Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:50 • Sest 21:32 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:33 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:10 • Síðdegis: 16:02 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?

Jón Már Halldórsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?
Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fyrir jarðskjálfta. Engin leið var að fá hann þaðan og eigandinn fullyrti að hundurinn hefði aldrei áður hagað sér svona.

Atferlisfræðingar hafa rannsakað hegðun dýra fyrir jarðskjálfta. Skömmu fyrir mikinn skjálfta í Armeníu í árslok 1988, sem varð tæplega 25 þúsund manns að bana, fóru ýmsar skepnur öðruvísi að en vanalega. Þær voru órólegar, vildu ekki éta fóður og leituðu burt af þeim stöðum sem þær voru vanar að halda sig á.

Villt dýr hegðuðu sér einkennilega og virtust vera lítt mannafælin og sum beinlínis hændust að fólki. Mörg húsdýr sýndu hins vegar árásarhneigð. Hundar struku af bæjum eða geltu látlaust, hross rifu sig laus af stöllum, fuglar hópuðust saman og flugu burt og búrfuglar trylltust og flugu á rimlana. Meira að segja fiskar í búrum hegðuðu sér einkennilega, sumir syntu niður á botn og héldu þar kyrru fyrir en aðrir reyndu að stökkva upp úr búrinu. Slöngur skriðu úr holum og fylgsnum sínum.



Afleiðingar jarðskjálfta í Gujarat-héraði á Indlandi árið 2001.

Ekki sýna öll dýr breytingar á háttalagi skömmu fyrir jarðskjálfta en ef lesendur vita dæmi um slíkt hér á landi, til dæmis fyrir Suðurlandsskjálftana árið 2000, væri fróðlegt að þeir sendu sögur af slíku á þetta netfang.

Jarðeðlisfræðingum er kunnugt um ýmsar breytingar sem verða í náttúrunni skömmu fyrir mikla jarðskjálfta, svo sem á loftþrýstingi, lofthita, framandi lofttegundum og rafsegulsviði í andrúmsloftinu (e. atmospheric electric field). Slíkt getur valdið hræðslu hjá dýrum.

Margar dýrategundir hafa einskonar áttavita í formi steindar í höfðinu. Steindin nefnist magnetít og gerir til dæmis farfuglum kleift að rata. Vegna breytinga á rafsegulsviði jarðar fyrir jarðskjálfta getur þessi áttaviti ruglast og það veldur ókyrrð hjá dýrunum. Fjölmargar fuglategundir, hvalir og jafnvel skordýr eins og býflugur hafa slíkan áttavita í höfðinu.

Önnur skýring á óróleika dýra fyrir jarðskjálfta er sú að að dýrin skynji hátíðnihljóð vegna vaxandi spennu í jarðskorpunni skömmu fyrir jarðskjálfta. Menn greina ekki þessi hljóð en sum dýr gera það og virðast ókyrrast vegna óþægindanna sem hljóðin valda.

Að lokum má benda á að vísindamenn nútímans virðast vera í þann veginn að finna ýmsa mælanlega fyrirboða um hamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. Vel er hugsanlegt að ýmis dýr finni þessa fyrirboða betur en menn og bregðist við samkvæmt því, áður en menn hafa orðið neins varir. Skýringar á þessu kunna sem sagt að vera á næsta leiti í framvindu vísindanna.

Heimildir og mynd:
  • McClellan P.H. 1980. "Pre-earthquake Animal Behaviour: A Closer Look for Alternative Causes". Í Geophysical Research Letters 7, s. 333-336.
  • Nikonov A.A. 1992. "Abnormal Animal Behaviour as a Precursor of the 7 December 1988 Spitak, Armenia, Earthquake". Í Natural Hazards 6, s. 1-10.
  • Indian Express.com
  • Oxfam Community Aid Abroad

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.9.2003

Spyrjandi

Ína Sigurðardóttir, f. 1989

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?“ Vísindavefurinn, 2. september 2003, sótt 6. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3697.

