Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?

Það er ekki alveg rétt að húsflugur (Musca domestica) lifi aðeins í 25 daga. Lífslengd hvers stigs, eggja, lirfa og fullorðinna flugna, ræðst mjög af hita. Í köldu umhverfi vaxa þær hægt og hvert stig tekur langan tíma, en við 25-35oC hita vaxa þær hratt og er það sá hiti sem þær þrífast best við.

Eftir að eggjum er verpt líða allt frá nokkrum klukkustundum upp í 8 daga þar til þau klekjast. Lirfustig getur verið frá 2 klst. upp í 8 vikur. Alls tekur lífsferillinn frá eggi að fullorðinsstigi 44,8 daga við 16 oC og 10,4 daga við 30oC.

Í Norður-Evrópu eru flugurnar algengastar í júní til september, en þeirra getur orðið vart allt árið. Hérlendis verður lítið vart við flugurnar frá nóvember og fram í mars. Lirfurnar lifa á margs konar úrgangi en fullorðnu flugurnar á sykri og annarri fljótandi fæðu. Þær bera því með sér óþrifnað úr sorpi í matvæli.

Ekki hefur tekist að finna upplýsingar um hve lengi fullorðnu flugurnar lifa, en það er eflaust breytilegt eftir hita og fæðu, þroskun eggja og öðrum þáttum.

Útgáfudagur

26.4.2000

Spyrjandi

Jóhann R. Sævarsson

Efnisorð

Höfundur

Gísli Már Gíslason

prófessor í líffræði við HÍ

Tilvísun

Gísli Már Gíslason. „Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2000. Sótt 14. desember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=372.

Gísli Már Gíslason. (2000, 26. apríl). Af hverju lifa húsflugur í 25 daga? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=372

Gísli Már Gíslason. „Af hverju lifa húsflugur í 25 daga?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2000. Vefsíða. 14. des. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=372>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Ólöf Guðný Geirsdóttir

1968

Ólöf Guðný Geirsdóttir er dósent í næringarfræði við Matvæla- og næringarfræðideild HÍ. Meginviðfangsefni hennar eru næringarástand aldraðra ásamt rannsóknum á áhrifum næringar á farsæla öldrun.