Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?

Þorsteinn Vilhjálmsson

Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spyrjandi á við.

Það að dagur og nótt skiptast á í sífellu nefnist dægraskipti. Þau stafa af snúningi jarðar um möndul sinn, miðað við sól.

Við getum til dæmis hugsað okkur að jörðin hætti að snúast um möndulinn í 12 klukkustundir en klukkurnar okkar héldu áfram að ganga, þar á meðal þær sem sýna tíma sólarhringsins í 24 stundum þannig að þær segja til um dag og nótt. Sólin mundi þá vera kyrr á himninum í þennan tíma, hvort sem hún er ofan sjóndeildarhrings (dagur hjá okkur) eða fyrir neðan hann (nótt hjá okkur, dagur annars staðar á jörðinni). En síðan mundi hún aftur fara að ganga eðlilega um himininn eins og við eigum að venjast.

Að þessu loknu yrði dimmt þegar klukkurnar sýna 12 á hádegi en bjart þegar þær sýna miðnætti. En hitt er svo allt annað mál hvað menn mundu kalla dag og hvað nótt. Líklegast er að þeir mundu áfram kalla bjartan tíma sólarhringsins dag en myrkurtímann nótt. Sólin yrði því áfram uppi á daginn og tunglið á nóttunni.

Mynd: Winyah Bay Inn

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

5.9.2003

Spyrjandi

Kata Birna, f. 1986

Tilvísun

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?“ Vísindavefurinn, 5. september 2003. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3710.

Þorsteinn Vilhjálmsson. (2003, 5. september). Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3710

Þorsteinn Vilhjálmsson. „Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?“ Vísindavefurinn. 5. sep. 2003. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3710>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er tunglið ekki uppi á daginn og sólin á nóttunni?
Stutta svarið er: Af því að þá mundi ríkja dagsbirta á nóttunni og náttmyrkur á daginn, því að sólin er svo miklu bjartari en tunglið. En auðvitað getur enginn bannað okkur að kalla nóttina dag og daginn nótt ef það væri til dæmis samþykkt með miklum meirihluta í þjóðaratkvæði. En líklega er það ekki þetta sem spyrjandi á við.

Það að dagur og nótt skiptast á í sífellu nefnist dægraskipti. Þau stafa af snúningi jarðar um möndul sinn, miðað við sól.

Við getum til dæmis hugsað okkur að jörðin hætti að snúast um möndulinn í 12 klukkustundir en klukkurnar okkar héldu áfram að ganga, þar á meðal þær sem sýna tíma sólarhringsins í 24 stundum þannig að þær segja til um dag og nótt. Sólin mundi þá vera kyrr á himninum í þennan tíma, hvort sem hún er ofan sjóndeildarhrings (dagur hjá okkur) eða fyrir neðan hann (nótt hjá okkur, dagur annars staðar á jörðinni). En síðan mundi hún aftur fara að ganga eðlilega um himininn eins og við eigum að venjast.

Að þessu loknu yrði dimmt þegar klukkurnar sýna 12 á hádegi en bjart þegar þær sýna miðnætti. En hitt er svo allt annað mál hvað menn mundu kalla dag og hvað nótt. Líklegast er að þeir mundu áfram kalla bjartan tíma sólarhringsins dag en myrkurtímann nótt. Sólin yrði því áfram uppi á daginn og tunglið á nóttunni.

Mynd: Winyah Bay Inn ...