Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:15 • sest 15:30 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:11 • Síðdegis: 17:36 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:33 • Síðdegis: 23:44 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Eyrnamergur verður til í vaxkirtlum í húð hlustarinnar en vaxkirtlarnir eru ummyndaðir svitakirtlar. Rásir vaxkirtlanna opnast ýmist beint út á yfirborð hlustarinnar eða í rásir fitukirtla í húð hennar. Sameiginlegt seyti fitu- og vaxkirtla kallast eyrnamergur.

Hlutverk eyrnamergs er að hrinda vatni frá hlustinni. Þar að auki fangar hann, ásamt hárum á yfirborði hlustarinnar, ryk- og sandagnir. Undir venjulegum kringumstæðum safnast svolítið af merg fyrir, sem síðan þornar og hrynur úr hlustinni og með honum óæskileg óhreinindi.

Í eðlilegu magni myndar eyrnamergur verndandi hjúp í hlustinni sem hrindir frá sér vatni. Ef eyrnamerg skortir er hætta á að hlustin verði þurr sem getur lýst sér í kláða og jafnvel sýkingum.

Nánar má lesa um eyrnamerg á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

10.9.2003

Spyrjandi

Stefanía Rúnarsdóttir, f. 1991
Ásgeir Eggertsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann?“ Vísindavefurinn, 10. september 2003, sótt 14. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3722.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2003, 10. september). Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3722

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2003. Vefsíða. 14. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3722>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig verður eyrnamergur til og hvaða tilgangi þjónar hann?
Eyrnamergur verður til í vaxkirtlum í húð hlustarinnar en vaxkirtlarnir eru ummyndaðir svitakirtlar. Rásir vaxkirtlanna opnast ýmist beint út á yfirborð hlustarinnar eða í rásir fitukirtla í húð hennar. Sameiginlegt seyti fitu- og vaxkirtla kallast eyrnamergur.

Hlutverk eyrnamergs er að hrinda vatni frá hlustinni. Þar að auki fangar hann, ásamt hárum á yfirborði hlustarinnar, ryk- og sandagnir. Undir venjulegum kringumstæðum safnast svolítið af merg fyrir, sem síðan þornar og hrynur úr hlustinni og með honum óæskileg óhreinindi.

Í eðlilegu magni myndar eyrnamergur verndandi hjúp í hlustinni sem hrindir frá sér vatni. Ef eyrnamerg skortir er hætta á að hlustin verði þurr sem getur lýst sér í kláða og jafnvel sýkingum.

Nánar má lesa um eyrnamerg á heimasíðu Magnúsar Jóhannssonar læknis.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...