, myrtu eiginmenn sína og slátruðu Orfeifi með því að rífa af honum útlimina.Hluti af málverki Emile Levy af Bakkynjunum að ráðast á Orfeif.

Af líkamsleifum Orfeifs eftir dauðann eru til nokkrar sögur. Músurnar grófu útlimi hans við rætur Ólympsfjalls en þar eiga næturgalar að syngja fegurra en á öðrum stöðum í veröldinni. Höfðuð Orfeifs rak syngjandi eftir ánni Hebrus alla leið til Lesbeyjar. Sú saga er skáldskaparleg birtingarmynd á stöðu Lesbeyjar sem vagga lýrísk skáldskapar.

Á Lesbey var höfuðið lagt í helli í þorpinu Antissu þar sem það fór linnulaust með spádóma þangað til Apollon reiddist spádómaflæðinu, enda sótti almenningur ekki lengur aðrar véfréttir. Þá loks þagnaði höfuð Orfeifs. Lýra söngvarans barst einnig á land í Lesbey og síðar öðlaðist hún sinn sess á himinhvelfingunni sem eitt stjörnumerkjanna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

22.8.2003

Spyrjandi

Pétur G. Pétursson, f. 1987

Tilvísun

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?“ Vísindavefurinn, 22. ágúst 2003. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3679.

Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 22. ágúst). Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3679

Jón Gunnar Þorsteinsson. „Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?“ Vísindavefurinn. 22. ágú. 2003. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3679>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér af goðsögunni um Orfeif?
Orfeifur var sonur Oeagrusar Þrakíukonungs og listagyðjunnar Kallíópu sem nefndist svo vegna þess hve rödd hennar var þýð. Orfeifur var frægasti söngvari, skáld og tónlistarmaður fornaldar. Grísku músurnar eða menntagyðjurnar, kenndu honum að leika á lýru og með hljóðfæraslætti gat hann hann tamið villidýr og sagt var að tré og steinar hreyfðu sig eftir leik hans.Forn rómversk mósaíkmynd af Orfeifi að leika fyrir villidýr.

Orfeifur sigldi með Jasoni og Argóarförum til Kolkis að sækja gullna reyfið. Þar svæfði hann drekann sem gætti reyfisins með hljóðfæraleik.

Eftir förina til Kolkis settist Orfeifur að í helli í Þrakíu og kvæntist Evrydíku. Sonur Apollons, Aristeus að nafni, sem meðal annars átti að hafa kennt Grikkjum að rækta býflugur, varð ástfanginn af henni en hún vildi ekki þýðast hann. Eitt sinn þegar hún flýði undan býflugnabóndanum var hún bitin af höggormi og dó. Systur Evrydíku refsuðu Aristeusi fyrir lostann með því að drepa býflugurnar hans. Í fjórða þætti Búnaðarbálks (Georgica) Virgils segir frá því þegar Aristeus fær aftur býflugur sínar.

Orfeifur fór niður í Hadesarheim til að endurheimta konu sína. Í undirheimum töfraði hann meðal annars ferjumanninn Karon, hundinn Kerberos og undirheimaguðinn Hades með hljóðfæraleik. Hades leyfði Evrydíku að fylgja Orfeifi aftur upp á yfirborð jarðar en setti eitt skilyrði fyrir lausn hennar: Orfeifur mátti ekki líta aftur fyrr en hann væri kominn upp í sólarljósið. Evrydíka fylgi manni sínum upp til jarðar en þegar Orfeifur nálgaðist jörðina var hann yfirbugaður af ást og leit aftur. Þá glataði hann Evrydíku að eilífu.

Eftir þetta virðist Orfeifur hafa fengið óbeit á kvenfólki og samkvæmt sumum sögnum á hann að hafa gerst boðberi samkynhneigðra ásta í Þrakíu. Þar fór hann fyrir hópi karlmanna sem litu á hann sem æðstaprest. Vínguðinn Díonysos lét Bakkynjur sínar refsa Orfeifi og öðrum karlmönnum á grimmilegan hátt. Þegar mennirnir höfðu safnaðist saman í hofi Apollons földu Bakkynjurnar vopn þeirra, ruddust síðan inn í hofið, myrtu eiginmenn sína og slátruðu Orfeifi með því að rífa af honum útlimina.Hluti af málverki Emile Levy af Bakkynjunum að ráðast á Orfeif.

Af líkamsleifum Orfeifs eftir dauðann eru til nokkrar sögur. Músurnar grófu útlimi hans við rætur Ólympsfjalls en þar eiga næturgalar að syngja fegurra en á öðrum stöðum í veröldinni. Höfðuð Orfeifs rak syngjandi eftir ánni Hebrus alla leið til Lesbeyjar. Sú saga er skáldskaparleg birtingarmynd á stöðu Lesbeyjar sem vagga lýrísk skáldskapar.

Á Lesbey var höfuðið lagt í helli í þorpinu Antissu þar sem það fór linnulaust með spádóma þangað til Apollon reiddist spádómaflæðinu, enda sótti almenningur ekki lengur aðrar véfréttir. Þá loks þagnaði höfuð Orfeifs. Lýra söngvarans barst einnig á land í Lesbey og síðar öðlaðist hún sinn sess á himinhvelfingunni sem eitt stjörnumerkjanna.

Heimildir og myndir:...