Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
ForsíðaHvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?
Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?
Svarið er frekar einfalt: Með því að senda okkur skýringar með spurningunni eða viðbætur við hana í tölvupósti á póstfangið sem er neðst á forsíðu okkar. Við setjum þennan viðbótartexta þá í svarreit í vinnslunni hjá okkur og birtum hann í upphafi svarsins eins og lesendur okkar hafa oft séð.
Vísindavefurinn hefur ákveðna stefnu í ýmsum atriðum. Eitt þeirra er það að við kjósum helst að spurningar séu skýrar, hnitmiðaðar, einlægar og gjarnan skemmtilegar. Við höfum ástæðu til að ætla að margir gestir vefsins séu okkur sammála um þetta. Svo mikið er víst að gesturinn sér fyrst spurninguna eina, áður en hann ákveður að líta á svarið, og þeir eru örugglega fáir sem hafa áhuga á að kynna sér svör við löngum og flóknum spurningum.
Þó að við séum að nota margslungna, nýtískulega og merkilega tækni hér á Vísindavefnum, þá viljum við samt ekki verða þrælar tækninnar. Þess vegna reynum við að sýna sveigjanleika í hlutum eins og þeim sem hér um ræðir.
En lesendum er velkomið að spyrja okkur um hvaðeina sem varðar stefnu okkar og starfsaðferðir. Þegar einn spyr eru oft margir að hugsa um það sama, og það vitum við fullvel. Eins vitum við að víxlverkun við lesendur og gesti er afar æskileg af ýmsum ástæðum.
ÞV. „Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?“ Vísindavefurinn, 2. september 2003, sótt 13. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3700.
ÞV. (2003, 2. september). Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3700
ÞV. „Hvernig á maður að geta spurt Vísindavefinn af einhverju viti ef ekki má slá inn fleiri en 100 bókstafi?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2003. Vefsíða. 13. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3700>.