Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?

Jón Már Halldórsson

Tildra (Arenaria interpres) er svokallaður umferðarfugl hér á landi, með öðrum orðum, heimsókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin og á haustin til vetrarstöðvanna. Tildrur koma hingað í tugþúsunda tali og halda til í fáeina daga eða vikur og byggja upp orkuforðann fyrir áframhaldandi ferðalag.

Mynd 1 sýnir búning tildrunnar eftir árstíðum en kynin eru áþekk í útliti.



Mynd 1. Til vinstri er tildra í sumarbúningi og til hægri í vetrarbúningi

Á ensku nefnist þessi fugl „turnstone“ sem lýsir vel hátterni hennar við fæðuleit. Hún veltir við steinum, skeljum og þangi í fjörunni í leit að smádýrum. Mynd 2. sýnir farleiðir tildrunnar (merktra fugla) og þar sést að á vorin millilendir hún á vestanverðu landinu og heldur síðan ferð sinni áfram til varpstöðvanna á Grænlandi.



Mynd 2. Farleiðir tildrunnar: rauði liturinn sýnir vorleiðir, sá blái haustleiðir

Einhver hluti tildrustofnsins heldur hér til yfir veturinn og hafa til dæmis sést við vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar. Líklegast er að koma auga á tildrur í fjörum yfir vetrartímann. Vetrarstöðvar flestra tildra sem millilenda hér á landi, eru á Bretlandseyjum en annars dreifast þær um Vestur-Evrópu og norðvesturhluta Afríku.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

8.9.2003

Spyrjandi

Hrefna Valdemarsdóttir, f. 1991

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?“ Vísindavefurinn, 8. september 2003. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=3716.

Jón Már Halldórsson. (2003, 8. september). Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=3716

Jón Már Halldórsson. „Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?“ Vísindavefurinn. 8. sep. 2003. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=3716>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaðan koma tildrur sem heimsækja Ísland og hvert eru þær að fara?
Tildra (Arenaria interpres) er svokallaður umferðarfugl hér á landi, með öðrum orðum, heimsókn tegundarinnar til Íslands er nokkurs konar millilending. Á vorin er hún á leið á varpsvæðin og á haustin til vetrarstöðvanna. Tildrur koma hingað í tugþúsunda tali og halda til í fáeina daga eða vikur og byggja upp orkuforðann fyrir áframhaldandi ferðalag.

Mynd 1 sýnir búning tildrunnar eftir árstíðum en kynin eru áþekk í útliti.



Mynd 1. Til vinstri er tildra í sumarbúningi og til hægri í vetrarbúningi

Á ensku nefnist þessi fugl „turnstone“ sem lýsir vel hátterni hennar við fæðuleit. Hún veltir við steinum, skeljum og þangi í fjörunni í leit að smádýrum. Mynd 2. sýnir farleiðir tildrunnar (merktra fugla) og þar sést að á vorin millilendir hún á vestanverðu landinu og heldur síðan ferð sinni áfram til varpstöðvanna á Grænlandi.



Mynd 2. Farleiðir tildrunnar: rauði liturinn sýnir vorleiðir, sá blái haustleiðir

Einhver hluti tildrustofnsins heldur hér til yfir veturinn og hafa til dæmis sést við vetrarfuglatalningu Náttúrufræðistofnunar. Líklegast er að koma auga á tildrur í fjörum yfir vetrartímann. Vetrarstöðvar flestra tildra sem millilenda hér á landi, eru á Bretlandseyjum en annars dreifast þær um Vestur-Evrópu og norðvesturhluta Afríku.

Myndir: ...