Sólin Sólin Rís 02:57 • sest 24:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:51 • Sest 07:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:40 • Síðdegis: 21:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:39 • Síðdegis: 14:42 í Reykjavík

Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni?

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson

Upphaflega spurningin hljóðaði svona:
Eru dæmi um að refir og kettir eignist afkvæmi saman? Ef svo er hvað heita þau þá?
Samkvæmt þjóðtrú eru skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin. Orðið er einnig notað í merkingunni 'fífl', 'kjáni', 'stelputrippi' og stundum sem gæluorð um börn. Skuggabaldur er afkvæmi sömu dýra en kemur úr móðurkviði refsins. Skuggabaldur er einnig notað yfir 'illan anda', 'myrkramann' og 'læðupoka'.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að lítil hætta stafi af skoffínum þar sem þau séu ætíð drepin áður en þau komast upp, enda hægt um heimatök þar sem móðirin er heimilisköttur. Skuggabaldurinn er hins vegar öllu viðsjárverðara dýr og samkvæmt þjóðsögum gerast þeir dýrbítar og verða ekki skotnir með byssum.

Samkvæmt einni sögn náðu Húnvetningar að króa skuggabaldur af og drepa. Áður en hann var stunginn mælti hann áhrínisorð. Banamaðurinn hermdi orð skuggabaldurs í baðstofu um kvöld og stökk þá gamall fressköttur á manninn:
Hljóp kötturinn á hann og læsti hann í hálsinn með klóm og kjafti, og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum, en þá var maðurinn dauður.
Við þorum að fullyrða að kettir og refir geti ekki, og hafi aldrei, átt saman afkvæmi. Þó að þetta séu tvö rándýr (carnivora) þá eru þau tiltölulega fjarskyld innan ættbálksins.

Ennfremur er það svo að kettir og refir hafa ekki sama litningafjölda. Kettir eru með 19 litningapör (2n=38 litninga) en refir eru með 25 pör (2n=50 litninga). Það eru þess vegna engar erfðafræðilegar forsendur fyrir því að þessar tegundir geti af sér afkvæmi.

Það er því uppspuni að kvikindin skoffín og skuggabaldur hafi herjað á húnvetnska bændur, sem og aðra Íslendinga, fyrr á öldum.

Heimild og mynd:
  • Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 612-13.
  • EBGames (Myndin hér að ofan er úr 3. myndinni í Alien-seríunni en þar spratt upp einkennileg hundategund eftir 'æxlun' hunds og skrímslis.)

Höfundar

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Jón Gunnar Þorsteinsson

bókmenntafræðingur og ritstjóri Vísindavefsins

Útgáfudagur

28.8.2003

Spyrjandi

Arna Pálsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni?“ Vísindavefurinn, 28. ágúst 2003. Sótt 25. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3690.

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. (2003, 28. ágúst). Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3690

Jón Már Halldórsson og Jón Gunnar Þorsteinsson. „Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni?“ Vísindavefurinn. 28. ágú. 2003. Vefsíða. 25. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3690>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru skoffín og skuggabaldrar til í alvörunni?
Upphaflega spurningin hljóðaði svona:

Eru dæmi um að refir og kettir eignist afkvæmi saman? Ef svo er hvað heita þau þá?
Samkvæmt þjóðtrú eru skoffín afkvæmi refs og kattar, þar sem kötturinn er móðirin. Orðið er einnig notað í merkingunni 'fífl', 'kjáni', 'stelputrippi' og stundum sem gæluorð um börn. Skuggabaldur er afkvæmi sömu dýra en kemur úr móðurkviði refsins. Skuggabaldur er einnig notað yfir 'illan anda', 'myrkramann' og 'læðupoka'.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar segir að lítil hætta stafi af skoffínum þar sem þau séu ætíð drepin áður en þau komast upp, enda hægt um heimatök þar sem móðirin er heimilisköttur. Skuggabaldurinn er hins vegar öllu viðsjárverðara dýr og samkvæmt þjóðsögum gerast þeir dýrbítar og verða ekki skotnir með byssum.

Samkvæmt einni sögn náðu Húnvetningar að króa skuggabaldur af og drepa. Áður en hann var stunginn mælti hann áhrínisorð. Banamaðurinn hermdi orð skuggabaldurs í baðstofu um kvöld og stökk þá gamall fressköttur á manninn:
Hljóp kötturinn á hann og læsti hann í hálsinn með klóm og kjafti, og náðist kötturinn ekki fyrr en höfuðið var stýft af honum, en þá var maðurinn dauður.
Við þorum að fullyrða að kettir og refir geti ekki, og hafi aldrei, átt saman afkvæmi. Þó að þetta séu tvö rándýr (carnivora) þá eru þau tiltölulega fjarskyld innan ættbálksins.

Ennfremur er það svo að kettir og refir hafa ekki sama litningafjölda. Kettir eru með 19 litningapör (2n=38 litninga) en refir eru með 25 pör (2n=50 litninga). Það eru þess vegna engar erfðafræðilegar forsendur fyrir því að þessar tegundir geti af sér afkvæmi.

Það er því uppspuni að kvikindin skoffín og skuggabaldur hafi herjað á húnvetnska bændur, sem og aðra Íslendinga, fyrr á öldum.

Heimild og mynd:
  • Jón Árnason, Íslenskar þjóðsögur og ævintýri I, 612-13.
  • EBGames (Myndin hér að ofan er úr 3. myndinni í Alien-seríunni en þar spratt upp einkennileg hundategund eftir 'æxlun' hunds og skrímslis.)
...