Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:04 • sest 15:36 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:26 • Sest 25:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:34 • Síðdegis: 24:14 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:07 • Síðdegis: 18:03 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Flæðarmús (Aphrodite aculeata) er sjávarhryggleysingi sem tilheyrir hópi burstaorma (polychaeta) og ættinni Aphroditidae. Hún er alsett grábrúnum burstum (chaeta) á baki og á hliðunum vaxa fíngerðir og þéttir blágrænir burstar sem minna á feld. Að þessu leyti er hún ólík öðrum burstaormum og vöxtur hennar minnir lítt á orma.



Öðru hvoru rekast menn á flæðarmúsina á háfjöru, oftast í sendnum fjörum. Hún lifir á grunnsævi en hefur þó fundist á allt að 1000 metra dýpi. Flæðarmýsnar verða um 15-20 cm langar og mesta breidd þeirra er um 5 cm.

Flæðarmýs eru einnig kunnar úr íslenskri þjóðtrú sem kynjamýs er draga eiganda sínum peninga úr sjó. Best þótti að geyma slíkar mýs í hveiti. Orðið flæðarmús er einnig notað um menn sem þekkja lítt til sjóferða, en þeir nefnast einnig landkrabbar.

Mynd: MarLIN.

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.8.2003

Spyrjandi

Jóhann Harðarson

Tilvísun

JMH og JGÞ. „Hvað er flæðarmús?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2003, sótt 8. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3689.

JMH og JGÞ. (2003, 28. ágúst). Hvað er flæðarmús? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3689

JMH og JGÞ. „Hvað er flæðarmús?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2003. Vefsíða. 8. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3689>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er flæðarmús?
Flæðarmús (Aphrodite aculeata) er sjávarhryggleysingi sem tilheyrir hópi burstaorma (polychaeta) og ættinni Aphroditidae. Hún er alsett grábrúnum burstum (chaeta) á baki og á hliðunum vaxa fíngerðir og þéttir blágrænir burstar sem minna á feld. Að þessu leyti er hún ólík öðrum burstaormum og vöxtur hennar minnir lítt á orma.



Öðru hvoru rekast menn á flæðarmúsina á háfjöru, oftast í sendnum fjörum. Hún lifir á grunnsævi en hefur þó fundist á allt að 1000 metra dýpi. Flæðarmýsnar verða um 15-20 cm langar og mesta breidd þeirra er um 5 cm.

Flæðarmýs eru einnig kunnar úr íslenskri þjóðtrú sem kynjamýs er draga eiganda sínum peninga úr sjó. Best þótti að geyma slíkar mýs í hveiti. Orðið flæðarmús er einnig notað um menn sem þekkja lítt til sjóferða, en þeir nefnast einnig landkrabbar.

Mynd: MarLIN.

...