Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Orðasambandið að eitthvað komi einhverjum spánskt fyrir sjónir 'e-m þykir e-ð undarlegt eða óvenjulegt' er kunnugt í málinu frá því á síðari hluta 19. aldar en getur vel verið eldra þótt heimildir skorti. Heldur eldri heimildir, eða frá miðri 19. öld, eru til í Orðabók Háskólans um að einhverjum þyki eitthvað spánskt. Í þýsku þekkist sambandið es kommt jemandem spanisch vor í sömu merkingu og í íslensku.
Skýringin er talin sú að hópar mótmælenda undu illa ýmsum spænskum siðum sem Karl Þýskalandskeisari fimmti (1500-1558) lét taka upp, en hann var jafnframt konungur á Spáni. Líklegt er að orðasambandið hafi borist inn í íslensku með dönsku sem millilið. Þar er þekkt frá 18. öld orðasambandið det kommer mig spansk for en það er ekki lengur notað.
Heimild:
Krüger-Lorenzen. 1988. Deutsche Redensarten und was dahinter steckt. Heine Verlag, München.
Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?“ Vísindavefurinn, 10. september 2003, sótt 30. október 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=3724.
Guðrún Kvaran. (2003, 10. september). Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3724
Guðrún Kvaran. „Af hverju segja menn að eitthvað "komi spánskt fyrir sjónir"?“ Vísindavefurinn. 10. sep. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3724>.