Sólin Sólin Rís 03:46 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:11 • Síðdegis: 18:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:13 • Síðdegis: 12:17 í Reykjavík

Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við.

Jörðin er kúla og sólin er því alltaf beint yfir einhverjum punkti á yfirborði jarðar. Við getum til dæmis hugsað okkur að við drögum línu frá jarðarmiðju til sólarmiðju og þá er umræddur staður þar sem línan sker jarðaryfirborðið. Svolítil frávik verða þó frá þessu vegna þess að jörðin er ekki nákvæmlega kúlulaga, en þau skipta varla máli í þessu samhengi.

Punkturinn sem um ræðir getur þó ekki lent hvar sem er á jörðinni, heldur eingöngu kringum miðbaug, milli hvarfbauganna. Þegar sumar er á norðurhveli er hann norðan miðbaugs en á veturna er hann á suðurhveli jarðar. Hann ferðast eftir gormlaga ferli eftir yfirborði jarðar og fer eina umferð á sólarhring um jarðmöndulinn, jafnframt því sem hann færist til norðurs eða suðurs eftir því sem við á. Hann er við nyrðri hvarfbaug á sumarsólstöðum, við miðbaug á jafndægrum og við syðri hvarfbaug þegar hér eru vetrarsólstöður en byrjar þá að færast norður á bóginn.

Það var þessi hreyfing sólarinnar frá einum degi til annars innan ársins sem Jónas Hallgrímsson hafði í huga þegar hann kvað:
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

2.9.2003

Spyrjandi

Guðjón Jensson

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?“ Vísindavefurinn, 2. september 2003. Sótt 23. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3701.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 2. september). Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3701

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?“ Vísindavefurinn. 2. sep. 2003. Vefsíða. 23. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3701>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar á jörðinni er minnst bil milli sólar og jarðar?
Stutta svarið er frekar einfalt: Í þeim punkti á yfirborði jarðar sem er beint undir sólinni á hverjum tíma. Ef maður er staddur í þessum punkti sýnist honum sólin vera í hvirfilpunkti himins (zenith á mörgum erlendum málum), með öðrum orðum í stefnu lóðlínu upp á við.

Jörðin er kúla og sólin er því alltaf beint yfir einhverjum punkti á yfirborði jarðar. Við getum til dæmis hugsað okkur að við drögum línu frá jarðarmiðju til sólarmiðju og þá er umræddur staður þar sem línan sker jarðaryfirborðið. Svolítil frávik verða þó frá þessu vegna þess að jörðin er ekki nákvæmlega kúlulaga, en þau skipta varla máli í þessu samhengi.

Punkturinn sem um ræðir getur þó ekki lent hvar sem er á jörðinni, heldur eingöngu kringum miðbaug, milli hvarfbauganna. Þegar sumar er á norðurhveli er hann norðan miðbaugs en á veturna er hann á suðurhveli jarðar. Hann ferðast eftir gormlaga ferli eftir yfirborði jarðar og fer eina umferð á sólarhring um jarðmöndulinn, jafnframt því sem hann færist til norðurs eða suðurs eftir því sem við á. Hann er við nyrðri hvarfbaug á sumarsólstöðum, við miðbaug á jafndægrum og við syðri hvarfbaug þegar hér eru vetrarsólstöður en byrjar þá að færast norður á bóginn.

Það var þessi hreyfing sólarinnar frá einum degi til annars innan ársins sem Jónas Hallgrímsson hafði í huga þegar hann kvað:
Sólin heim úr suðri snýr,
sumri lofar hlýju.
...