Jón Már Halldórsson. (2003, 2. september). Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3697

Jón Már Halldórsson. „Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2003. Vefsíða. 6. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3697>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Geta dýr skynjað jarðskjálfta áður en þeir verða?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Er það ekki satt að dýr skynji jarðskjálfta áður en þeir fara alveg á fullt? Og hvernig bregðast þau við þeim?
Fjölmörg dæmi eru þekkt um einkennilega hegðun dýra rétt fyrir jarðskjálfta. Í bænum Santa Cruz í Bandaríkjunum faldi heimilishundur sig undir rúmi sex klukkustundum fyrir jarðskjálfta. Engin leið var að fá hann þaðan og eigandinn fullyrti að hundurinn hefði aldrei áður hagað sér svona.

Atferlisfræðingar hafa rannsakað hegðun dýra fyrir jarðskjálfta. Skömmu fyrir mikinn skjálfta í Armeníu í árslok 1988, sem varð tæplega 25 þúsund manns að bana, fóru ýmsar skepnur öðruvísi að en vanalega. Þær voru órólegar, vildu ekki éta fóður og leituðu burt af þeim stöðum sem þær voru vanar að halda sig á.

Villt dýr hegðuðu sér einkennilega og virtust vera lítt mannafælin og sum beinlínis hændust að fólki. Mörg húsdýr sýndu hins vegar árásarhneigð. Hundar struku af bæjum eða geltu látlaust, hross rifu sig laus af stöllum, fuglar hópuðust saman og flugu burt og búrfuglar trylltust og flugu á rimlana. Meira að segja fiskar í búrum hegðuðu sér einkennilega, sumir syntu niður á botn og héldu þar kyrru fyrir en aðrir reyndu að stökkva upp úr búrinu. Slöngur skriðu úr holum og fylgsnum sínum.



Afleiðingar jarðskjálfta í Gujarat-héraði á Indlandi árið 2001.

Ekki sýna öll dýr breytingar á háttalagi skömmu fyrir jarðskjálfta en ef lesendur vita dæmi um slíkt hér á landi, til dæmis fyrir Suðurlandsskjálftana árið 2000, væri fróðlegt að þeir sendu sögur af slíku á þetta netfang.

Jarðeðlisfræðingum er kunnugt um ýmsar breytingar sem verða í náttúrunni skömmu fyrir mikla jarðskjálfta, svo sem á loftþrýstingi, lofthita, framandi lofttegundum og rafsegulsviði í andrúmsloftinu (e. atmospheric electric field). Slíkt getur valdið hræðslu hjá dýrum.

Margar dýrategundir hafa einskonar áttavita í formi steindar í höfðinu. Steindin nefnist magnetít og gerir til dæmis farfuglum kleift að rata. Vegna breytinga á rafsegulsviði jarðar fyrir jarðskjálfta getur þessi áttaviti ruglast og það veldur ókyrrð hjá dýrunum. Fjölmargar fuglategundir, hvalir og jafnvel skordýr eins og býflugur hafa slíkan áttavita í höfðinu.

Önnur skýring á óróleika dýra fyrir jarðskjálfta er sú að að dýrin skynji hátíðnihljóð vegna vaxandi spennu í jarðskorpunni skömmu fyrir jarðskjálfta. Menn greina ekki þessi hljóð en sum dýr gera það og virðast ókyrrast vegna óþægindanna sem hljóðin valda.

Að lokum má benda á að vísindamenn nútímans virðast vera í þann veginn að finna ýmsa mælanlega fyrirboða um hamfarir eins og jarðskjálfta og eldgos. Vel er hugsanlegt að ýmis dýr finni þessa fyrirboða betur en menn og bregðist við samkvæmt því, áður en menn hafa orðið neins varir. Skýringar á þessu kunna sem sagt að vera á næsta leiti í framvindu vísindanna.

Heimildir og mynd:
  • McClellan P.H. 1980. "Pre-earthquake Animal Behaviour: A Closer Look for Alternative Causes". Í Geophysical Research Letters 7, s. 333-336.
  • Nikonov A.A. 1992. "Abnormal Animal Behaviour as a Precursor of the 7 December 1988 Spitak, Armenia, Earthquake". Í Natural Hazards 6, s. 1-10.
  • Indian Express.com
  • Oxfam Community Aid Abroad
...