Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

doktor.is

Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað?

Hér á landi er staðfest að sést hafi alls fjórar tegundir ugla. Mögulegt er að sú fimmta hafi sést í fyrsta sinn á þessu ári, turnuglan. Reyndar á flækingsfuglanefnd eftir að samþykkja þennan nýjasta flæking en ógreinileg ljósmynd var tekin af fuglinum á Suðausturlandi. Uglur tilheyra ugluætt (Strigidae) og ættbálknum Strigiformes.

Varpfuglar

Branduglan (Asio flammeus) er varpfugl hér á landi og vafalaust eini reglulegi varpfuglinn af ugluætt hér á landi.Brandugla (Asio flammeus)

Reglulegir flækingar

Snæuglan (Bubo scandiacus) hefur verpt hér en ekki er vitað hversu oft og hversu mörg pörin hafa verið. Sárafá hreiður hafa fundist eftir 1952 en varp var seinast staðfest á Vestfjörðum árið 2000. Hins vegar hafa snæuglur sést hér á hverju ári og er sennilega um að ræða flækinga frá Grænlandi.Snæugla (Bubo scandiacus)

Eyruglan (Asio otus) hefur sést hér árlega sem flækingur síðan 1986 en í sumar fékkst í fyrsta sinn staðfesting á varpi hennar, það var í trjálundi í Grímsnesinu. Það á eftir að koma í ljós hvort hún verður reglulegur varpfugl á Íslandi.Eyrugla (Asio otus)

Sjaldgæfur flækingur

Skopuglan (Otus scops) er mjög sjaldgæfur flækingur hér á landi. Hún er talin hafa sést hér fyrst árið 1945.Skopugla (Otus scops)

Mögulegur flækingur

Síðast þegar höfundur vissi hafði það ekki verið að staðfesta að turnugla (Tyto alba) hafi verið hér á ferðinni í sumar, en sagt er frá því á vefsíðunni Stafræn fuglaljósmyndun.Turnugla (Tyto alba)

Heimildir og myndir:

Útgáfudagur

25.8.2003

Spyrjandi

Bjarmi Fannar, f. 1987

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað?“ Vísindavefurinn, 25. ágúst 2003. Sótt 23. mars 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=3680.

Jón Már Halldórsson. (2003, 25. ágúst). Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3680

Jón Már Halldórsson. „Getið þið sýnt mér myndir af öllum uglutegundum á Íslandi og þeim sem hafa komið hingað?“ Vísindavefurinn. 25. ágú. 2003. Vefsíða. 23. mar. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3680>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Kristín M. Jóhannsdóttir

1969

Kristín M. Jóhannsdóttir er lektor við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Rannsóknir hennar snúa að merkingarfræði íslensku og vesturíslensku, sérstaklega hvað varðar tíð og horf.